Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Síða 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Síða 38
Gluggað í góð rit og gott betur Fáein formálsorð: Ritstjóri var með í síðasta blaði verulega vænan skammt af tilvitnunum og frásögnum af efni hinna fjölmörgu fréttabréfa og rita félaga Öryrkja- bandalagsins. Eflaust hefur mörgum þótt meira en nóg um og hafa trúlega spurt sig að því hvað slík endursögn efnis ætti að þýða. I um- ______________________________ ræðum öllum þar sem full- trúar hinna ýmsu félaga okk- ar bera saman bækur sína s.s. í stefnumótunarnefndinni er kvartað yfir því að félögin viti of lítið hvert um annað, fylgist ekki nóg með hvað er að gerast á vettvangi hinna. Fréttabréf og rit félaganna gefa gjarnan allgóða hug- mynd um það sem efst er á baugi hj á félögunum og með því að fara þar yfir og vitna í meginmál ætti einmitt að gefast tækifæri til að skyggn- ast rétt inn fyrir skörina hjá hinum. Nú kann vel að vera að endursögnin sé leiðigjörn til lestrar en þá við ritstjóra einan að sakast að megna ekki að færa mál í þann búning að læsilegur verði. Afram mun haldið meðan ekki berast mótmæli því meiri og harðari, enda ætti lesturinn að ýta við fólki að fá enn meiri fróðleik, fá sér þau rit sem til er vitnað svo betur megi lesa sér til um hvaðeina sem forvitni vekur. ** Geðhjálp l.tbl. 1996 barst á síðsumardögum, en þar heldur um stjórnvöl sem áður Gísli Theodórsson og vandar vel til verka góðra. Helgi Gunnlaugsson lektor varpar fram þeirri spumingu hvort fíkniefnavandinn snúist eingöngu um fíkniefni og svarar spurningunni í glöggri grein. Helgi segir að margt bendi til þess að það séu fyrst og fremst jaðarhópar þjóðfélagsins sem lendi í útistöðum við yfirvöld, þar sem m.a. atvinnuleysi er 40%. Helgi segir að til að uppræta vandann verði að höggva að rótum hans: félagslegum og efnahagslegum vandamálum. Iðjuþjálfar tveir, Auður Axelsdóttir og Annetta A. Ingimundardóttir skrifa um iðjuþjálfun geðsjúkra í heima- húsum. Þar mæla þær mjög með því að sltk iðjuþjálfun verði aukin enda eðlilegast að þetta starf sem miðast við að auka fæmi skjólstæðinga í daglegum athöfnum fari fram á heimilum þeirra. Þannig sköpuðust einnig félagsleg tengsl sem miklu skipta fyrir hinn geðsjúka. Valgerður Baldursdóttir, yfirlæknir barna- og ungl- ingadeildar segir að öryggi og stöðugleiki í lífi barna hafi minnkað til muna samfara atvinnuþátttöku beggja foreldra, þar sem vinnutími foreldra sé áberandi lengstur hér miðað við önnur Norðurlönd. Varðandi þjónustukerfi til að taka á vandkvæðum barna er samanburður okkur einnig mjög Rittúlkur túlkar fyrir heyrnarskerta nemendur. Sjá grein Agústu á bls. 36. óhagstæður. Svarti hundurinn heitir grein Matthíasar Johannessen ritstjóra um þunglyndi Churchills og rætur þess og hvemig það nýttist honum á örlagastundum gagnvart óvininum Hitler sem fulltrúa myrkursins. Matthías telur að Kafka hafi leitað varnar í ritverkum sínum gegn ofnæmi og fælni. Sömuleiðis er fróðlegt að lesa umfjöllun Matthíasar um Golding og ritverk hans. Hver trúir lengur á kenningar sem hann er reiðubúinn að þjást fyrir? er spurt.. Friðrik Agústsson segir skemmtilega frá Fær- eyjaför með Smyrli, en gist var á farfuglaheimili í Þórs- höfn. Lýsir Friðrik líflega skoðunarferðum og segir m.a. frá miklu dansiballi þar sem Færeyingar dönsuðu gömlu dansana eftir jafnt rokklögum sem öðrum lög- um. Friðrik hefur áður ritað ágæta hugleiðingu hér í Fréttabréfið. Erna Amgrímsdóttir skrifar afar athyglisverða grein um vandamál aðstandenda geðsjúkra og ráð til úrbóta m.a. myndun ákveðins öryggisnets fyrir þetta oft og tíðum hrjáða fólk. Sagt er frá nýjum framkvæmdastjóra Geðhjálpar, Ingólfi H. Ingólfssyni, sem hér hefur löngu verið kynntur, en Ingólfur er svo með pistil í ritinu þar sem hann segir m.a. frá stuðningsþjónustu Geðhjálpar og félagsmið- stöðinni. Margar smærri greinar eða greinakaflar eru í ritinu og þar eru ljóð, smásaga og sögukafli af góða dátanum Svejk. Og baksíðan er tilvitnun í áramótagrein forsætisráð- herra. Davíðs Oddssonar þar sem m.a. segir: Velferðar- kerfi, sem vex mun hraðar en þjóðartekjur, ber í sér dauð- ann og velferðarkerfi, sem ýtir undir misnotkun almanna- fjármuna, þarf að lagfæra. Og ritstjóri gat ekki stillt sig um að birta ljóð Agústs Ola Oskarssonar sem er hið athyglisverðasta: Sumarkoman A meðan dagarnir Við annars hjartkæra emn og einn hver á sinn mislita hátt detta af almanakinu og marka sín spor í tilveru mína stór og smá reyni ég af öllum mætti að mæta hverri stund sumarkomuna sakna ég stjarnbjartra tunglskinsnátta sem í missíðum feldi skýjanna skapa ólýsanlegar stemmingar við undirleik norðurljósa þinna með sól og sumar í augum. vetur kóngur. 38

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.