Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Qupperneq 41

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Qupperneq 41
langantíma. Égstakkupp á að þetta yrði kallað Blindrabókasafn. Þar sem ekkert annað betra nafn fannst, varð sú raunin á. Blindrabókasafnið tók svo til starfa árið 1983 og útláns-og upplýsingadeild ásamt tæknideild fengu samastað í húsi Blindra- félagsins í Hamrahlíð 17. Auk þess var stofnuð sérstök námsbókadeild. Þegar upptökuaðstað- an í húsi Blindrafélagsins var tilbúin árið 1975, varð til Hljóðbókagerð Blindrafélagsins. Auk þess að hljóðrita hljóðbækur, voru unnin ýmiss konar verkefni fyrir aðra. Þetta var gert m. a. til þess að fjármagna hlut Blindrafélagsins. En þegar Blindrabókasafnið tók til starfa var Hljóðbókagerðin lögð niður og varð að tæknideild Blindrabókasafns- ins, þar til er hún tók aftur til starfa í árslok 1988. Með tilkomu upptökubúnaðarins í hljóðverum Blindrafélagsins opnuð- ust ýmsar leiðir. M. a. var hafin útgáfa á hljóðtímaritinu Valdar greinar, en Sveinn Asgeirsson útvarpsmaður hafði veg og vanda af þeirri útgáfu. Hljóðtímaritið birti greinar úr dag- blöðum, auk þess sem það varð lifandi tengiliður á milli Blindrafélagsins og félaga þess. Þá voru lesin inn á segul- band ýmis tímarit, þar á meðal Frétta- bréf Öryrkjabandalagsins. að varð ekki hjá því komist að vinna mín fyrir Hljóðbókagerð yrði nokkuð óregluleg, þar sem inn- lestur bókanna var unninn í sjálfboða- vinnu og lesarar mættu á ýmsum tím- um. Auk þess var ég þeim ókostum búinn að vera hljóðfæraleikari og af- leit blanda af 9 -5 manni og lista- manni. Það var æði erfitt að sameina þessa tvo einstaklinga í einum manni og reyndi oft á þolrifin í yfirmönnum mínum. Einn skildi mig vonum frem- ur, en það var Halldór Rafnar og reyndar Helga Ólafsdóttir, en í henni blundar dulítill bóhem. Einu sinni gekk ég fulllangt: Skömmu fyrir ársbyrjun 1981 var mér boðið til Sví- þjóðar að taka þátt í tónleikum til heiðurs skáldinu Alf Hambe, en hann er með virtustu ljóðskáldum Svía. Ég þekktist boðið og átti reyndar erindi, ætlaði að spila inn á hljómplötu með vinum mínum. Þegar ég fór, sagði ég Helgu að ég yrði líklega eina viku. Móður minni trúði ég fyrir því að sennilega yrði ég eitthvað lengur og hún sagðist allt að einu ekkert hafa búist við mér næstu árin. Þegar ég hafði dvalið viku í Svíþjóð, hringdi ég heim, en þá var oft mjög erfitt að ná símsambandi til íslands. Ég bað um að því yrði skilað að ég yrði tæpan mánuð í burtu. Þegar ég svo mætti til vinnu aftur og lét eins og ekkert væri, þá sprakk allt í loft upp. Ég var tekinn á beinið hjá borgarbókaverði og nán- ast rekinn, en hélt þó starfinu með naumindum. in merkasta nýjungin var þegar fyrsta blindraleturstölvan kom til landsins, en dótturfyrirtæki Sambands íslenskra samvinnufélaga í Bandaríkj- unum gaf blindraleturstölvu til lands- ins og hafði Guðjón B. Ólafsson for- göngu um það. Þetta var bylting og lenti það aðallega á Arnþóri að koma tauti við tölvuna. Fjölskylda okkar keypti svo aðra tölvu svo að nú voru þær tvær og Arnþór notaði hana til þess að skrifa inn á bækur með blindraletri. Keyptur var lítill blindra- letursprentari, rafknúinn og í septem- ber 1984 tókst að tengj a hann við tölv- una og prenta blindraletur með staf- rænumhætti. Rósa Guðmundsdóttir, sem var um árabil formaður Blindra- félagsins hafði unnið síðustu árin á Blindrabókasafninu og kom þangað í upphafi semsjálfboðaliði. Aðurhafði hún unnið við að skrifa bækur á blindraletri, en fyrir tíma tölvanna voru bækurnar lesnar inn á segulband og Rósa skrifaði eftir bandinu. Þetta þurfti mikillar nákvæmni við, þar sem nær ómögulegt var að leiðrétta villur, sem slæddust inn. Hún Rósa háði dauðastríð sitt á Landakoti. Arnþórnáði að heimsækja hana og segja henni tíðindin. Rósa sagði: “Þið eruð hetjur”. Það voru kveðjuorð þeirrar mætu konu til okkar á Blindra- bókasafninu og í Blindrafélaginu. Fljótlega fórum við að huga að frekari tölvu- væðingu á Blindrabóka- safninu. Fyrir fé, sem safnaðist við útgáfu á hljómplötu 1985 og fyrir dyggan stuðning margra aðila, náðist að kaupa tölvustýrðan blindraleturs- prentara. Auk þess var hægt að endur- nýja að miklu leyti tækjakost tækni- deildar bókasafnsins. Hilmar Skarp- héðinsson rafmagnsverkfræðingur skrifaði forrit sem breytti venjulegu letri yfir í blindraletur. rið 1988 ákvað svo Blindra- félagið að setja aftur á stofn Hljóðbókagerðina og var ég fenginn til þess að hrinda því verki af stað og þar hef ég verið síðan. Hljóðbóka- gerðin er nú orðið stærsta fjölföldun- arfyrirtæki landsins og vinnur að margvíslegum verkefnum, þar á meðal eru allar hljóðbækur á vegum Blindrafélagsins hljóðritaðar þar. Keyptur var vandaður upptökubúnað- ur og gáfu ýmsir fé til tækjakaupanna. Öryrkjabandalagið veitti veglegan styrk í upphafi. Stafræn upptökutæki hafa verið notuð nær frá upphafi. Á seinni árum hefur verksvið mitt aukist til muna. Ég átti þess kost að fá að hrinda af stað útgáfu dagblaða í rafrænu formi og hefur Morgunblaðið verið sent sjónskertum tölvunotend- um í gegnum síma, nú í tvö ár. Með tilkomu tölvanna og ýmissa hjálpar- tækja þeim tengdum er orðið mun auðveldara að lesa bækur og blöð með tölvu en að láta lesa inn á segulband. Þá hef ég átt þess kost að fylgjast með nýjungum í gerð hljóðbóka. Nú líður senn að því að snældan verði liðin tíð og allar hljóðbækur komnar á ein- hvers konar geisladiska. Með árunum hefur viðhorf mitt til hljóðbóka breyst. Mér finnst að allir, hvort þeir eru lítt eða fullsjáandi eigi að geta átt aðgang að þeim. Með ár num verður safn hljóðbóka hluti almenningsbóka- safna. Gísli Helgason FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 41

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.