Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 3
Halldór Gunnarsson, formaður Svæðisráðs fatlaðra í Reykjavík: YFIRFÆRSLAN, GRÁA HÆTTAN OG RÉTTINDIN Framundan er yfirfærsla á málaflokki fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Undirbúningur er formlega hafinn með skipun í nefndir sem hver um sig tekur á til- teknum málum: Laganefnd sem fær það margslungna hlutverk að fella núgildandi sérlög um málefni fatl- aðra að hinum al- mennu lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, út- tektarhópur sem kannar umfang málaflokksins, kostnaðarnefnd, sem leggur mat á fjárþörfina og hópur sem skoðar starfsmannamálin. Síðan starfa landshlutanefndir sem fara ofan í saumana á málaflokknum hver á sínu svæði og gera tillögur um útfærslu þjónustunnar. Yfir og allt um kring vakir síðan verkefnastjórnin skipuð fulltrúum félagsmálaráðherra, fjár- málaráðherra og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Fulltrúar hagsmunasamtaka eiga fulltrúa í laganefnd og út- tektarhópi. í landshlutanefndum er m.a. einn fulltrúi frá viðkomandi svæðisráði. Hagsmunasamtökin beindu þeim tilmælum til félagsmála- ráðuneytis að þar yrði valinn annar tveggja fulltrúa hagsmunasamtakanna í ráðinu. Ráðuneytið kom þessari ósk áleiðis til þeirra sem skipa skyldu í nefndirnar. Við því var orðið - nema með þremur dapurlegum undantekn- ingum; á Suðurlandi, á Vesturlandi og Vestfjörðum. Eðlilegt er að spyrja hvort þarna hafi verið sleginn tónninn um það sem koma skal. Oneitanlega vekja við- brögðin við þessari sjálfsögðu ósk upp efasemdir um gæfuleg viðhorf til þeirra sem njóta eiga þjónustunnar í framtíðinni. Raunar er þetta til skammar, háborinnar skammar. Ótímabundin frestun Ljóst er að undirbúningur yfir- færslunnar er mislangt á veg kominn, en vanda þarf mjög til hans á öllum sviðum. í því ljósi hefur félagsmála- ráðherra afráðið að víkja frá upphaf- legri áætlun sem var að breytingin ætti sér stað 1. janúar 1999, og fresta yfir- færslunni ótímabundið. Með hliðsjón af “íslendingseðlinu” er hætt við því, að lengri frestur en til 1. janúar árið 2000 verði aðeins til þess að menn fresti undirbúningsvinnunni sem þeim tíma nemur. Vonandi bera alþingis- menn gæfu til að átta sig á því, þegar þeir gera breytingar á núgildandi lögum. Og þá er einnig tækifæri til að gera breytingar á lögunum sem varða þá þætti sem hafa mjög komið upp í umræðunni um framtíðarskipan málaflokksins í ljósi yfirfærslunnar. Slíkar breytingar myndu án vafa einfalda þá vinnu sem framundan er. Að því skal nú vikið. Lög um sum málefni fatlaðra Núgildandi lög eru í raun lög um sum málefni fatlaðra, eða kannski lög um málefni sumra fatlaðra. Fjölmarg- ir fatlaðir einstaklingar njóta þjónustu af hálfu hins opinbera sem ekki heyrir undir svokölluð lög um málefni fatl- aðra. Skýrt dæmi um þetta er rekstur Sjálfsbjargar. Af sögulegum ástæð- um, sem ekki verða raktar hér, heyrir búsetuþjónusta samtakanna undir heilbrigðisráðuneytið þótt sú þjónusta sé í eðli sínu sú sama sem veitt er af svæðisskrifstofum og öðrum er heyra undir félagsmálaráðuneytið. A und- anförnum árum hefur Sjálfsbjörg beð- ið um flutning á milli ráðuneyta og erindi þeirra ætíð verið hafnað. A Kópavogshæli er talsverður fjöldi ein- staklinga sem ekki njóta réttinda samkvæmt lögum um málefni fatlaðra og njóta ekki lágmarksmannréttinda afþessumsökum. Nefna má sambýli sem geðdeildir ríkisspítala hafa af góðum hug og brýnni nauðsyn komið á fót og reka í samvinnu við Félags- málastofnun, en liggja stjórnsýslulega á einskis manns landi. Telja má upp fleiri hliðstæð dæmi. Gráa hættan I málaflokknum eru mörg “grá” SJÁ NÆSTU SÍÐU Þau kveiktu jólaljósin í Hólminum. Sjá bls. 38. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.