Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Qupperneq 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Qupperneq 31
Helstu áherslur í lögum um geð- heilsuvernd eru m.a. : - að tryggja áhrif sjúklinga og að- standenda þeirra á þjónustuna - að tryggja réttarfarslegt öryggi geðsjúkra og réttindi þeirra - að tryggja sveigjanleika þjónust- unnar og að hún lagi sig að breyti- legum þörfum og sjúkdómsein- kennum sjúklinganna - að tryggja að geðheilbrigðisþjón- ustan sýni visst frumkvæði og nýti og örvi þau úrræði sem völ er á - að tryggja að almenningi séu kynnt störf fagmenntaðs fólks á þessu sviði og gera eftirsóknarvert að vinna að geðheilbrigðismálum - að tryggja menntun og sí/endur- menntun starfsfólks á geðheil- brigðissviði - að tryggja mat á gæðurn þjónust- unnar og að sömu staðlar séu notað- ir hvar sem sjúklingurinn býr. Raunar má segja um ofangreind atriði að þau séu mjög almenns eðlis, rnjög opin og spyrja má hvort þessi atriði, þó lögfest yrðu gagnist notendum þjónustunnar eitthvað betur en þau lög sem við þó höfum um fatlaða og málefni þeirra. Mörg þeiiTa atriða sem um ræðir eru fjárhagslegs og/eða stjórnunarlegs eðlis og ekki til þess fallin að stjórna með gegnum lög eða reglugerðir. Þar reynir fyrst og fremst á vilja fagfólks innan geðheil- brigðiskerfisins til að endurskoða og umbreyta. Það þarf að hafa vilja til að taka upp opna urnræðu um ábyrgð, faglega ímynd, siðfræði og faglega þróun, óháð stjórnmálalegum og menningarlegum straumum og stefn- um í þjóðfélaginu. Um réttarstöðu geðsjúkra sem hafna meðferð og eru lagðir inn gegn eigin vilja verður að mínu mati að fjalla sérstaklega. Þar er sárlega þörf á sérlögum þar sem lögræðislögin og nýtt frumvarp til laga um réttindi sjúklinga fjalla ekkert um gæði þeirrar meðferðar og umönnunar sem þessir sjúklingar eiga kröfu á m.a. skv. ályktun Sameinuðu þjóðanna frá 1971 um réttindi geðsjúkra. Þar á ég við réttarfarsreglur um forsendur innlagn- ar, umhverfi, framkomu, þvingunar- aðgerðir hvers konar og reglur um eftirlitsnefnd og/ eða aðra aðila sem sjúklingar geti kært sín mál til. Það er nefnilega munur á lögum um réttindi sjúklinga og reglum um réttaröryggi. Andstæðingar sérlaga urn málefni geðsjúkra hafa bent á að þau séu óþörf, að geðsjúkir eigi að falla undir sömu lög og aðrir í þjóðfélaginu og að þau í versta falli auki á fordóma og útskúfun. Hér á landi sem og hvar- vetna í hinum vestræna heimi hefur þróunin verið sú að stærri geðsjúkra- húsum hefur fækkað svo og legudög- um á geðdeildum. Samtímis hefur verið lögð meiri áhersla að veita fötl- uðum þjónustu sem miðast við að þeir geti lifað sem eðlilegustu lífi í sam- félagi við aðra. Samt sem áður er að mínu mati allt of rnikið um að geð- sjúkir njóti ekki þeirra réttinda sem þeim ber skv. lögum og hver eigi að gæta hagsmuna þeirra? Það fer til dæmis ekki alltaf saman að vera Hlerað í Páfinn kom í heimsókn til New York og fékk hann að sjálfsögðu bifreið og bílstjóra til umráða - eina af þessum stóru fínu “limosínum”. Páfinn, sem aldrei hafði ekið nema litlum, pólskum bílum langaði ósköpin öll til að prófa að aka stóra bílnum. Bílstjórinn lét það eftir honum með hálfum huga, skipti um sæti við páfann, páfi ók af stað og lenti strax í árekstri. Lögregluþjónn kom að og þekkti páfa og vissi ekki hvað hann ætti að gera. Páfinn sagði að hann sektaði sig auðvitað eins og aðra sem lentu í slíku en lögregluþjónninn hikaði og hringdi á stöðina og sagðist vera í vandræðum með mann sem hann kynni ekki við að sekta. “Nú hvað erþetta”, sagði varðstjórinn, “er þetta borgarstjórinn?” Nei, svaraði hinn. “Er þetta fylkisstjórinn?” “Nei”, svaraði hinn. “Hva, er þetta sjálfur Bandaríkja- forseti?” “Nei”, svaraði lögreglu- þjónninn “ég veit ekki alveg hver hann er, en páfinn ekur honum” Strangtrúaður Gyðingur var að deila við þrjá trúleysingja um tilvist Guðs almáttugs. Gyðingnum ofbauð trúleysi þeirra og bað Guð um tákn, ský á skafheiðan himin. Skýið birtist óðara, en trúleysingjar sögðu svona hluti alltaf geta gerzt. Gyðingurinn fulltrúi stofnunar þeirrar sem sjúkl- ingar dvelja á, oft gegn sínum vilja, og talsmaður sjúklings. Þar lendir starfsfólk oftar en ekki í vandasamri siðferðislegri klemmu. Efla verður að mínu mati félög eins og Geðhjálp og Geðvernd sem hafa það markmið að styðja geðsjúka og aðstandendur þeirra og standa vörð um réttindi þeirra. Það þarf að stórauka fjárfram- lög til þessa málaflokks, sérstaklega með börn og unglinga í huga, auka forvarnir og menntun fagfólks, opna umræðuna um réttarfarslegt öryggi og réttindi geðsjúkra og færa hana út rneðal fólksins. Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur og forstöðumaður Vinjar, athvarfs fyrir geðfatlaða sem Rauði kross íslands rekur. hornum bað um steypiregn úr skýinu og það fossaði niður úr skýinu og enn bað hann um þrumur og eldingar og ekki sannfærðust trúleysingjar að heldur, kváðu þetta afleiðingu eina af dimmu skýi. Gyðingurinn ákallaði nú Guð sterklega og hann birtist þá í skýinu, skók að trúleysingjum hnefa og heimtaði að þeir tryðu tilvist sinni. Þeim brá að vísu afskaplega en þá sagði einn þeirra: “Ja, þetla er nú gott og blessað, en ennþá eru það nú bara tvö atkvæði á móti þremur.” ** Tveir menn mættust í skemmtigarði og voru báðir með hund í bandi. Þeir tóku tal saman og annar spurði hinn hvort hundur hans væri með ættartré. Þá svaraði sá er spurður var: “Nei, nei, hann sprænir bara utan í hvaða tré sem á vegi hans verður.” ** Og svo gamall karlrembubrandari. Læknirinn sagði manninum að hann ætti aðeins þrjá mánuði ólifaða. Hann spurði lækninn hvað hann ætti að gera til að hafa nú sem mest út úr þessum þrem mánuðum. “Fáðu kvenréttindakonu til að fara með þér til útlanda og vertu þar með henni þar til yfir lýkur.” Maðurinn bað eðlilega um útskýringu þessa. “Jú, þér mun finnast þessi tími vera eins og heil eilífð.” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.