Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 31

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 31
Brúðan, búktalarinn og umboðsmaðurinn. Búktalari Halaleikhópsins að mun varla hafa framhjá lesendum Fréttabréfsins farið að Halaleikhópurinn hressi og djarfí átti fimm ára afmæli á síðast- liðnu ári og hélt hátíð nokkra af því tilefni þá. Hin ágætasta afmælissýning hóps- ins var hins vegar nú í ársbyrjun og þá sýnt bráðskemmtilegt og umhugs- unarvert leikverk - nýtt af nálinni - eftir Þorstein Guðmundsson, sem sjálfur leikstýrði verkinu. Þorsteinn hefur verið ötull í starfi sínu með og fyrir Halaleikhópinn en hann leik- stýrði bæði Tuskildingsóperunni eftir Brecht og Aurasálinni eftir Moliére. Búktalarinn heitir þetta nýja verk og sýnir okkur inn í líf skemmtikrafta á bak við tjöldin, bæði á harmrænan og skemmtilegan hátt, lýsir vel þeirri spennu sem ríkir við þessar aðstæður, metorðagirnd, metnaði og metingi ekki síður. Það er búktalari kominn á efri ár sem er í raun sögumaður, sá sem horf- ir til baka um allmörg ár, rifjar upp og reynir að muna. A skemmti- staðnum skiptast á skin og skúrir, per- sónusköpun er glögg og skýr og sýnt inn í hugarheim þeirra sem allt sitt eiga undir því að atriði þeirra heppn- ist, njóti náðar áhorfenda. Verulega góð skemmtun er að orðræðum ýms- um, hnyttnin góð blandast alvörunni sem þrátt fyrir allt er bakgrunnur Búk- talarans. Glaður hlátur gesta ómaði oft á sýningunni. að er því líkast sem þeir halar eflist að atgervi og krafti við hvert nýtt verk og hiklaust er þetta jafnbesta sýning þeirra, þó vissulega hafi oft verið vel gert áður. Leikendur skiluðu allir sínu með ágætum, samleikur þeirra hnökralaus, textaframburður afar skýr og leikræn tilþrif ljómuðu um sviðið. Mér þótti þessi leiksýning hin besta skemmtan um leið og það vakti mig til umhugs- unar um hörkuna og spennuna, óviss- una og óttann sem öllu þessu er sam- fara, því skemmtanageirinn er harður vægast sagt og engum vægt sem undir verður. Hljómmikil og tilbrigðarík rödd Guðmundar Magnússonar naut sín einkar vel í búktalaranum, komnum á efri ár, sömuleiðis var Guðjón Sig- mundsson sannfærandi mjög í búktal- aranum á yngri árum og samleikur þeirra innilegur og ágætlega útfærður. Arni Salómonsson fór á kostum sem Valdi hvalur, umboðsmaðurinn sem einskis svífst og alltaf er undir áhrifum yfir í það að vera ofurölvi, allt þetta túlkaði Arni ágæta vel. Guðrún Jóhanna Olafsdóttir skil- aði sínu verki afar skýrt og vel, kald- lyndu kæruleysi með ívafi viðkvæmni undir niðri, áheyrileg og afgerandi mjög. Jón Eiríksson sem Halldór töfra- maður var einkar góður í allri túlkun sinni, allt frá slægð og ákveðn- um hroka yfir í örvæntinguna, afar vönduð útfærsla á vandasömu hlut- verki. Fimleikafólkinu Selmu og Sævari, þeirra Kolbrúnar Daggar Kristjánsdóttur og Jóns Þórs, var ágætlega og eðlilega skilað, ekki síst í fortölum þeirra hvors við annað um ágæti hins. Hressileg var Herdís frá Kárastöð- um í meðförum Þóru Sverrisdóttur, vandræðagangi hennar vel lýst. Þá var augljós aðdáun Bárðar á töfra- manninum Halldóri, en Bárð lék Kristinn Guðmundsson. Leikgleðin fór ekki framhjá nein- um og þegar hún fer saman við hæfi- leika góða þarf ekki að kvíða árangr- inum, enda var heildarmynd þessarar sýningar ljómandi skemmtileg og þakklátir áhorfendur guldu leikend- um, leikstjóra, höfundi og öðrum sem að sýningunni komu góða þökk fyrir með langvinnu lófataki. Halaleikhópurinn hefur enn einu sinni sýnt hvers hann er megnugur, hann er á hraðri þroskabraut og að honum fengur í leiklistarlífi okkar. Héðan eru þeim sendar hlýjar kveðjur með fyrirheitum urn áfram- haldandi stuðning Öryrkjabanda- lagsins við ágætt starf. Helgi Seljan FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 31

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.