Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 22
Frá FAAS Inngangur ún Guðrún K. Þórsdóttir, sem nú er framkvæmda- stjóri FAAS sendi ritstjóra í janúar sl. hina ágætustu samantekt um félagið, fyrir hvað það stendur og hver eru helstu verkefnin í dag. Hún gaf ritstjóra fullt og ótakmarkað leyfi til þess að nýta samantektina s.s. hann helst vildi, enda sumt af efninu komið áður fyrir sjónir lesenda, hins vegar eru góð sannindi aldrei of oft kveðin fremur en góð vísa. Guðrún er svo kynnt sérstaklega hér í blaðinu. Og fyrsta spurning les- enda máske þessi: Fyrir hvað stendur skammstöfunin FAAS? Félagið heitir nú: Félag áhugafólks og aðstandenda Alzheimersjúklinga og skyldra sjúk- dóma. Stofnárið er 1985, svo félagið verður 13 ára nú á þessu ári, félags- svæðið er landið allt. Almennt um sjúkdóminn Nafn sjúkdómsins er kennt við þýska lækninn Alois Alzheimer sem lýsti honum fyrst árið 1907. Alzheim- ersjúkdómurinn er algengastur þeirra minnissjúkdóma sem valda heilabil- un og leggst einkum á eldra fólk. Síðustu tölur sýna að upp undir 2000 manns þjást af þessum sjúkdómi hér á landi og þeim fer fjölgandi. Ferlinu er oft skipt í 3 stig. A fyrsta stigi er aðallega um skamm- tímaminnisleysi að ræða. Tímaskyn lélegt, erfitt að fylgjast með frá degi til dags, jafnvel erfiðleikar í tjáningu. A öðru stigi ágerist minnisleysið, sömu spurningar og setningar endur- teknar, nöfnum gleymt, þekkir ekki lengur vini og ættingja. A þriðja stigi þarf viðkomandi hjálp með allar athafnir daglegs lífs, á erfitt með að tjá sig og átta sig á umhverfinu. Aðaleinkenni minnissjúkra: minnkað skammtímaminni, verkstol og málstol. Afleidd einkenni: óöryggi, kvíði, þunglyndi, ranghugmyndir og svefn- truflanir. Draga má úr einkennum og fylgi- kvillum með viðeigandi meðferð, stuðningi og fræðslu. FAAS er með opna fræðslufundi yfir vetrarmánuðina. Það býður upp á símaþjónustu fyrir félagsmenn þar sem leiðbeiningar og stuðningur er veittur. Skrifstofan er milliliður um heimastuðning, sem felur í sér að aðili með reynslu og þekkingu á minnis- sjúkdómum og félagið mælir með, býður sig fram til að leysa aðstand- endur af á heimili viðkomandi. Félagið hefur milligöngu um lán á tímaritsgreinum, bókum og mynd- böndum um málefni minnissjúkra. Útgáfa og fleira FAAS hefur gefið út bækur og bæklinga. Nýlega er kominn út end- urútgefinn kynningarbæklingur félagsins með öllum helstu upplýsing- um sem fólki mega að gagni koma. Kaflaheitin: Hvað er Alzheimersjúk- dómur? Orsakir. Greining. Meðferð. Úrræði. FAAS. í kaflanum um úr- ræði er minnst á þrennt: 1. Heirna- þjónustu, heimahjúkrun eða félags- lega aðstoð. 2. Dagvistanir og hvíld- arinnlagnir. 3. Sólarhringsvistanir. Annað efni sem félagið hefur stað- ið að að gefa út: Heilabilun - bæklingur. Umönnun fólks sem þjáist af heilabilun - bæklingur. Þegar á reynir - handbók. KAREN - í viðjum Alzheimers. Bókin um Karen kom út nú fyrir jólin og er afar grípandi og eftirtekt- arverð saga af lækninum Karen Sofie Mörstad og baráttu hennar við Alzheimersjúkdóminn. “Tilraun til að lýsa þjáningunni frá sjónarhóli mann- eskju sem haldin er sjúkdómnum - viðbrögðum hennar nánustu við því hvernig hún smám saman á nokkrum árum hverfur þeim sjónum”, en þann- ig byrjar blaðamaðurinn Helje Sol- berg bók sína um Karen. I lok formálans segir: “Saga Kar- enar mun vonandi gera mörgum auð- veldara að fást við vandann sem við er að glíma.” Þessi bók lætur engan ósnortinn sem lætur sig mannlegar þjáningar einhverju varða. Hún hefur fengið mjög góðar viðtökur. Þýðendur voru þau Bergþóra Skarphéðinsdóttir og Guðmundur Þorsteinsson, en formála skrifar Jón Snædal, öldrunarlæknir. Bókin er öllum holl lesning, ekki síst aðstandendum og umönnunaraðilum. “Því meira sem vitað er um sjúkdóms- ferlið og við hverju má búast, þeim mun betur standa sjúklingar og aðstandendur þeirra að vígi til að láta sjúkdóminn ekki buga sig.” “Flestir Alzheimersjúklingar og aðrir minn- issjúkir búa í heimahúsum og njóta umönnunar maka, barna og annarra aðstandenda. Sjúkdómurinn veldur ekki aðeins sjúklingnum miklum þjáningum, heldur eiga aðstandendur og fjölskylda sjúklings oft erfitt með að standast það álag sem fylgir því að annast minnissjúkan einstakling”. Þar hjálpar þekkingin eðlilega umtalsvert. I bókarauka er viðtal við einn fremsta sérfræðing Norðmanna um Alzheim- ersjúkdóminn svo og eru þarna gagnlegar upplýsingar frá FAAS. Gjöfin góða A haustmánuðum 1997 gaf Pétur Símonarson, ævintýra- og hugvits- maður, FAAS húseign sína að Austur- brún í Reykjavík til minningar um konu sína Fríðu Ólafsdóttur ljós- myndara. Ósk Péturs var að húsið gæti nýst félaginu og skjólstæðingum þess sem best. Húseignin þarfnast mikils viðhalds áður en nokkur starf- semi getur hafist þar og er það vonað að FAAS njóti góðvilja félagasamtaka og opinberra aðila til að koma húsinu í nothæft ástand. Ætlunin er að nýta þessa fallegu gjöf Péturs til dagvist- unar fyrir minnissjúka og tímabund- innar hvíldaraðstöðu. Þar fengi félag- ið skrifstofuaðstöðu, aðstöðu til fund- arhalda og hópvinnu ýmiss konar. Kynning framkvæmdastjóra Það hefur verið vani hér í blaðinu að kynna nýja framkvæmdastjóra félagaokkar. Ogþáerkjöriðíþessari samantekt að greina frá Guðrúnu K. Þórsdóttur, en hún var ráðin til starfa sem framkvæmdastjóri FAAS í september 1997. Guðrúnerjafnframt fyrsti fasti starfsmaðurinn hjá FAAS. Guðrún er fædd í Reykjavík 6. janúar 1950, hún er sjúkraliði, með B.A. próf frá Háskóla íslands í sálarfræði, grunnnám í viðskipta- og hagfræði frá 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.