Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 35
hvert sem hann fer, er hugurinn alltaf bundinn við yfirborðið, húðina. Psóríasistinn er sá sem þykist vera að skoða glingrið í búðarglugganum en er í raun að kanna hvort nokkrir nýir blettir hafi brotist upp á yfirborðið. egar psóríasistinn mætir fallegri manneskju af hinu kyninu, fær hann það ekki á tilfinninguna að buxnaklaufin sé opin, heldur fær fyrir hjartað af þeirri tilhugsun að kannski sé hún að spekúlera hvaða roðablettir þetta séu í kringum nefið og á enninu. Psóríasistinn er líka sá sem flýtir sér að giftast þeim fyrsta sem vill hann. Gott dæmi um það er Bergþóra Skarp- héðinsdóttir, eins og segir í Njálu: Ung var ég gefin Njáli, segir Berg- þóra enda var hún með kartnögl á hverjumfingri. Skyldu það ekki hafa verið hrufóttar psóríasisneglur? Var það þess vegna sem hún kaus að fylgja manni sínum í dauðann? Hefði hún gifst skegglausum manni ef hún hefði treyst sér til að finna einhvern loðnari? Líf hins blettótta psóríasista vill oft verða einn aumkunarverður feluleikur og flótti frá þessu samfélagi sem dæmir menn af yfirborðinu einu sam- an, þessu samfélagi sem óttast allar misfellur og reynir að breiða yfir hrukkurnar, þessu samfélagi sem þráir eilífa æsku en þagnar við þegar minnst er á öldrun, hrörnun og dauða. Eins og áður sagði er psóríasistinn einn mesti spegilnotandi hér á jörðu, hann leitar til hans að nóttu sem degi og andvarpar yfir skellóttum örlögum sínum rétt eins og stjúpan hennar Mjallhvítar: Spegill, spegill herm þú mér, hvar eru nýir blettir utan á mér? Psóríasistinn þarf sífellt að fullvissa sjálfan sig um að blettirnir séu ekki að sækja í sig veðrið og jafn- vel þótt hann sé kominn sandbakaður og sólsteiktur frá sólarströnd, brúnn og blettalaus, eins og nýþveginn barnsrass, ber hann samt alltaf blettina í sálu sinni og í reynd er blettalausa tímabilið að aflokinni strangri með- ferð eitt versta og angistarfyllsta tíma- bilið í lífi sjúklingsins, hann er yfir- kominn af spennu í bið eftir fyrsta rauða blettinum. Angistarfullur eins og bíleigandi sem kvíðir því að reka augun í fyrstu rispuna á lakkinu á splunkunýja bílnum sínum. Ekki grunlaust um að blettafrír psóríasisti finni til feginleiks þegarrauði skollinn loks skýtur upp hreistrugum kolli sínum á sléttu hörundinu. Feginn eins og fermingarbarn sem fagnar því að Hlerað í hornum Nú gamalkunn er sagan af Ladabíln- um og asnanum sem mættust og asn- inn sagði: “Góðan daginn, bíll.” “Góðan daginn, asni,” sagði Ladan. Þá fór asninn að gráta og kjökraði: “Ég kallaði þig þó bíl. Þú hefðir nú getað kallað mig hest.” *** Maður einn rak fyrirtæki og lét alla sem til hans komu verða vara við veldi sitt, þurfti m.a. alltaf að hringja eitt áríðandi símtal áður en hann sinnti erindi þess sem beið og gjarnan hlýddi þá á símtalið. Gengu símtölin venju- lega út á mikil viðskipti. komast úr sparifötunum þegar það er búið að reikna gróðann af veislunni. ví þegar blettirnir birtast á ný kannast psóríasistinn við sjálfan sig aftur, hann finnur að blettirnir eru hluti af honum. eru hans persóna, hans andardráttur, hans æðaslög. Nú getur hann aftur tekið til við þá iðju sem honum er tömust: maka sig með áburði, stunda ljósaböð og allra lita lón og spekúlerað og spáð í sjúkdóm- inn og fylgst með blettunum vaxa og réna eins og öldur sem falla að landi. Hans eigin landi, ekki Nýju-Gíneu, heldur hinu eilífa landi psóríasistans, þar sem sólin er alltaf rauð og himinn- inn roðagylltur. Því þrátt fyrir alla baráttuna þykir honum á einhvern hátt vænt um blettina sína. Þeir eru svo stór hluti af lífi hans að hann yrði hálf einmana og hjálparlaus án þeirra. Eitthvað svo sléttur og felldur - og litlaus. Einmana eins og ekkill sem hefur eytt ævinni í slæmu þrasgjörnu hjónabandi og átt sér þá ósk heitasta að skilja meðan makinn tórði en finnst nú líf sitt tómt og tilgangslaust þegar enginn er lengur til að rífast og jagast við. * Eg held mig langi ekki lengur til Nýju-Gíneu. Ef kraftaverka- maðurinn Benny Hinn sem læknar sjúka með því að hrinda þeim í gólfið, birtist heima hjá mér og byðist til að hnykkja mér á gólfið og losa mig við psóríasinn, lækna allt mitt ytra borð, er ég ekki viss um að ég tæki boðinu. Hafliði Vilhelmsson Erindi flutt hjá SPOEX á afmælisfundi í nóv. 1997. Einn daginn kom til hans bláókunn- ugur maður, forstjórinn sagðist þurfa að eiga eitt áríðandi símtal, sem gekk út á samtal við bankastjóra um að millifæra milljónir inn á þessa og hina reikninga. Þegar þessu var lokið spurði forstjórinn manninn hvað hann gæti gert fyrir hann. “Ja, ég var nú bara sendur hingað til að athuga með símann, því hann er lokaður og eitthvað að hjá þér líka.” Kona ein eystra var að kvarta yfir því að kjóllinn væri of þröngur á sig: “Hann stendur mér alveg á blístri,” sagði hún. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJAB ANDALAGSINS 35

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.