Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Side 49

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Side 49
Ferðalög fyrir alla Dagana 8. og 9. nóv. var haldin hin ágætasta og fróðlegasta ráðstefna sem bar yfirskrift- ina: Ferðalög fyrir aila. Það voru Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Islands sem stóðu fyrir ráðstefnuhaldinu, en sá afbragsmaður Helgi Hróðmarsson, starfsmaður sam- vinnunefndar samtak- anna, mun hafa borið hitann og þungann af undirbúningi öllum. Evrópusambandið veitti myndarlegan styrk til ráðstefnu- haldsins, en tilskilið var að gestafyrir- lesarar frá löndum Evrópusambandsins yrðu tilkallaðir og voru þrír erlendir fyr- irlesarar á ráðstefn- unni. Els de Vries frá Mobility Intemational talaði um ferðalög fyrir alla í Evrópu, Poul Erik Fink frá Egmont Höjskolen í Danmörku talaði bæði um háskólann sinn (lýðháskólann) og svo skipulagn- ingu ferða fyrir blandaða hópa sem innihalda hjólastólanotendur og Jackie Scott frá Can be done í Eng- landi flutti tölu sem hún nefndi: “Fötl- uð ferðamennska”. Voru erindi þeirra skýr og skipuleg. Ráðstefnan hófst á föstudagsmorgni með ávarpi Ólafar Ríkarðsdóttur form. ÖBI og lauk um hádegi á laugardag með samantekt og slitum hjá Guðmundi Ragnarssyni, form. Þroskahjálpar. Fundarstjórar voru þau Guðmundur Magnússon leikari og forstöðumaður og Hildur Davíðsdóttir starfsmaður Áss og stjórnuðu af festu og skörungsskap. Hér skal aðeins gerð grein fyrir heitum erinda þeirra innfæddu, en öll voru þau fróðleg vel og færðu ráðstefnugestum heim sanninn um hve margt er enn ógert í þessum efn- um. Tekur það jafnt til aðgengis al- mennt fyrir hreyfihamlaða, þroska- hefta, blinda og sjónskerta, heyrnar- lausa og heyrnarskerta og fleiri hópa með sértækar þarfir svo og til við- horfsins í samfélaginu sem og mögu- leikanna til slíkra ferðalaga fyrir alla. Eitt þó alveg dagljóst og það er að hvaðeina sem gert er í aðgengismál- um kemur til með að nýtast fjöldan- um. Ágætt ávarp flutti frá samgöngu- ráðuneytinu Ármann K. Ólafsson, aðstoðarmaður ráðherra og ánægju- legt til þess að vita að þar á bæ er ákveðinn áhugi fyrir framgangi þess- ara mála. Ingólfur H. Ingólfsson fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar flutti erindi er hann nefndi: Fatlaðir ferðamenn, vannýttur ferðamarkaður þar sem hann lagði áherzlu á að ferðamála- aðilar gerðu sér grein fyrir þýðingu þessa fólks og arðgæfni þess. Anna Margrét Guðjónsdóttir, ferðamálafull- trúi Reykjavíkurborgar og Guðrún Jónsdóttir, arkitekt töluðu um Reykja- vík - áfangastað án hindrana og að- gengismál fatlaðs fólks í Reykjavík, en sem kunnugt er, er Reykjavíkur- borg að gera mjög verulegt átak í aðgengismálum og ver til þess all- miklu fé. rnþór Helgason fv. form. Öryrkjabandalags Islands flutti hressilegt innlegg sem hann nefndi: Nautnin að ferðast en Arnþór er mikill og víðförull ferðamaður. Áherzla hans var á það að menn nytu sem bezt sam- vista við náttúruna í kyrrð og næði. Kristín Sif Sigurðardóttir frá Sam- vinnuferðum - Landsýn flutti erindið: Þjónusta við fatlaða ferðamenn á Islandi og kom víða við bæði frá sjónarhóli ferðaskrifstofa sem þeirra er þjónustu veittu almennt. Paul Richardson hjá Ferðaþjónustu bænda ræddi skýrlega um aðgengi fyrir fatlað fólk á ferðaþjónustubæjum sem hann sagði víðast ábótavant, en fáeinir bæir á landinu skæru sig þó úr, 3 með fullkomið aðgengi. Reynir Pétur Ingvars- son Sólheimum flutti bráðskemmtilega frá- sögn af ferðum sínum erlendis við glaðværar og góðar undirtektir. Það er vandi að ferðast í henni veröld nefndist svo erindi Sigurðar Björnssonar launafull- trúa hjá Sjálfsbjörg, en það erindi verður í heild birt í blaðinu á nýju ári. Steinn Lárus- son hjá Flugleiðum talaði um: Flutninga, framtíðarsýn og fór yfir stöðu mála yfirleitt svo og atriði brýn til úrbóta. Sólveig Theodórsdóttir þroskaþjálfi og fararstjóri sagði afar skemmtilega frá samnorrænni sumardvöl þar sem glatt er á hjalla og góð stemming. Hörður Gíslason skrifstofustjóri hjá SVR var með erindi: Aðgengi að strætis- vögnum og kvað það vera á batavegi svo og aðstöðuna á biðstöðum. Pallborðsumræður voru þrisvar og bar þar margt á góma og voru ráðstefnugestir hinir ötulustu að koma með innskot og athugasemdir og bera fram fyrirspurnir. Umræðunum stjórnuðu Helgi Seljan, Kristján Sigurmundsson starfsmannastjóri og dr. Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðla- fræðingur en umræður á hennar veg- um fóru fram á ensku einnig með virkri þátttöku erlendu gestanna. Ráðstefnan þótti takast hið bezta og var allfjölsótt - um 90 manns þegar flest var. Ekki sízt var það álit manna, byggt á máli margra fyrirlesara utan þessa geira, að ráðstefnan hefði við mörgum þeim hreyft sem svo sannar- lega þyrftu á að halda. Þá var ekki til einskis erjað. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 49

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.