Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 33
* að vekur óneitanlega nokkra athygli að á sama tíma og mjög er rætt um nauðsyn þess að af- nema öll sérlög um fatlaða og þeirra málefni þá skuli uppi sú spurning hvort þörf sé á sérlögum fyrir afmark- aðan tiltekinn hóp fatlaðra. Síðla í nóvember boðaði Geðhjálp til fyrirlestrar sem bar yfirskriftina: Er þörf á sérlögum fyrir geðsjúka? Sannarlega finnst ritstjóra rétt að velta upp spurningu sem þessari, reifa málið og ræða það, enda sérstaða geðsjúkra eða geðfatlaðra veruleg og engin Ieið að neita því að sá hópur hefur verið allafskiptur, þegar til málaflokks fatlaðra er litið í heild. þó allt hafi þar á réttan veg verið varðandi þjónustu ýmsa s.s. lið- veizlan er máske bezt dænti um. I kynningu á erindinu segir fyrirlesarinn Guð- björg Sveinsdóttir sem er sérfræðingur í geðhjúkrun og forstöðukona í Vin, að flest vestræn ríki hafi mót- aða stefnu í geðheilbrigð- ismálum og sérstaka lög- gjöf þar að lútandi, sem tryggja eigi að geðsjúkir njóti fullra mannréttinda og fái viðeigandi meðferð og umönnun. Spurningin og málefnið eru allrar athygli verð og eru þessu efni gerð skil í þessu blaði. H.S. Dagur hvíta stafsins Dagur hvíta stafsins 15. októ- ber var af Blindrafélag- inu - samtökum blindra og sjónskertra hátíðlegur haldinn. Að þessu sinni var það Össur Skarphéð- insson alþingismaður sem brá sér dagspart í gervi hins blinda og greindi svo frá þeirri reynslu sinni. Hátíð- arsamkoma öllum opin var svo síð- degis í Borgarleikhúsinu og var vel til hennar vandað. I anddyri Borgar- leikhússins var hin ágætasta kynning á hinni fjölþættu starfsemi sem tengist blindum og sjónskertum. Blindra- félagið, Blindravinnustofan, Körfu- gerðin, Hljóðbókagerð Blindra- félagsins, Sjónstöð Islands, Blindra- bókasafnið og Hljóðbókaklúbburinn voru þarna með kynningarbása og staldraði margur við á hinum ýmsu stöðurn og naut fræðslu og upplýs- inga. Samkoman var rnjög fjölsótt og m.a. heiðruðu hana með næveru sinni forsetahjónin og fráfarandi forseti. Gísli Helgason flutti stutt ávarp í upphafi og sló á létta strengi um leið og hann minnti á baráttumál blindra. Aðalsteinn Asberg Sigurðsson var svo kynnir á samkomunni. agnar R. Magnússon form. Blindrafélagsins flutti hátíðarávarp og kom víða við. Hann minnti í upphafi á mikilvægi hvíta stafsins og þrenns konar hlutverk hans og félagar úr Blindrafélaginu sýndu á lifandi hátt hversu nýta skyldi í blindra þágu. Ragnar minnti rækilega á aðgengismálin, sem tækju til margra þátta, m.a. upplýsingaaðgengisins sem væri blindum svo brýn nauðsyn. Hin nýja tækni tölvunnar gerði blind- um kleift að fylgjast ólíkt betur með en áður hefði verið og þar væru miklir framtíðarmöguleikar. Ragnar vék að meginreglum Sameinuðu þjóðanna um jafna þátttöku fatlaðra, sem brýnt væri að til haga væri haldið sem bezt m.a. sagði Ragnar nauðsyn- legt að taka ríku- lega mið af þeim þegar lögin um málefni fatlaðra væru nú endur- skoðuð. Meginregl- urnar ættu að vera lýsandi fyrir alla löggjöf sem varð- aði fatlað fólk. Ragnar greindi síðan frá hörðum mótmælum Blindrafélagsins við lokun augndeilda á Landakoti og þeim langa biðlista sem að undan- förnu hefði myndast varðandi augn- aðgerðir. Hann kvað vonir standa til að ekki kæmi til hinna boðuðu harka- legu aðgerða, sem bitna mundu á svo mörgum og yrðu til þess eins að lengja alltof langa biðlista ennþá meira. Afleiðingin gæti ógnvænleg orðið, ef menn héldu sig fast við hinn svokall- aða sparnað, sem í raun hefði sóun í för með sér þegar allt væri skoðað. Þá var horfið á vit tærra tóna. Rósa Ragnarsdóttir sem er ung sjónskert kona söng af sannri innlifun þrjú lög við undirleik Magnúsar Kjartanssonar og var vel fagnað. á var komið að Össuri Skarp- héðinssyni að lýsa reynslu sinni af að vera blindur og gerði hann það á mjög ljósan og lifandi hátt auk þess að vera einstaklega skemmtilegur. Össur sagði að margvísleg atriði hefðu bæzt í sinn reynsluheim við þetta. Kvað máske mest áberandi, hve mikil einsemd hefði að sér sótt, þegar hann var “blindur” svo og hefði hon- um þótt sem hann heyrði verr, enda vantaði allt augnsamband við þann sem við var talað. Hann gekk til vinnu sinnar í þinginu vestan úr bæ og kvað það hafa verið lærdómsríkt m.a. vegna bifreiðanna sem lagt hafði verið upp á gangstéttirnar alltof víða. Hann gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér “blindum” sem óblindum og m.a. sagði hann að þegar hann hefði komið á skrifstofu sína í Austurstræti 14 þá hefði hann mætt einni kvennalista- konunni og “hana þekkti ég nú af lyktinni”, sagði Össur en bætti svo við að auðvitað hefði það verið ilmvatnið hennar. GunnarGuðmundsson sá ljúfi snillingur lék því næst tvö lög á harmonikku sína og hlaut hinar beztu undirtektir. Að lokunt Iéku þeir Rad- íus - bræður listir sínar í orðum og kitluðu vel hláturtaugar fólks, enda komu þeir m.a. inu á ýmis viðbrögð okkar sjáandi gagnvart blindum á kátlegan máta. Þessi samkoma var öllum til mikils sóma og vakti verð- skuldaða athygli. Fjölmiðlar gerðu enda degi þessum hin beztu skil og eiga þakkir skildar fyrir það. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.