Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 9
Jónína með Sigurði bflstjóra.
tækjabúnað - sjá um að
starfsfólkið haldi sér við í
starfi, kynni sér allar nýj-
ungar. Nú þarf ekki lengur
að senda fólk erlendis,
námskeiðin eru flest á veg-
um Endurmenntunardeild-
ar Háskólans. Ég er lrka
alltaf með nokkra sjúklinga
í þjálfun og vinn töluvert
með hópa. En aðstaðan er
góð, húsið þægilegt og gott
starfsfólk. Hér vinna tæp-
lega 40 manns, að mestu
sama starfsfólk um árabil,
sem segir sína sögu. Gott
að vinna með góðu starfs-
fólki.”
Nú er mikið af foreldr-
um sem fylgja börnunum
sínum til ykkar og bíða eftir
þeim, taka jafnvel þátt í
þjálfun yngri barnanna.
Þessir foreldrar hljóta að
þurfa á styrkingu að halda.
Fer ekki töluverður tími í að
tala við þá?
“Hvorki sálfræðingar né
félagsfræðingar vinna hjá
Styrktarfélaginu, þótt oft sé
talað um að þá vanti, því að
það er alltaf sama áfallið
fyrir foreldra að eignast
fatlað barn.
Greiningarstöð ríldsins
gefur svolitla yfirsýn
í upphafi, en þar er aðeins
skammtímastopp. Síðan
hefst erfið ganga á milli
lækna, sálfræðinga og
sjúkraþjálfara, sem eru
kannski sitt í hvorum bæj-
arhluta. Foreldrum er gert
mjög erfitt fyrir. A síðustu
2-3 árum hefur maður heyrt
það sem heyrðist ekki áður
- að foreldrar eigi erfiðara
með að taka sér frí í vinn-
unni til að fylgja börnum
sínum til þjálfunar. Sú
staða er komin upp, að fólk
veigrar sér við að láta sig
vanta, alltaf er hægt að fá
nóg af fólki!”
Greinilega er ýmislegt
sem betur má fara í heil-
brigðisþjónustunni, eins og
Jónína kom að áður. En hér
eru ekki aðeins börn í
þjálfun, líka margir full-
orðnir.
“Áður snerist sjúkra-
þjálfun hjá Styrktarfélaginu
nær eingöngu um börn, en
nú er stór hluti sjúklinga
eldra fólk. Ég byrjaði að
þjálfa börn og ungt fólk, en
er farin að snúa mér að
öldruðum. Fyrir 5-6 árum
stofnuðu nokkrir sjúkra-
þjálfarar faghóp fyrir öldr-
unarsjúkraþjálfara. Ég
fylgi þeim faghóp, kannski
af því ég er að farin að eld-
ast,” segir Jónína hlæjandi,
“börnin sem ég þjálfaði í
upphafi er orðið fullorðið
fólk, sem er að snúa til mín
aftur.
Til skamms tíma var
haldið að lömunarveiki-
sjúklingar veiktust aðeins
einu sinni. Þeir gætu náð
upp ákveðinni færni með
markvissri þjálfun og hald-
ið henni síðan. Annað hef-
ur komið í ljós á síðari
árum. í raun virðist sem
sjúkdómsferlinum hafi
aldrei lokið.”
Jónína nefnir tvö dæmi:
Kona sem lamaðist illa ung,
hafði náð sér vel á strik og
byrjað í Háskólanum, en
hefur ekki treyst sér til að
ljúka nárninu sakir síþreytu.
Fatlaður leigubílstjóri, sem
hefur bjargað sér mjög vel
með fjölskyldu og börn, er
nú illa haldinn af síþreytu.
“Allhætt er við að þessir
sjúklingar knýi líkama sinn
yfir eðlileg
mörk, þann-
ig að álag
verði of
mikið og sí-
þreyta fylgi í
kjölfarið.
Fatlaðir geta
verið svo
ó t r ú 1 e g a
harðir af sér.
Þetta er þó
engan veg-
inn einhlítt
svar, þar
sem miklar
rannsóknir
standa nú yfir á eftirköstum
lömunarveikinnar.
✓
Idag þjálfum við alla
sem leita til okkar.
Töluvert er um Parkinson-
og heilablóðfallssjúklinga.
Mjög mikilvægt er að
viðhalda hreyfigetu þessa
fólks, annars er hætt við að
það stirðni í ákveðnum
hreyfingum og fái kreppur
í hné, axlir o.fl. Fyrir
nokkrum árum var talið að
ekkert gæti snúið öldrun
við, en nú er sannað að
markviss þjálfun getur
aðstoðað aldraða við að
halda hreyfigetunni.”
Hvað finnst þér hafa
tekist best í starfi, af hverju
ertu stoltust?
“Ég hef verið ótrúlega
heppin að fara þessa leið.
Ég var mjög stolt þegar við
opnuðum nýju sundlaugina
fyrirári síðan. Endurnýjun
gömlu laugarinnar hefur
verið á dagskrá í 10-15 ár,
stórt baráttumál sem ég hef
beitt mér fyrir.
Nú er kominn tími til að
fara bráðum að hætta eftir
fjörutíu ára starf.
Kannski er aldurinn líka
farinn að segja til sín!”
Unga konan sem situr fyrir
framan mig er að verða 65
ára.
“Ég hef aldrei reynt að
vera yngri en ég er. Segi
bara eins og níræða konan
íútvarpinuumdaginn: “Ég
hef ekkert verið að hugsa
um aldur. Ég hef bara
lifað!“ Ég ætlaði að hætta
’61, þegar sonur minn
fæddist, en alltaf vantaði
fólk, það var svo mikill
skortur á sjúkraþjálfurum.
Nú er mikil ásókn í
sjúkraþjálfaraskólann, sem
útskrifar aðeins 18 nem-
endur árlega.”
Breytingar í því eins og
öðru. Það sem þótti
sérstakt, þegar Jónína var
ung - að hún skyldi hafa
próf í tveimur starfsgrein-
um - er algengt í dag: Nú
hafa margir sjúkraþjálfarar
starfsmenntun á fleiri en
einu sviði.
“Ég vil að yngra fólkið
fari að taka við,” segir
Jónína sem er að draga sig
út úr öllum nefndum, en á
enn sæti í framkvæmda-
ráði.
Hverju viltu spá um
framtíðina?
“Uppistaða Styrktar-
félagsins er þessi endur-
hæfingarstöð og starfsemin
í Reykjadal. Áður var
læknir í fullu starfi við
endurhæfingarstöðina. Nú
er Haukur Þórðarson aðeins
í hlutastarfi sem yfirlæknir.
Einkavæðing er mikil hjá
öllum starfsstéttum, en ég
held að sjúkra- og iðju-
þjálfun, eins og hún hefur
verið hjá Styrktarfélaginu,
eigi rétt á sér og muni
haldast í næstu framtíð.
Það hefur sýnt sig að mikil
þörf er fyrir þessa starf-
semi.”
Konan sem lítur yfir 40
ára starfssvið er þakklát -
fyrir að hafa fengið að vera
höndina á púlsinum í allri
þessari framþróun - fyrir
gæfuríkt starf.
“Ánægjulegt að sjá, hve
miklu meira tillit er tekið til
fatlaðra. Réttur hvers
einstaklings til að lifa lífinu
er meiri.”
Oddný Sv. Björgvins.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
9