Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Qupperneq 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Qupperneq 45
sjálfsímynd sína og til að öðlast viðurkenningu hjá samfélaginu þann- ig að viðkomandi upplifi sig sem virkan þátttakanda. I byrjun voru aðallega haldin nám- skeið fyrir 5-10 manna hópa og var þá boðið upp á almennt teikni- og málunarnámskeið, leirmótun og jóla- föndur. Þátttaka á námskeiðinu var með ágætum og voru þátttakendur almennt ánægðir með þetta og margir uppgötvuðu nýjar hliðar og hæfni hjá sjálfum sér. Hvað um starfsemina núna? Núna hefur starfsemi Listasmiðj- unnar þróast í þá átt að boðið er upp á opið hús fyrir íbúa í Hátúni 10 einu sinni í viku. Þar er unnið á fjöl- breyttan hátt með ýmiss konar efni og ólíkar aðferðir. Reynt er að koma til móts við þarfir og áhuga hvers og eins. Meginhugmyndin er að allir geta skapað og eiga erindi í myndlist- arvinnu, óháð listrænum hæfileikum. Listasmiðjan hefur einnig starfandi hópa fyrir fólk sem býr annars staðar, bæði böm og fullorðna. Og svo í lokin. Hvert stefnið þið nú? Að kynna og byggja upp list- meðferð meðal fatlaðra. Ætlun- in er að starfrækja hóp og einstakl- ingsmeðferð í Hátúni 1 Ob. Um yrði að ræða starfsemi sem er í boði fyrir alla skjólstæðinga Öryrkjabandalagsins. Bæði geta leitað til okkar hópar s.s. af sambýlum eða einstaklingar. Hver umsókn verð- ur metin með tilliti til viðeigandi þarfa. Þeir sem hafa áhuga eða óska frek- ari upplýsinga eru beðnir um að hafa samband við skrifstofu Öryrkjabanda- lagsins og gefa upp nafn og síma- númer, þá verður haft samband. Ritstjóri þakkar þeim Sjöfn og Fjólu góð og greið svör, árnar þeim allra heilla með áframhaldið og hvetur um leið fólk til að nýta sér þetta ánægjulega tilboð. Hugsið ykkur hversu þátttaka þarna gæti brugðið birtu yfir gráma hversdagsins. Ykkar er tækifærið. Grípið það. H.S. Styrk þú mig Þessi bæn mun ort 1970 af Dulrúnu, sem er dulnefni um leið. Dótturmissir er tilefni þessarar bljúgu bænar: Styrk þú mig Drottinn að starfa og vona, styrk þú mig Drottinn að vinna og þrá. Styrk mig að mæta sem móðir og kona mannlífsins fallvalta grundvelli á. Styrk mig að biðja og styrk mig að þreyja, styrk mig að treysta á þitt heilaga ráð. Styrk mig að lifa og styrk mig að deyja, styrk mig svo öðlist ég heilaga náð. Dulrún. Margrét Guðmundsdóttir Margrét Guðmundsdóttir: Hjúskaparmál öryrkja Veist þú hvað gerist ef öryrki hyggst ganga í hjónaband? Ef öryrki hyggst ganga í hjónaband missir hann svo og svo mikið af bótum sínum. Það fer allt eftir tekjum maka hversu miklu hann heldur eftir. Örorkubætur einstaklings eru tengdar launum maka hans. Við skulum athuga hvað þetta þýðir. Þetta þýðir það að öryrki sem nýtur bóta er sviftur grundvallarmannréttindum um fjárhagslegt sjálfstæði ef hann ætlar að ganga í hjónaband. Þetta er í raun brot á helgasta rétti ein- staklings um fjárhagslegt sjálfstæði. Það er í raun verið að segja að öryrki sem gengur í hjónaband verði minni öryrki eftir það og þarfir hans ekki þær sömu. Mér er ekki kunnugt um að neinn annar hópur í þjóðfélaginu missi sitt fjárhagslega sjálfstæði við að ganga í hjónaband né heldur veit ég til þess að þessu sé svona háttað í nokkru öðru vestrænu menningarlandi. Eins og þessum málum er háttað nú er öryrkjum hættar við en öðrum að sæta kúgun í hjónabandi vegna ósjálfstæðis í fjármálum. Við hjónaband verður sá einstaklingur sem er öryrki algerlega fjár- hagslega háður maka sínum og í raun baggi á honum. Ég hvet ráðamenn til að fara vandlega ofan í þessi mál. Þetta er mannréttindabrot og mikill smánarblettur á samfélaginu. Hagsmunasamtök öryrkja hvet ég til að standa betur vörð um þetta mál og knýja á um úrbætur. Margrét Guðmundsdóttir FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.