Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Page 32

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Page 32
MOLAR TIL MELTINGAR s Iöllum þeim ósköpum alls kyns skerðinga sem yfir hafa dunið að undan- förnu er von að fólk missi fótanna og viti raunar oft ekki sitt rjúkandi ráð. Nið- urfelling eða stórskerðing uppbótar vegna sjúkra- kostnaðar, niðurfelling eða skerðing sérstakrar heimil- isuppbótar vegna annarra tekna (króna fyrir krónu), skerðing bóta vegna fjár- magnstekna nú síðast - nokkur atriði valin sem tilfinnanlegust eru. Hvert einstakt er nægilegt til að rugla fólk í ríminu en þegar allt dynur yfir í einu þá er von til að fólk í örvæntingu sinni taki upp símtólið og hringi hingað og spyrji um það hvort fyrir því séu alls engin takmörk hve langt sé unnt að ganga og verður oft færra um svör en vera ætti. Öllu verra er þegar fólk hringir hingað til að spyrja gagngert að því hvers vegna við gerum ekkert, hvað við ætlum að aðhaf- ast. Við höfum nefnilega allt frá haustdögum liðins árs verið upptekin allt um of af varnarbaráttu sem vissulega hefur ekki til einskis verið en alltof litlu skilað að okkar dómi. Vægast sagt hefur okkur oft þótt sem grundvallarskilning skorti á kjörum og lífsaðstæðum lífeyrisþega, þegar svo hart er í sama knérunn vegið æ ofan í æ. Vitanlega eru tryggingamálin fyrirferð- armikil á fjárlögum, en þær sparnaðaraðgerðir sem svo sárar eru svo alltof mörgum og geta sköpum skipt um afkomu þeirra alla skila þó svo ósköp litlu inn í halla- dæmi fjárlaganna. Málið er að 200 milljónir teknar á viðkvæmustu stöðum í tryggingakerfinu ná því þó ekki að vera 1/500 af fjár- lagadæminu, en þær gera vissulega usla hjá þeim sem fyrir verða. Og vissa okkar sú að annars staðar mætti spara án þess að lífsafkoma fjölda fólks væri í veði. Spurningin er svo um áframhaldið, hvort áfram skuli enn á ný höggvið og skorið, hvort engin von ætli til þess að verða að lífeyris- þegar þessa lands fái sinn sanngjarna hlut í því marg- rómaða góðæri sem greini- lega skilar sér afburðavel til þeirra sem gnótt hafa af fé fyrir, enda fitna fyrirtækin mörg sem aldrei fyrr. * egar húsaleigubótum var komið á var því réttilega lýst sem almennri réttarbót sem mikilvæg yrði mörgum. Þá var á það bent hér að sú réttarbót gæti hverfandi orðið hjá mörg- um lífeyrisþeganum, sem þá þegar naut uppbótar hjá Tryggingastofnun ríkisins vegna húsnæðiskostnaðar. Raunin vai'ð auðvitað sú að sá hluti uppbótar þurrkaðist með öllu út og skiptin misjöfn. Húsaleigubæt- urnar voru svo af réttsýni og sanngirni stjórnvalda skattteknar s.s. aðrar bætur félagslegrar aðstoðar og það munar um minna, þeg- ar skattprósentan er eins ofurhá og raun ber um vitni. A.m.k. fækkaði krónunum til fólksins ískyggilega mikið á leiðinni til þess, þegar ríkið sá sér leik á borði að gera bæturnar að féþúfu sinni.Einu var þó alveg lofað og á enn að vera í fullu gildi og það var að húsaleigubætur skyldu ekki skerða neinar aðrar bætur almannatrygginga en upp- bótina sem fyrr er frá greint. ✓ Aþví bar nú í byrjun september að sérstök heimilisuppbót fólks var skert eða felld niður af völdum annarra tekna, sem reyndust þó þegar allt kom til alls vera þær sömu húsa- leigubætur sem ekki máttu skerða neinar bætur s.s. skrifað er og skráð. Þetta eru hrein og klár mistök, sem auðvitað geta alltaf komið fyrir, en það er þá líka gagn að þau séu leiðrétt hjá öllum, ekki bara þeim sem þó kvarta og biðja um leiðréttinguna. Sannleik- urinn enda sá að aðgreining bóta - húsaleigubóta og annarra bóta félagslegrar aðstoðar er oft ekki sem skyldi þó launamiðar skipti þessu niður. Við biðjum því það fólk sem fyrir niðurfell- ingu eða skerðingu sér- stakrar heimilisuppbótar verður að kanna mál sín ofan í kjölinn, því auðvitað eiga sér stað mistök og við vitum ekki betur en þau séu rækilega leiðrétt þegar aug- ljóst er. * • • Oryrkjar kvarta stund- um sáran yfir við- skiptum sínum við trygg- ingafélögin, segja þau koma fram við þá eins og annars eða þriðja flokks þegna, þegar kemur að ein- hverju sem varðar þá sjálfa. Þannig segja sumir af því sögur að þeim sé neitað um slysabætur vegna þess að þeir séu hvort sem er ör- yrkjar og hafi því ekkert að missa, engu að tapa. Hing- að hringdi m.a. maður sem lent hafði í slysi á hendi en sá var á hækjum og kom slysið sér vægast sagt afar illa eða eins og hann sagði: “Eg var enn verr settur með mína vinstri hendi í fatla en nokkurn tímann sá heil- brigði, það gerðu hækjurn- ar, einmitt hjálpartæki mitt til allra hreyfinga innan húss sem utan. En mér var þverneitað um bætur á ein- mitt þeim grundvelli að ég væri hvort eð er aumingi. En iðgjöldin mín í gegnum árin hafði tryggingafélagið hirt með mikilli gleði að því er ég fékk bezt séð.” Vissu- lega ljótt ef satt er, en í of ríkum mæli verður þessa vart of víða og sannarlega ástæða til breytinga á hug- arfari og framkomu og rétt- læti, ef satt reynist. Á það mun látið reyna. Þátttakendur á ráðstefnunni: Ferðalög fyrir alla miðla hvor annarri fróðleiksmolum. 32

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.