Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Side 53

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Side 53
U M JOL í heiðum bjarma vitjar minning mín frá morgni lífsins tendrast geislasýn um barnsins jól með bjartan Ijóma sinn sem bera Ijós í gamalt hjarta inn. Þar kærust móðir las um lífsins mátt um lausnarann, um kærleik, frið og sátt. Við leggja ættum í guðs mildu mund allt mannlegt ráð og treysta hverja stund. Og góður faðir Ijúfan boðskap las um Ijós á himnum, boð um Messías. Þá lítill drengur fögnuð sálar fann og fegurst heit í trú og kærleik vann. En jólin ennþá láta yndi í té með undraskin, þá verður stormahlé. í hljóði bið ég guð að gefa mér þá gullnu bernskutrú sem dýrust er. H.S. Fræðslurit Geð- verndarfélagsins Geðverndarfélag Islands er með hina ágætustu fræðsluritaút- gáfu, sem sannarlega er mjög virðing- arvert. Nýlega eru komin út tvö slík undir kjörorðunum: Ræðum geðsjúk- dóma, þekking hjálpar. Annað tveggja þessara fræðslurita ber nafnið: Arátta og þráhyggja, en hitt: Kvíðaköst. Aðeins skal í örfáum orðum að efni vikið, en framsetning öll afar ljós og skýr svo og uppsetning öll. Talið er að um 5000 íslendingar þjáist af þrá- hyggju og áráttu og í ritinu þar um er glögglega lýst hvernig árátta og þrá- hyggja lýsa sér, hverjar eru helztu orsakir og hvernig unnt reynist að hjálpa til gegn þessum kvillum og hvernig við getum hjálpað þeim sem þannig þjást. M. a. er þarna vikið að því hvaða þráhyggjuhugsanir séu al- gengastar s.s. hugsanir um smit og óhreinindi, reglu og skipulag og kyn- ferðislegar hugsanir og í framhaldi af því hvaða áráttuhegðun er svo algeng- ust. Möguleiki er talinn á því að þrá- hyggja og árátta geti gengið í arf. Afleiðing þessa verður oft þunglyndi. Arangur meðferðar - lyf - þjálfun - er oft ágætur. Ráðleggingar eru svo til þeirra sem af þjást og þeirra sem næstir standa. ✓ fræðsluritinu um kvíðaköst er leitað svara við spurningum um hvað sé að gerast í raun þegar menn fá kvíðakast. Kvíðasjúkdómur þessi er nefndur felmtursröskun sem er að fá endurtekin kvíðaköst og vera með viðvarandi ótta við að fá slíkt kast. Greint er frá 13 einkennum sem fram geta komið við felmtursröskun og í kvíðakasti koma a.m.k. fjögur þeirra fram, allt frá skjálfta, dofa og óraun- veruleikakennd yfir í mæði eða köfn- unartilfinningu eða þá hræðslu við að missa stjóm á sér eða brjálast. Fælni er svo skipt í þrjá flokka: einföld fælni, félagsfælni og víðáttufælni. Fælni er oft langvarandi og getur valdið verulegri vanlíðan eða fötlun. Ekki er vitað um orsakir með neinni vissu, tilhneiging lfklegameðfædd og arfgeng. Sex af hundraði hafa haft víðáttufælni, þrír af hundraði verið félagsfælnir og um tveir af hundraði með felmtursröskun. Kvíðasjúkdómar eru algengari rneðal kvenna. Við felmtursröskun og fælni er unnt að beita bæði lyfjameðferð svo og sál- fræðilegri meðferð með góðum árangri. Alltaf tekst að bæta líðan mikið og draga mjög úr þeirri hömlun sem sjúkdómurinn hefur valdið. Ut- gáfa þessara rita var styrkt af Öryrkja- bandalaginu og má vissulega segja að þarna sé fé vel varið. H.S. Gullna hliðið Halaleikhópurinn er sem fyrr stórtækur til verka og að þessu sinni var það sjálft Gullna hliðið hans Davíðs Stefánssonar sem frumsýnt var 16. nóvember sl. Er þar skemmst að segja að leikhópurinn stóð sig með stakri prýði, fór hreinlega á kostum og mál margra að þetta hafi verið jafnbezta sýning hópsins og hefur þó jafnan vel tekizt. Árni Salómonsson vann hreinan leiksigur sem óvinurinn og allir aðrir skiluðu sínu ágæta vel. Nánari frásögn bíður næsta blaðs. Til hamingju Halafólk. H.S. Upplýsingarit • • Oryrkjabanda- lagsins Oryrkjabandalag Islands hefur gefið út í handhægu broti upplýsingarit afar smekklegt og vel unnið. Þarnaeraðfinnaíknöppuen ljósu máli góðan fróðleik um banda- lagið sjálft, Hússjóð Öryrkjabanda- lagsins, Vinnustaði Öryrkjabanda- lagsins, Starfsþjálfun fatlaðra, Tölvu- miðstöð fatlaðra og síðan þau 22 félög bandalagsins sem þá voru. Þarna geta menn bæði lesið sér til um meginatriði í stefnu sem starfsemi svo og er vísað til vegar um leið hvar frekari upplýsinga skuli leitað. Ætl- unin er að útdráttur þessa rits verði gefinn út á dönsku og ensku en bráð- nauðsynlegt er fyrir bandalagið að eiga slíkar upplýsingar til að láta þá fjölmörgu hafa er eftir leita. Upplýsingaritið er 32 bls. Umsjón með útgáfu þess var í höndum formanns og framkvæmda- stjóra svo og Einars Arnar Stef- ánssonar. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKIABANDALAGSINS 53

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.