Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Qupperneq 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Qupperneq 28
sínum. Þessi leið, að tekjutengja bætur, sem er í raun útfærsla á nei- kvæðum tekjuskatti, er þess vegna ekki betri leið fyrir þá sem standa höllum fæti fjárhagslega. Betra er að af tekjum séu teknir skattar sem fjár- magna tryggingakerfi sem síðan allir njóta. Við vitum af sögulegri reynslu að þjónusta við “fátæka” hefur til- hneigingu til að verða fátækleg. Er það þannig að öflugt velferð- arkerfi valdi efnahagslegri hnignun þjóðríkja? Skoðum þetta nánar. Fjöl- margir aðrir þættir koma hér við sögu. Þjóðir þar sem stór hluti fólks fékkst við akuryrkju var í þeirri stöðu að þjóðartekjur jukust gríðarlega í lok síðari heimsstyrjaldar samhliða því að fólksfjöldi minnkaði í sveitunum og iðnvæðingaruppbygging var mjög hröð. í Bretlandi og Bandaríkjunum þar sem hlutfallslega litlu er varið í opinber tryggingakerfi hefur hagvöxt- ur verið hægur, en í Belgíu, Dan- mörku og Hollandi þar sem miklu er varið til velferðarkerfis þar hefur hag- vöxtur verið mikill. Gagnrýnendur tryggingakerfis einskorðast ekki aðeins við þá sem hafa áhyggjur af efnahagslegum áhrifum þess og áhrifum á persónulegt valfrelsi fólks, og hvernig það stuðlar að tryggingavernd sinni. Heldur er hér einnig um að ræða þá sem benda á hve kerfið nær illa markmiðum sínum og hve tekjujöfnunaráhrif þess séu léleg. Lagt er til að tryggingabætur sem fjármagnaðar eru með skattlagn- ingu tryggi öllum lágmarkstekjur sem tryggi lágmarks lífsgæði. Ekki komi til skerðingar þó um launaða vinnu sé að ræða. Ef þessari hugmynd er fylgt þá hlýtur hún að þýða að allir fá þenn- an lágmarkslífeyri. Hvernig þetta er fjármagnað er hinsvegar erfiðara að koma heim og saman. Ein hlið á þessu er sú að þrátt fyrir að bótakerfi er til staðar í iðnvæddum samfélögum hefur ekki tekist að leysa vanda fátæktar. En það var vissulega ekki heldur ætlunin. Við gleymum því oft að tilgangurinn er sá að flytja fjármuni frá heilbrigðum til sjúkra. frá ungum til gamalla, frá þeim sem hafa atvinnu til þeirra sem eru án hennar. Þetta er vissulega jöfnunarkerfi, en ekkert endilega frá ríkum til fátækra. Þó sjúkir og atvinnulausir hafi lægri tekjur og fái bætur, er hið almenna eftirlaunakerfi stærri hluti bótakerf- isins. Fjölmargar ástæður má nefna til útskýringar á fátækt í iðnvæddum ríkjum heims þrátt fyrir velferðar- kerfið. Þessar ástæður og umfang þeirra eru mismunandi frá einu ríki til annars. Ein ástæðan er sú að skil- greind fátæktarmörk eru hærri en þau lífskjör sem tryggingabótakerfið veitir. Það má líta svo á að lágmarks- laun launataxta séu þessi mörk. Sam- kvæmt þessu eru allir íslendingar sem fá örorkubætur tryggingakerfisins undir fátæktarmörkum. Önnur ástæða er að þeir sem rétt ættu á bótum bera sig ekki eftir þeim. Þriðja ástæðan er að ákveðnir hópar samfélagsins í sumum ríkjum eiga ekki rétt á félags- legum bótum svo sem þeir sem búa við langtíma atvinnuleysi. Fjórða ástæðan er sú að tekjutengdar bætur tryggja ekki þetta lágmark. Síðan er staðreyndin sú að fátækt ríkir iðulega í fjölskyldum með einni fyrirvinnu, einkum hjá einstæðum mæðrum án starfsmenntunar þar sem fjölskyldu- bætur eru undir þeim mörkum að framfleyta börnum. í þróunarríkjum heims er staðan nokkuð önnur. Lífsskilyrði eru ein- faldlega með þeim hætti að til verður fjöldi sjúkra og fatlaðra dag hvern. Hér er þörf efnahagslegra umbóta sem ekki er von á nema gjörbreyting sam- félagshátta eigi sér stað. Forsenda þeirra breytinga er aukin menntun ekki sfst kvenna. , Mannréttindayfirlýsingar mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna er sagt að það séu mannréttindi að njóta líkamlegrar, andlegrar og félagslegrar heilbrigði. Það er skylda ríkisvalds að vinna að þessum markmiðum. Félagslegi þátt- uri nn sem hér er nefndur merkir með- al annars þátttaka í samfélaginu. I þessari sömu yfirlýsingu er sagt að hinn mikli mismunur milli þróaðra ríkja og þróunarríkja og innan ríkja sé pólitískt, félagslega og efnahags- lega óviðunandi og sé þess vegna sameiginlegt viðfangsefni allra ríkja. í febrúar 1998 Olafur Hjörtur Sigurjónsson SAMRAÐSFUNDUR Hinn 20. feb.sl. héldu Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag íslands samráðsfund um flutning málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Fundurinn var haldinn í fundarsal Þroskahjálpar að Suðurlandsbraut 22 og hann sóttu allnokkuð á þriðja tug fundarmanna, fulltrúar samtakanna í landshlutanefndum, stjórn Þroskahjálpar og framkvæmdastjórn Öryrkjabandalagsins ásamt starfsfólki samtakanna. Megintilgangur fundarins var að kanna stöðu mála í hinum einstöku kjördæmum, en eins og kunnugt er þá hefur flutningi málaflokksins nú verið frestað, en ekki enn tilgreint til hvaða tíma. Samvinnunefnd samtakanna hefur hins vegar eindregið lagt til við ráðherra félagsmála að fresturinn gildi aðeins um eitt ár - þ.e. til 1. jan. 2000. Fundarstjórar voru: Asgerður Ingimarsdóttir og Friðrik Sigurðsson, framkvæmdastjórar samtakanna. Formaður Öryrkjabandalagsins, Haukur Þórðarson setti fundinn. Frá laganefnd ráðuneytis talaði Helgi Seljan, frá úttektarhópi Hafliði Hjartarson og síðan voru umræður og fyrirspurnir til þeirra beggja. Þá töluðu fulltrúar landshluta: Halldór Gunnarsson frá Reykjavík, Jóhann Arnfinnsson frá Reykjanesi, Lilja Guðmundsdóttir frá Norðurlandi eystra, Sigurður Magnússon frá Austurlandi, Kristján ísfeld frá Norðurlandi vestra og Ingólfur Hafsteinsson frá Vesturlandi. Flutt voru skilaboð frá Vestfjörðum og Suðurlandi um stöðu mála þar. I Ijós kom að mál eru mjög mislangt á veg komin, allt frá nokkru starfi yfir í ördeyðu enn. Uttektarhópur á að skila í mars en laganefnd á enn afar langt í land. Umræður urðu nokkrar og fólk bar saman bækur sínar. Guðmundur Ragnarsson, formaður Þroskahjálpar átti svo lokaorðin. Mál manna var að vel hefði til tekist og full ástæða fyrir bæði samtökin að halda vel vöku sinni varðandi þessi vandasömu og viðkvæmu mál sem yfirfærslan óneitanlega hlýtur að verða á svo margan veg. H.S. 28

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.