Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Qupperneq 42

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Qupperneq 42
Skyggnst um gættir í Gerðubergi Einn fagran föstudag í janúar- mánuði sl. fór ritstjóri til fundar við Guðrúnu Jóns- dóttur í Gerðubergi, en s.s. lesendur ættu að vita þá veitir Guðrún forstöðu félagsstarfi þar og farnast vel að von- um þar sem viðmót allt og umhyggja fyrir öllum er slík að vart verður á betra kosið. Ég sagði að lesendur ættu að vita nokkur deili á Guðrúnu en ritstjóri átti einmitt á sínum tíma viðtal við hana hér í blaðinu. Þar kom fram mjög virðingarvert frumkvæði Guðrúnar í þá veru að heimila yngra fólki en 67 ára aðgang að félagsstarfi, þegar aðstæður og ástæður væru knýjandi. Arangur þessa alls sá að nú er almenn heimild í gildi hjá félagsmiðstöðvum borgarinnar til að veita undanþágu fyrir yngra fólk, enda séu aðstæður fyrir hendi sem réttlæti slíkt. Ekki veit ritstjóri hversu þetta hefur verið nýtt t.d. af fötluðum en veit að þessu er ágætavel sinnt af Guðrúnu í Gerðu- bergi. Guðrún segir hins vegar nú að það sé að verða sú breyting á félags- starfinu hjá henni að það muni nú verða undir stjórn Menningarmið- stöðvarinnar í Gerðubergi og for- stöðumanns hennar en engin eðlis- breyting verður hins vegar á félags- starfinu, innihaldi þess eða umfangi. Við sögðum á sínum tíma frá ágætu starfi og sam- starfi um leið milli Gerðubergs og Folda- bæjar, sem er heimili Alsheimersjúkra og það er áfram í fullum gangi og ritstjóri sá bréf frá núv. og fyrrv. forstöðumönnum Foldabæjar sem telja þetta starf Gerðu- bergsfólks- vina Foldabæjar- vera ómetanlegt. Hér er um hálfsmánaðarlegar heimsóknir að ræða í Foldabæ, veglegt þorrablót og svo fer heimilisfólk Folda- bæjar í ferðalög með Gerðubergs- fólki. egar ritstjóri var í heimsókn í Gerðubergi hljómaði til hans kraftmikill söngur og fallegur um leið. Hann rann á hljóðið og þar var Gerðu- bergskórinn að æfa á fullu og Kári Friðriksson, stjórnandi kórsins var að hamast við raddæfingar hjá kór sínum svo hljómaði um allt hús. En Gerðubergskórinn kemur víða við m.a. til liðsinnis við prestsembætti öldrunarþjónustudeildar, en kórfélag- ar syngja og leiða söng á 5 starfsstöð- um prestsembættisins: Dalbraut, Droplaugarstöðum, Lönguhlíð, Norð- urbrún og Seljahlíð. Þetta er þriðja árið sem þetta gefst svo ágætlega. En kórfélagar ásamt hljóðfæraleikurum fara víða og gera garðinn frægan í fyllstu merkingu þess orðs - bæði með söng og við dansiðkun. Nú þetta var nú útúrdúr frá aðal- tilefni heimsóknarinnar til Guðrúnar í Gerðubergi en ritstjóra hafði borist það til eyrna að góð samvinna væri við Félag heyrnarlausra af Gerðu- bergs hálfu og þar ættu heyrnarlausir heldur betur hauk í horni. I bréfi frá Önnu Jónu Lárusdóttur til Guðrúnar frá sl. hausti kemur fram að síðan haustið 1996 hafa 7-8 einstaklingar mætt tvisvar til þrisvar í mánuði í föndur í Gerðuberg. Einnig hefur verið farið í skipulegar ferðir með Gerðubergsfólki. Anna Jóna segir reynsluna hafa verða frábæra, en tveir starfsmenn frá Félagi heyrnarlausra hafa fylgt hópnum, annar heymarlaus og svo heyrandi sem túlkur. Ég innti Guðrúnu eftir því hver væri aldur þessa fólks og hún sagði þetta allt vera eldri borgara - frá 60 ára aldri og upp í 93ja ára gamla konu, sem yndi hag sínum einkar vel. Fólkið frá Félagi heyrnarlausra fer í flest það sem félagsstarfið býður upp á - mikið í almennri handavinnu, keramikmálun ogsilkimálunsvoogtréútskurði. Um miðjan september sl. fór sá fyrsti í tréútskurð í almenna vinnustofu, kem- ur sér sjálfur fram og til baka og vegn- ar vel. Og svo er þátttaka heyrnar- lausra í ferðalögum Gerðubergsfólks einstaklega ánægjuleg. Nefndi sem dæmi 116 manna ferð um Kópavog og Garðabæ í boði lögreglunnar og S VR og með vænum veitingum frá Islandsbanka, en þar voru heyrnarlausir virkir þátttakendur. Nú svo sagði Guðrún frá heimsókn barna úr Vesturhlíðarskóla, í nóvem- ber, þar sem þau voru með dagskrá og drukku svo kaffi með Gerðubergs- fólki og aftur svo í desember er þau sýndu hinn ágætasta helgileik. Gerðubergsfólk fór svo niður á Lauga- veg 26 til Félags heyrnarlausra og spilaði þar bingó með félögum þar og fór allt hið besta fram. Allt treysti þetta böndin milli heyrnarlausra og Gerðubergsfólks, öllum til ánægju og yndis. Guðrúnbenti ritstjóra svo á vegg- ina í Gerðubergi, þar sem héngu litfögur listaverk Ragnars Erlendssonar, en Ragnar er 86 ára 42

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.