Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 8
Stjórn, framkvæmdastjóri og forstöðukona Styrktarfélagsins sumarið 1997. Sundið jaðrar við að vera besta þjálfunin, ekki að einhver syndi 200 m, en vatnið myndar svo góða mótstöðu að flestir geta lært að láta sig fljóta og nýtt sér það sem þeir hafa.” Jónína vann í Danmörku á meðan maður hennar var í námi, og segir Dani nota vatnið mikið í sjúkra- þjálfun. “Þar kynntist ég þjálfun fyrir fatlaða á hestbaki, sem styrkir jafnvægið. Spasmi virðist líka minnka við mjúkar, jafnar hreyfingar hestsins. Við höfum leigt hesta fyrir börn í Reykjadal, en það mætti örugglega vinna miklu meira með sjúkra- þjálfun á hestbaki.” Heilbrigðismálin og framþróun Geysileg breyting er á aðstöðu fatlaðra síðan sjúkraþjálfarinn Jónína hóf störf. “Þá bjó mikið fatlað fólk ekki heima hjá sér, en dvaldi langdvölum á stofn- unum. Nú geta fatlaðir búið heima eða á sambýl- um og lifað miklu ríkara lífi fyrir bragðið. Nú taka flestir skólar við fötluðum börnum, þannig að þau tengjast skólafélögum í sínu hverfi, og stöðugt fleiri sumarbúðir bjóða fötluðum börnum upp á sumardvöl. Iþróttafélag fatlaðra er líka mjög virkt. Þetta er bylt- ing frá því sem var fyrir 10- 15 árum, ég tala ekki um fyrir 30 árum,” segir Jón- ína. Hefur ekki líka orðið bylting í hjálpartækjum? “Vissulega. Hækjur og spelkur eru nú miklu full- komnari, og miklar fram- farir í alls konar þjálfunar- ferli. Mesta byltingin er þó tilkoma rafknúins hjóla- stóls. Fyrir 10-15 árum voru fatlaðir algjörlega háðir öðrum til að komast áfram - ýta stólunum. Með hjálp rafknúna hjólastólsins eru þeir miklu meira sjálf- bjarga. Ef aðgengi fyrir fatlaða væri betra, gætu þeir farið allra sinna ferða. Fyrr á árum var það ekki til, en hefur verulega batnað, þótt enn sé langt í land. Ekki má heldur gleyma tölvunni. Tilkoma hennar gerir mörgum kleift að tjá sig sem áður gátu það ekki. Styrktarfélagið kom upp tölvumiðstöð árið 1985. Nú er tölvan mikið notuð í iðjuþjálfun fyrir börn allt niður í þriggja ára. Sjúkraþjálfun og iðju- þjálfun. - Hvernig skiptast þessi starfssvið? “Þau skarast mjög mik- ið, en segja má að iðjuþjálfi vinni meira með fínhreyf- ingar, sjúki'aþjálfari þjálfi meira upp grófari hreyfing- ar. Sjúkraþjálfarar nota rafmagnstæki til að reyna að minnka verki hjá fólki, sem er ekki á verksviði iðjuþjálfa. Fyrsti iðjuþjálfinn sem Styrktarfélagið fékk til starfa var bandarísk stúlka, sem bjó hér í nokkur ár. Hún var mikið með vefnað og ýmsa föndurvinnu.” Kristín Jónsdóttir minn- ist þessarar iðjuþjálfunar sem krakki. “Biðtíminn eftir að vera keyrður heim, var skemmtilegasti hluti dagsins,” segir hún. “Þá lærði maður að vefa t.d. innkaupanet og búa til tágakörfur.” “Núna leggja iðjuþjálfar meiri áherslu á að hjálpa fólki til sjálfsbjargar í dag- legu lífi”. Iðjuþjálfun er nú kennd á fyrsta ári í Há- skólanum á Akureyri, og í fyrsta skipti eru strákar í sjúkraþjálfaranámi í meiri- hluta. Sjúkraþjálfarar voru eingöngu konur, þegar ég byrjaði. Þessar stéttir eru mjög vel menntaðar hér, eins og allt íslenskt hjúkr- unarfólk miðað við hin Norðurlöndin, enda mjög eftirsótt þar til starfa.” Eru þá heilbrigðismálin í betri farvegi en almenn umræða gefur til kynna? “Eg held að fram- kvæmdir hjá okkur hafi ekki verið réttar. Erum svoddan áhlaupafólk, Islendingar, og berum okk- ur gjarnan saman við millj- ónaþjóðir. En einmitt af því að við erum svona fá, ætt- um við að geta hugsað enn betur um hvem einstakling. Hver heilbrigðisráð- herra situr of stutt í embætti til að geta sett sig nógu vel inn í gang mála. Allir vilja þeir breyta heilmiklu á stuttum stjórnunartíma, en langtímaáætlanir eru affarasælli. I mörg ár hefur vantað að móta heildar- reglur í heilbrigðiskerfinu, gera áætlanir til tíu ára í senn um hvern málaflokk fyrir sig. Nú er búið að flytja stór- an hluta fatlaðra af stofnun- um yfir á sambýli, sem er gott í sjálfu sér, en það hent- ar ekki öllum að búa þann- ig. Sambýli eru vissulega til góðs fyrir fjöldann, en ég álít að við höfum farið of geyst í að ætla okkur að koma öllum á sambýli. Þarna hefði mátt leggja meira í undirbúningsvinnu áður en farið var út í stórar framkvæmdir. Þetta er bara eittlítiðdæmi. Viðverðum að gæta okkar á að eyði- leggja ekki meira en við erum þegar búin að gera.” Forstöðukona í fjóra áratugi í leikfimisal á Háaleitis- brautinni er sjúkraleikfimi eldri sjúklinga í fullum gangi undir eftirliti. Fyrir Parkinson- og eftirlöm- unarveikisjúka getur reynst erfitt að tylla sér á tær. Söngurinn léttir, gamal- kunna göngulagið: “Göng- um, göngum, göngum upp í gilið...” “Reynið ekki of mikið á axlirnar! Passið hnén!” heyrist frá sjúkraþjálfar- anum sem vaktar hverja hreyfingu. Bolti, rimlar og vatn mynda mótstöðu. Augu og vöðvar samhæfast í mýkri hreyfingum. A ganginum sitja nokk- ur börn í hjólastólum, bíða eftir meðferð eða eftir að vera keyrð heim. Mæður sitja með ungbörn í fang- inu. Sjúklingar að koma eðafara. Mikill fólksfjöldi fer um dyr Styrktarfélags- ins. Hvernig er að vera forstöðukona yfir allri þess- ari þjálfun, Jónína? “Mjög erilsamt starf. Hingað koma um 200 manns í þjálfun daglega, svo að yfirferðin er mikil. I starfi forstöðukonu felst að sjá um daglegan rekstur og 8

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.