Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 49
starfsmaður þjálfar viðkomandi,
vinnuveitanda er tryggð 100% mæt-
ing, klúbburinn er þannig ábyrgur að
hann sér til þess að annar komi í stað-
inn, ef einhver veikist.
Rekstur er í höndum styrktarfélags
sem gerir fjárhagsáætlun, heldur utan
um útgjöld. Fjármagn kemur frá
styrktaraðilum. Styrktarfélagið skipa
áhrifafólk í samfélaginu. Forstöðu-
maður ber ábyrgð á starfsemi.
Gýs Geysir? Svo spyr Tómas
Zoéga yfirlæknir í hvatningargrein.
Það þarf að virkja þann kraft sem býr
innra með okkur, segirTómas. Fiann
skorar á atvinnurekendur og forvígis-
menn í einkafyrirtækjum og opinber-
um stofnunum að nýta tækifærið.
Virkjum Geysi og stuðlum að heil-
brigðara og fyllra samfélagi, segir
Tómas Zoéga.
Að lokum eru svo ýtarlegar við-
miðunarreglur um félagsaðild, tengsl
starfsfólks og félaga, rými, dagsskipu-
lag, ráðningar /atvinnu, starfsemi
klúbbsins, fjármögnun, stjórn og
framkvæmd.
Héðan eru sendar hlýjar óskir
þeim Geysismönnum til handa, að
þeim megi fylgja farsæld góð og
atvinnutækifæri sem allra flest.
H.S.
Birgir Stefánsson frá Berunesi við Reyðarfjörð:
FJÖGUR LJÓÐ
Verkaskipting
Geislinn flýr
inn í nóttina
sem breiðir
mjúkan faðminn
og umlykur allt
djúpu myrkri,
en handan við
búa morgunálfar
og teygja lín
mót þerri.
Manstu
Manstu sól í heiði,
móann skipta litum,
græna töðu á túni,
tíbrá yfir blánni?
Manstu í húmi haustsins
hlátra og ærsl í pöldrum,
sindrandi vetrarsnjóinn,
svellið tært í ánni?
Manstu dag við sjóinn,
dundur á hlein og sandi,
skel og fjöl við fjöru
fleytt á lygnum bárum?
Manstu þá hversu hafið
heillandi nið sér átti,
bátur, sem burtu sigldi,
á bylgjunum hvarf í tárum?
Vetur
Fjarri sumarsins suðræna blæ
síðbúinn gróður hylur
voðfelld ábreiðan glerungsglæ,
í geymd sinni neistann dylur.
Hljóðar í gnípum, hriktir í bæ,
er húmdökk nepurðin bylur.
Loft sig vefur að landi og sæ,
er Ijóð sín veturinn þylur.
Gjarna um vökur veðraskil
veturinn klár og þýður
strengi þagnar um stundarbil
strýkur svo kyrr og blíður,
stormanna branda stillir til,
stingur þeim loks í slíður.
Hljóðlega bærist húmsins þil,
handan þess vorið bíður.
Á fjöruhlein
Leikur bára létt við fjöruhleinar,
lóar vart á skerjum fyrir landi.
Skel og bobbi verpast svörtum sandi,
Sindra við geislum hvítir blossasteinar.
Æður og bliki úa á lygnum sundum,
utar mávar hópa sig í geri.
Teygir álku skarfur hátt á skeri,
skjóta kría og tjaldur saman fundum.
Manstu þá gátu hvað er
handan við fjöllin bláu,
til leitar að lífsins hnossi
löngun sterk er vöknuð.
Manstu hve langt er liðið
og leitinni hætt með öllu
sem að endingu eftir skildi
ekkert nema söknuð?
Kyrrðin sérhvern huga hrifið getur,
hæfir leikjum sorfin klöpp og fjara,
dreginn á flot er fúinn viðarraftur.
Fjarri er brimið, sem brotnaði hér í vetur,
í bökkum liggur röst af spreki og þara
og bíður þess, að brimi á flúðum aftur.
Birgir Stefánsson
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
49