Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 5

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 5
ANDLIT S TYRKTARFÉLA GSINS Jónína styður hendi á tölvuskjá, fyrstu tölvuvæðingu Styrktarfélagsins. Hún hefur lifað tímana tvenna. Einstaka maður ber gæfu til að gefa það mikið afsér í starfi, að hann verði órjúfanlegur hluti þess. Jónína Guðmundsdóttir er ein slík. Nafn hennar kemur alltaf upp í tengslum við Styrktaifélag lamaðra og fatlaðra, enda konan búin að vera forstöðukona félagsins frá stofnun þess - ífjóra áratugi. Lömunarveiku börnin sem hófu þjálfun hjá henni fyrir fjörutíu árum, nú fólk á miðjum aldri, minnist hennar með þakklœti og hlýhug. Framsýni Jónínu að afla sér aukinnar starfsmenntunar fyrir 45 árum var gœfuspor. Að loknu íþróttakennaraprófi frá Laugarvatni árið 1951, sœkir hún sér menntun til Noregs og snýr til baka sem ein af fyrstu menntuðu sjúkraþjálfurum á Islandi. Ari síðar blossar upp alvarlegasti lömunarveikifaraldur á lslandi. Ungi sjúkraþjálfarinn hellir sér út í starfið og er beðin að veita forstöðu nýrri endurhœfingarstöð fyrir fjöldann sem þarfnaðist þjálfunar. Nú, rúmum fjörutíu árum síðar, erJónína enn íforystu. Fáir hafa eins vítt sjónarsvið og hún yfir þœr miklu breytingar, sem orðið hafa á aðstöðufatlaðra. Jónína mætir okkur á heimavelli, í hlýlegu einbýlishúsi í Fossvog- inum. Hávaxnar furur og aspir blasa við úr stofu- glugga. Hér var gróðursett samtímis því að þjálfa upp lömunarveik börn. Allt heimilið ber vott um þá natni og alúð, sem hús- móðirin sýnist svo ríkulega gædd. “Hvað hef ég að segja?” spyr þessi hógværa kona, sem finnst hún hafi aðeins gengið að starfi eins og hver annar. “Ég var heppin að fara þessa leið og gaman að hafa verið með í þessu öllu. Ótrúlega margt hefur unnist á þessum árum.” Mörgum reynist erfitt að finna hlutverk sitt í lífinu. Jónína rataði greinilega rétta leið. - Hvernig stóð á því að þú fórst í sjúkra- þjálfun? “Eitt leiddi af öðru. Upphafið má rekja til æsku- áranna í Hafnarfirði. Við vorum fjögur syst- kinin og mikið í íþróttum, tvö í Haukum, tvö í FH. Umræðurnar voru oft býsna heitar!” Jónína bros- ir. Leiðin lá því beint í Iþróttakennaraskólann á Laugarvatni. Þaðan lauk Jónína prófi árið ’51. Einhver stúlkan hefði látið sér nægja íþróttakennara- próf á þessum árum, þegar sérmenntun kvenna var fátíð - ekki Jónína. “Hvemig sem á því stóð, fannst mér íþróttakennslan ekki eiga við mig, hugur- inn fór að beinast að sjúkra- leikfimi,” segir Jónína. “Ég ræddi þetta við Þorstein Einarsson íþróttafulltrúa ríkisins, sem benti mér á sjúkraþjálfaraskóla í Nor- egi - og sótti um skólavist fyrir mig. “Þú verður bara kölluð nuddkona, þegar þú kemur heim!” sögðu vinir mínir og gerðu grín að þessu.” Nafn Jónínu er svo fast- skorðað við sjúkraþjálfun hjá Styrktarfélaginu, að það hljómar eflaust undar-lega að hún skuli hafa verið íþróttakennari fyrr á árum í “gaggó vest”. Sundkenn- ari var hún líka eitt sumar á Laugalandi í Eyjafirði, sem reyndist henni örlagarík ákvörðun. “Tveir skólafélagar mínir bjuggu á Akureyri, og vinur þeirra var oft með, þegar við fórum út að skemmta okkur. Tilviljan- irnar í lífinu geta verið und- arlegar. Ég stefndi á skóla- vist í Noregi og átti pantað far með Gullfossi til Kaup- mannahafnar eftir áramótin ’53. Vegna yfirvofandi verkfalls fór skipið fyrr af stað og sigldi úr leið, vestur og norður fyrir land, stopp- aði á Akureyri, þar sem ég hitti vini mína - og þennan vin þeirra. Eftir leikhúss- ferð þá um kvöldið, vissum við tvö betur hvort af öðru. Já,” segir Jónína brosandi, “skrítið að hugsa sér lífs- hlaupið, ef Gullfoss hefði ekki siglt norður fyrir land!” Akureyringurinn ungi, Gunnar Baldvinsson verk- fræðingur, og sjúkraþjálf- arinn Jónína eru nú búin að vera gift í 42 ár og börnin þeirra tvö löngu flogin úr hreiðrinu. Þórdís er tækni- teiknari, Þór tæknifræð- ingur og barnabörnin eru orðin sex. Starfsþjálfun í lömunarveikifaraldri Störfin biðu ekki bein- línis eftir sjúkraþjálfar- anum unga. Starfssviðið var svo til óþekkt á Islandi, þegar Jónína kom heim frá námi árið 1955. Húnbyrj- aði í litlu herbergi á elli- heimilinu Grund og þangað komu börn sem höfðu fengið lömunarveiki. “Gísli Sigurbjörnsson var framsýnn maður og að mörgu leyti á undan sinni samtíð,” segir Jónína, “á Grund var fyrsti vísirinn að sjúkraþjálfun barna hér á FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 5

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.