Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Page 39

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Page 39
ar Eiríkur Hauksson hlýja hugvekju, minnti okkur rækilega á kærleiks- boðskap Krists sem kallaði til okkar ævinlega en þó aldrei sem á fæð- ingarhátíð frelsarans og yljaði sálum okkar í skuggum skammdegis- myrkurs. Bað öllum blessunar guðs með einlægum óskum um gleðileg jól. Enn var á vit tærra tóna haldið en þá talaði formaður svæðisráðs um mál- efni fatlaðra á Vesturlandi, Snorri Þor- steinsson. Flutti hann hið snjallasta hvatningarávarp sem hér er einnig í blaðinu birt. Bæjarstjórinn Ólafur Hilmar Sverrisson átti svo lokaorðin og færði fram hlýjar þakkir íbúanna fyrir fallegt tré og hug góðan. Bað fólk síðan að ganga í Hólm- garð, þar sem kveikt yrði á öðru tré, gjöf frá vinabæ Stykkishólms, Drammen í Noregi. Við vorum svo öll viðstödd þegar ljós voru á því tré tendruð við fjöl- menni mikið, en öfugt við okkar upp- ljómaða tré vildu Ijósin á Dramm- entrénu slokkna, en vonandi hefur á því verið ráðin full bót. I íþróttahúsinu beið okkar svo rjúkandi heitt súkkulaði með rjóma út í og meðlæti gott, framborið af kven- félagskonum í Hólminum en í boði Öryrkjabandalagsins. Þar mættu allmargir foreldrar af Nesinu svo og bæjarfulltrúar og áttum við með þeim hinn ágætasta fund. Formaður Öryrkjabandalags- ins, Haukur Þórðarson, opnaði um- ræður með ávarpi góðu og færði heimamönnum þakkir fyrir hlýjar móttökur, en bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar, Rúnar Gíslason þökk- uðu af hálfu heimamanna. Umræður urðu líflegar og snérust aðallega þó um annars vegar flutning mála- flokksins frá ríki til sveitarfélaga og svo hins vegar hina miklu þjónustu- þörf vegna fjölda fatlaðra barna á Snæfellsnesi. etta var ánægjuleg stund og á margt þarft drepið í umræðum þessum, sem stóðu nokkuð á aðra klukkustund. Heim var svo haldið um hálfátta- leytið eftir velheppnaða heimsókn og á ellefta tímanum heilsaði borgin okk- ur björt í vetrarsnænum. Færðar eru alúðarþakkir til þeirra vestra, sérstaklega þó félaga Magnúsi Þorgrímssyni, sem að undirbúningi sem best stóð, svo og heimamönnum í Hólminum sem gerðu þessa stund svo ágætlega eftirminnilega. Ekki síst þökkum við honum Steindóri öruggan akstur og áfalla- lausan, því öllum skilaði hann heilu og höldnu til síns heima. Hin árvissa samstöðuhátíð á aðventu er okkur alltaf jafnkærkomin og bregður birtu ljóss og lífs á leið okkar. H.S. GEÐHEILSA BARNSINS ÞÍNS Okkur hefur hingað borist afar læsilegur bæklingur, ljómandi útlits sem ber heitið: Geðheilsa barnsins þíns en með undirfyrirsögninni: Það sem sérhver fjölskylda ætti að vita. Þessi bæklingur mun vera sam- vinnuverkefni Geðhjálpar og Barna- og unglingageðdeildar við Dalbraut og kom út í tilefni alþjóð- legs geðheilbrigðisdags á liðnu ári - 10. október. Þýðendurnir eru: Steinunn Gunnlaugsdóttir og Unnur Heba Steingrímsdóttir hjúkrunarfræðingar. Bæklingurinn er mjög fallega myndskreyttur og laðar mann til lestrar. Hér verður aðeins getið efnis- atriða, en sem hluti svars við spurn- ingunni: Hvað er geðheilsa? er þetta: Hugsanir, líðan og viðbrögð við aðstæðum í lífinu segja til um geðheilsu okkar. Fjallað er svo sérstaklega um geðheilsuvandamál. Þar kemur fram að fimmta hvert barn eða ungmenni glímir við röskun á geðheilsu. Eins segir: Engin bein tengsl eru á milli vits- munaþroska barns og geðrænna vandamála. á er kafli um alvarlegar til- finningatruflanir. Þær hrjá eitt af hverjum luttugu ungmennum. Geta leitt til alvarlegra hluta, jafn- vel til sjálfsvígs. Um orsakirnar er svo rætt, þá geta átt hlut að máli bæði umhverfisþættir og líffræði- legir þættir. Ekki gefast upp er fyr- irsögn hvatningar til foreldra. Haldið áfram að leita þar til þjón- usta eða hjálp sem hentar er fengin. Hlúðu að geðheilsu barnsins þíns er fyrirsögn margs konar ráð- legginga til foreldra. Þar koma öruggt heimili og gott félagslegt umhverfi framarlega sem von er til. Hlustaðu á barnið þitt. Yttu undir hæfileika þess. Efldu gagnkvæma virðingu og traust. Reyndu að ala það upp til að vera sjálfstætt. Elskaðu það án skilyrða, þetta eru dæmi um þessar þörfu ráðlegg- ingar. Þekktu hættumerkin er svo kafli þar sem fólk er beðið á varðbergi að vera gagnvart barni sem það þekkir. Dæmi: Ef það er kvíða- fyllra en jafnaldrar, ef því fer allt í einu að líða illa í skóla, ef það heyrir raddir sem ekki er hægt að skýra, ef það á erfitt með að einbeita sér, ef það meiðir oft aðra, skemmir hluti, brýtur lög eða gerir hluti sem geta verið lífshættulegir. Leitaðu hjálpar strax er svo sagt. Minnt er á 10. október, alþjóð- lega geðheilbrigðisdaginn og svo eru gefin upp símanúmer sem hægt er að hringja í og upptalning aðila sem unnt er að leita til er þarna. Útgefendum er góður sómi að vel gerðum bæklingi, jafnt að innihaldi sem útliti. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 39

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.