Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 7
og var fyrstu árin í sjúkra- þjálfun á Grund. Hún seg- ist muna óljóst eftir risa- stórum baðkerum með sjóðandi heitu vatni, en þá var talið best að hafa vatnið nógu heitt. Otti og skelfing fylgdu þessum stað, svo að litlu stelp- unni Krist- ínu hryllti við að fara þangað. “Hvílík- ur munur þegar Jón- ína kom,-’ segir Krist- ín, "hún gat talað við mig! Viðmót hennar var líka svo hlýtt, að mér fannst notalegt að fara til hennar. I þjálfun barna skiptir geysimiklu máli, að þau séu ekki hrædd við þjálfara sinn. Auðvitað þurfti að beita þessi börn sterkum aga, sem var ekki auðvelt verk. Jónína lét mig finna, hvað þetta var mikilvægt og beitti ákveðni samtímis ríkri hlýju. Hún talaði beint til mín, ekki yfir mig, þótt ég væri barn. Eg var í sjúkraþjálfun þrisvar í viku til unglingsára. Fyrir mér er Jónína andlit Styrktar- félagsins, fasti punkturinn sem tók alltaf á móti manni á haustin og hélt utan um mann, þótt ég væri ekki alltaf hjá henni í þjálfun. Mér er afskaplega hlýtt til hennar, á henni mikið að þakka,” segir Kristín, “veit ekki hvernig líkamlegt ástand mitt væri, ef ég hefði ekki notið hennar frábæru þjálfunar, svo mikilvægt að fá góða þjálfun á meðan maður er að vaxa. Eg held að flestir sjúklingar hennar hafi sömu sögu að segja.” Kristín var tíður gestur á Sjafnargötunni, síðar á Háaleitisbrautinni öll sín skólaár. “Þjálfunin var geysilega tímafrek. Eg var alltaf sótt beint úr skólanum og keyrð heim um kvöld- matarleytið. Foreldrar mín- ir áttu ekki kost á að keyra mig þangað og ég veit ekki hvernig þau hefðu farið að öðruvísi.” Já, annar starfsmaður hóf störf hjá Styrktar- félaginu á Sjafnargötunni, um leið og Jónína. Sigurð- ur Ólafsson bílstjóri starfar enn hjá félaginu. “Mikil framsýni hjá félaginu að kaupa strax bíl. Bílaeign var ekki eins al- menn þá og nú,” segir Jón- ína. “Sigurður er enn í fólksflutningum, en nú í hálfu starfi. Ferðaþjónusta fatlaðra sér að mestu um aksturinn, en hefur komist yfir lítið meira en að flytja fólk sem er háð hjólastól- um. Nú er Blindrafélagið búið að semja við leigubíla- stöð um ferðaþjónustu fyrir blinda, sem dregur eitthvað úr álaginu.” Allt hefur þetta kostað mikla peninga. Hvernig var með tækjabúnað fyrstu árin? “Allt var á byrjunarreit og tækjabúnað vantaði til- finnanlega. Þess vegna varð Kvennadeild Styrkt- arfélagsins til.” Jónína er kímileit, þegar hún minnist stofnfundarins. “Við tók- um okkur saman nokkrar konur, staðráðnar í að safna peningum til tækjakaupa. Við vorum ekkert að tví- nóna við þetta, en boðuðum til stofnfundar í Oddfellow- húsinu. Urðum síðan alveg skelfingu lostnar, þegar við stóðum frammi fyrir troð- fullu húsi! Kunnum ekkert í fund- arsköpum, en einhvern veginn gekk þetta. Um árabil stóðum við fyrir bingókvöldum, árlegum basar og ýmsum uppákom- um. Alveg ótrúlegt, hvað við gátum fjármagnað kaup á mörgum tækjum.” Hvað sagði maðurinn þinn um sjálfboðavinnu á kvöldin ofan á fulla dag- vinnu? Jónína brosir. “I Kvennadeildinni unnu eig- inmennirnir líka sjálfboða- störf. Þeir voru alltaf innan handar t.d. við undirbúning á árlegum basar. En vissu- lega var ekki algengt þá að konur ynnu fulla dagvinnu. Ég reyndi að draga úr vinnu, þegar yngra barnið fæddist, en gat það ekki á meðan skortur á sjúkra- þjálfurum var svona mikill. Nú er breytt þjóðfélag og tíma Kvennadeildar lokiðíbili. Húnfóraðdala fyrir tíu árum. Nú vinna flestar konur fullan vinnu- dag utan heimilis og svo mörg foreldrafélög komin í tengslum við barnaheimili og skóla, að mæður geta ekki sinnt þeim öllum. Ég vil ekki segja, að Kvenna- deildin sé dáin, en hún ligg- ur í dvala.” Skólamál og fyrri einangrun “Þekkirðu ekki þennan, mamma,” sögðu krakkarnir mínir, þegar þau voru lítil og sáu fatlaðan mann til- sýndar. Þá var sjaldgæftað sjá fatlaðan mann á götu, en vegna starfa míns voru bömin mín vön að umgang- ast fatlaða. í leikskóla lék dóttir mín sér oft með dreng sem vant- aði báðar hendur. Þegar hún var spurð, hvernig henni fyndist að leika sér með honum, svaraði hún: “Nú, er hann ekki með hendur?” Hún hafði ekkert tekið eftir því. Ég held að þetta sé í hnotskurn það sem gerist, þegar fólk binst vináttu- tengslum við mikið fatlað fólk, að það hætti að taka eftir fötlun þess. Á fyrstu árum Styrktar- félagsins og fram á áttunda áratuginn fengu mikið fötl- uð börn hvorki inni í leik- Oddný Sv. Björgvins skóla né almennum skóla, sem var í samræmi við ríkj- andi viðhorf í þjóðfélaginu. Kennararhöfðu ekki vanist fötluðum börnum og kunnu ekki að koma fram við þau. Styrktarfélagið braut ísinn með því að stofna heimavistarskóla í Reykja- dal í Mosfellssveit fyrir fötluð börn á grunnskóla- aldri haustið ’69. Reykja- dalsskóli starfaði í sex ár eða þar til Hlíðaskóli fór að taka við fötluðum börnum. Til að ryðja brautina fyrir yngri börnin rak félagið leikskóla á endurhæfing- arstöðinni í afar takmörk- uðu húsplássi í tæp tvö ár. Allt var þetta mikið brautryðjendastarf,” segir Jónína, “og dvölin í Reykjadal geysilega mikil- væg fyrir börnin sem voru þarna innan um jafnaldra sína. Fötluð börn voru oft mjög einangruð. “Vinirnir eru það skemmtilegasta í Reykjadal,” sagði einn ungur dvalargestur. Styrktarfélagið keypti Reykjadal upphaflega sem sumardvalarstað árið ’63. Þá var erfitt að koma fötluðum börnum í sumar- dvöl og mikið fötluð böm dvöldu í Reykjadal 2-3 mánuði á sumrin. Nú er miklu breiðari hópur sem kemur í sumardvöl í Reykjadal og dvelur í skemmri tíma. Útivist, gönguferðir og sundþjálfun hafa alltaf verið fastir liðir. Fyrst voru allir fjármunir sem inn komu lagðir í húsnæðið, en nú er keppst við að gera göngustíga og skapa skjól í trjálundum. I Reykjadal var lítill sundpollur sem var mikið notaður og Þorsteinn Einarsson útvegaði íþrótta- kennara á sumrin sem ríkið borgaði. Nú er risin þar ný og fín sundlaug. Mikil áhersla hefur ætíð verið lögð á æfingar í vatni. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.