Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 21

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 21
TVÆR ÁGÆTAR ATHAFNIR Ritstjóri má til með að geta hér tveggja ánægjulegra athafna sem honum hlotnaðist að vera viðstaddur laust fyrir miðjan febrúar. Þar komu ágæt félög Öryrkjabandalagsins við sögu, við aðra athöfnina beint þar sem var Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra sem bauð til athafnar, hin óbeint þar sem Rauði kross Islands bauð til afmælishátíðar Vinjar, en Geðhjálp og Geðverndarfélagið eiga þar sína skjólstæðinga. Örstutt frásögn fylgir hér. Brjóstmynd af Svavari Pálssyni Föstudaginn 12.febrúar var afhjúpuð brjóstmynd af frumkvöðlinum Svavari Pálssyni í húsakynnum Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að Háaleitisbraut 11- 13 við hátíðlega athöfn en látlausa. Fjöldi góðra gesta var þarna viðstaddur en Sigrún Benediktsdóttir bauð fólk velkomið og að þiggja veitingar góðar sem á borð voru bornar. Þá var haldið í anddyri húsakynna Styrkt- arfélagsins, en þar beið brjóstmyndin afhjúpunar. Þar flutti snjallt ávarp Össur Kristinsson f.h. gefenda myndarinnar, Össurar hf. og Steinars S. Waage hf. Hann sagði að með mynd þessari vildu þeir gefendur heiðra mæta minningu þess manns er var aðalstofnandi Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, hefði kveikt áhuga- eld hjá svo mörgum um að breyta samfélaginu til hags- bóta fyrir fatlaða. Þannig hefði lítill lækur orðið að breiðri elfi. Svavar Pálsson lagði áherslu á almennt bætt mannlíf í landinu með áherslu á málefni fatlaðra. Ahugi hans á hjálpartækjum hefði einstakur verið og hann hefði vakið áhuga þeirra tveggja sem hér að stæðu, Steinars Waage en fyrirtæki hans er nú 40 ára og Össurar Kristinssonar en hans fyrirtæki er nú 27 ára og er einmitt að flytja í nýtt glæsilegt húsnæði. Össur minnti svo á stofnun Styrktarfélagsins, en stofnfélagar voru 25 árið 1952. Svavar var formaður þess félags í 20 ár. Hann kom mjög víða við, var m.a. í stjórn Öryrkjabandalags Islands og í endurhæfingarráði auk sinna meginstarfa og alls konar aukastarfa annarra en Svavar var um árabil forstjóri Sementsverksmiðjunnar, réðist þangað á erfiðleikatímum þess fyrirtækis og vann það upp. Össur bað síðan Svavar Stefánsson, barnabarn Svavars að afhjúpa brjóstmyndina en hana höfðu gert af mikilli prýði Gestur Þorgrímsson og Guðný Magnúsdóttir. Stefán sonur Svavars þakkaði þennan sóma sýndan minningu Svavars f.h. móður sinnar og systkina. Félagið hefði verið snar þáttur í lífi hans og hann fórnað því kröftum sínum ótæpilega. Hann ámaði Styrktar- félagi lamaðra og fatlaðra allra heilla í þjóðþrifastarfi svo og færði hann fram árnaðaróskir til fyrirtækjanna tveggja sem brjóstmyndina gáfu. F.h. Styrktarfélagsins flutti Þórir Þorvarðarson, formaður þess þakkarávarp. Svavar hefði unnið ómet- anlegt brautryðjandastarf fyrir félagið og félaginu mikill fengur að þessari mætu minningargjöf. Styrktarfélagið væri stöðugt að reyna að gera betur í góðri þjónustu sinni við skjólstæðingana. Færði öllu starfsfólki einlægar þakkir. Athöfnin var stutt en einkar ánægjuleg og brjóst- myndin sjálf verulega vel gjörð. Vin 5 ára Fimmtudaginn 12. feb. varopið hús hjá Vin - athvarfi RKÍ fyrir geðfatlaða að Hverfisgötu 47. Þar voru veglegar veitingar á boðstólum en margmenni var og þéttsetinn bekkurinn. Formaður Rauða kross Islands, Anna Þrúður Þorkelsdóttir, flutti hið ágætasta ávarp og lýsti gleði sinni yfir því hve vel hefði til tekist á þessum fimm árum með sívaxandi gestakomum og aukinni starfsemi á ýmsan veg. Amaði starfsfólki sem gestum allra heilla með afmælið og árangursríkt starf þessara ára. Ekki er vitað til að Rauði krossinn reki athvarf sem eingöngu sinnir geðfötluðum annars staðar í heim- inum. Glögg og greinargóð ársskýrsla Vinj ar fyrir árið 1997 kom út um svipað leyti og afmælishátíðin var haldin en með ársskýrslunni höfðu umsjón Guðbjörg Heimisdóttir og Garðar Guðjónsson. Dæmigerður gestur Vinjar er karlmaður, rúmlega fertugur, býr í leiguhúsnæði eða sambýli, fær örorkubætur, engan lífeyrissjóð, verið viðloðandi geðheilbrigðiskerfið í um tvo áratugi. Konum hefur farið fjölgandi eða úr 14% '95 í 34% '97. Starfsmenn eru tjórir auk starfsmanns við ræstingar. tarfsemin er fjölbreytt og er skemmst að minnast myndarlegrar myndlistarsýningar á vori liðins árs. Farið er í bíó, leikhús o.fl. farnar dagsferðir út á land. Matur til reiðu í hádegi. Tómstundanámskeið og líkamsþjálfun stunduð og svo mætti lengi telja. Alls komu 277 einstaklingar í athvarfið í fyrra og gestakomum fjölgaði milli ára um rúmlega eitt þúsund. Fjöldi matargesta nær 3500. Hin fjölsótta afmælishátíð og viðbrögð gesta sýna nauðsyn þessa ágæta athvarfs og af viðræðum við nokkra gesti athvarfsins mátti ráða afar mikla ánægju með þetta hlýja skjól þegar kalt næddi úti sem innra fyrir. Rauði krossinn á einlægar þakkir skildar fyrir framtak sitt, frábært í reynd. Öllum í Vin, starfsliði sem gestum er góðra heilla árnað í framtíðinni. H.S FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 21

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.