Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Síða 47

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Síða 47
Friðgeir Einar Kristjánsson nemi: Bundið mál og laust Formálsorð ritstjóra: Hingað kom færandi hendi í lok liðins árs nemi í Starfsþjálfun fatlaðra: Friðgeir Einar Kristjánsson með ýmislegt kjarngott í fórum sínum sem hann sagði velkomið að birta. Hér koma fyrst stökumar þrjár: í Gaggó — Núna leikur lygin spil. Launmál á Alþingi. Allt er að fara fjandans til þó fagurgalinn syngi. Æskuvinur Hann fæddist fyrsta september fjársjóður af manni. Já, hann er gull af drottni ger góðvinurinn sanni. Stórlæti Ég vil líf mitt stórt og stærra stærra en það gerist enn. Því ég vil lifa hátt og hærra hafinn yfir aðra menn. Þá kemur hér að órímuðu Ijóði Friðgeirs Einars: Ég reika um í flæðarmálinu öldurnar falla að fótum mér spor mín mást út í sandinum. Ég geng í fjörunni öldurnar flýja fjarlægjast mig skref mín vara um stundarsakir. Og enn kemur hálfrímað Ijóð: Þungbúinn geng ég götuna einn gegnum líf hins og annarra. Regn himnaríkis rennur niður andlit mitt. Hreinsar hug minn hverfur mitt hugarvíl. Hroki, kergja, heift herklæðin falla af mér. Hlýr grætur Guð glaðnar yfir mér. Gegnum skýin brýst sólin stafar geislum frá minni sál. Gatan er greið ég geng með æðri mætti. Að lokum eru hér nokkur sýnis- horn úr spakmælasafni Friðgeirs Einars, sem hann vill eflaust ekki kalla spakmæli, en eru það nú samt! Og hér koma nokkur spak- mælanna: Karlar lofa fjöllyndi kvenna á meðan þeir líða ekki fyrir það. Of margar konur hafa aldrei hugmynd um að þær eru listaverk en finnst þær vera myndir til að mála eftir númerum. Erfitt er að finna verri fjandmenn en þá sem keppa um ástir sömu konu. Þegar hún hefur hryggbrotið báða eru betri vinir vandfundnir. Hjón ættu aldrei að stíga í vænginn við hvort annað. Það gerir hjónabandið svo tilgangslaust. Ást er einstök. Hjónaband er allt annað. Skylda manns er það sem hann ætlar konu sinni að gera. Sumir vita aldrei hvað þeir eiga að segja. Aðrir segja aldrei það sem þeir vita. Það er aðeins eitt betra en heimskur þingmaður, sagði stjórnmálamaðurinn, og það eru heimskir kjósendur. Án þeirra væri ég ekki á þingi. Fólk ætti aldrei að taka lífið alvarlega. Við erum alla ævi að læra að lifa og hvað svo? Jú, svo deyjum við. Friðgeir Einar Kristjánsson. Hlerað í hornum Börnin voru búin að vera anzi óþæg og höfðu fengið kartöflur í skóinn kvöldið áður. Og ofan í kaupið var svo fiskur í matinn. Mamma þeirra var að hvetja þau til að borða vel svo þau fengju nú ekki kartöflur í skóinn aftur fyrir að vilja ekki borða. Þá sagði sá sex ára: “Nú er ekki bara gott að jóla- sveinninn kemur með kartöflur . Þá getum við safnað þeim saman handa þér nreð þessum fiski þínum.” *** Sá sex ára hafði verið í óþekkara lagi og um kvöldið grunaði hann að nú fengi hann kartöflu í skóinn. Hann fór þess vegna út að glugga og mamma hans heyrði hann segja: “Góði jólasveinn. Ef þú verður að gefa mér kartöflur í skóinn, viltu þá hafa þær franskar.” Ráðningar á gátum frá bls. 46 I. Eva, 2. Tíminn, blöðin dagur og nótt, 3. Litur og skuggi, 4. Kindarhorn, 5. Refurinn, 6. Skór, 7. Kerti. 8, Fall. 9. Koddinn, 10. Nafnið, II. Hatturinn, 12. Nálin, 13. Una, 14. Steinn, 15. Stökkva upp á nef sér, 16. Skeifa, 17. Þegar hann þegir, 18. Reykurinn, 19. Bókin, 20. Snældan, 21. Tungan. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 47

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.