Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 19
hugmyndir að fram- tíðarsýn og hafði sitt sýnst hverjum og engin ákvörðun verið tekin. Stjórn SÍBS er nú skipuð níu mönnum og þrem til vara. 3 frá hverjum- SÍBS deildunum, LHS og Astma og ofnæmis- félaginu og svo einn til vara frá hverjum. Núverandi stjórn er skipuð svo: Haukur Þórðarson formaður, Davíð Gíslason vara- form.; aðrir í stjórn: Björn Ólafur Hall- grímsson, Gísli J Eyland, Hannes Kolbeins, Sigurður Helgason, Þor- bergur Þórðarson, Þorbjörn Arnason og Þorsteinn Sigurðsson. Til vara: Jón Þór Jóhannsson, Sigrún Bjarnadóttir og Thelma Grímsdóttir. Reiknað er með að áætlun um innra skipulag sambandsins verði afgreidd á næsta þingi SÍBS í haust. Happdrœtti SÍBS ramkvæmdastjóri happdrættis- ins, Helga Friðfinnsdóttir og Haukur sögðu svo frá hinni drjúgu tekjulind sem happdrættið væri og hefði verið, svo sköpum hefði skipt fyrir alla uppbyggingu á vegum sam- bandsins. Happdrættið verður 49 ára á þessu ári, það er til þess stofnað með sérstökum lögum frá Alþingi. Gísli Jónsson, þingmaður Barðstrendinga, var fyrsti flutningsmaður lagafrum- varpsins, en það fluttu þingmenn allra flokka og um það eining góð. I sögu SIBS frá 50 ára afmælinu er einmitt bráðskemmtileg frásögn af því þegar Gísli tók málið að sér með öllum þeim röskleika og krafti sem honum fylgdi. Gísli reyndist SIBS með afbrigðum vel, gaf SÍBS útgáfurétt á bókum sín- um og gaf sambandinu sumarbústað sinn á Þingvöllum, Hrafnagjá, sem enn er nýttur vel. Höfðingleg rausn hans er í mætum minnum höfð. Við happdrættið starfa alls 8 manns í 7 1/2 stöðugildi, framkvæmda- stjórinn, 3 í aðalumboðinu, gjaldkeri, fulltrúi, starfsmaður í hálfu starfi og síðast en ekki síst er samskiptaaðili við öll umboðin en umboðsmenn á landinu öllu eru yfir 100 og eðlilega veltur gæfa happdrættisins mjög á þeim. Þau sögðu okkur skemmtilega sögu af umboði í kjallara húss á horninu á Grettisgötu og Frakkastíg, umboði sem þar hefði verið frá upp- hafi og væri stærsta umboðið í Reykjavík hvað sölu varðaði fyrir utan aðalumboðið. Þar værinúþriðja kynslóðin að koma til að kaupa og endurnýja. Guðbjörg sú sem þar ræð- ur ríkjum gegndi í margri grein hlut- verki félagsmálastofnunar fyrir marga í raun og leysti úr málum og greiddi leið fólks. Helga sagði ekki ástæðu til að kvarta yfir afkomu happdrætt- isins, undanfarin ár hefði það skilað hagnaði 30-34 millj.kr. árlega. Þau Helga og Haukur bentu á það að lög- ákveðið væri hversu ágóðanum skyldi varið þ.e. til uppbyggingar á Reykja- lundi, uppbyggingar og reksturs Múlalundar og til annarrar félags- málastarfsemi SIBS. Því hefur svo sannarlega verið fylgt í hvívetna. Reykjalundur ér í blaðinu hefur sú holla heilsustofnun Reykjalundur verið að verðleikum kynnt, en SÍBS á Reykjalund, þar hófst starfið, þar var stórvirkið mest unnið fyrir hag og heill berklasjúkra og síðar ótalinn fjölda alls kyns sjúklinga sem þangað hafa sótt endurnæring og margra meina bót. Reykjalundur hefur s.s. Múlalundur 5 manna stjórn, þar af er einn fulltrúi starfsfólks á báðum stöð- um og á Reykjalundi er einnig einn þessara fimm frá heilbrigðisráðu- neytinu skv. lögum þar um. Reykjalundur stendur auðvitað fyrir hvoru tveggja: endurhæfingarmið- stöð og framleiðslu- stað. Framleiðslan á Reykjalundi er nær öll tengd plasti: plast- rör, plastfilma og plastumbúðir margs konar. Með vaxandi véltækni hefur fram- boð á vinnu breyst mikið, mannshöndin kemur ekki lengur að í svo ríkum mæli sem áður var. Þarna eru 25 öryrkjar í vinnu bú- andi annars staðar og auðvitað munar veru- lega um það. Nú orðið er lítt um það að vistfólk á Reykjalundi sé þarna í starfshæfingu. Hins vegar segir Haukur það vera framtíðardraum að iðjuþjálfun verði tengd við beina starfsþjálfun og í því sambandi bendir Haukur einnig á æskileg tengsl við Starfsþjálfun fatlaðra, en umræður þar um hafnar. Það er við marga og ólíka sjúkdóma fengist á Reykjalundi og starfseminni skipt í svið sem eru: mið- taugakerfissvið, gigtarsvið, verkja- svið, hæfingarsvið, lungnasvið, hjartasvið, geðsvið og næringarsvið. Þarna er til staðar sjúkraþjálfun, iðju- þjálfun, heilsuþjálfun, talþjálfun, félagsráðgjöf að ógleymdri hjúkrun- inni. A Reykjalundi er bæði almenn rannsóknarstofa og svo hjarta- og lungnarannsóknarstofa og er þá margt ótalið. Á Reykjalundi eru 170 rúm, þar eru um 340 starfsmenn í 260 stöðugildum. Meðaldvalartími fólks er u.þ.b. 6 vikur. ✓ Aárinu 1997 voru dvalar- eða legudagar samtals 61828. Skipt- ing sjúklinga eftir komuástæðum 1997: (Sjá töflu á næstu síðu) Eins og sést af þessu þá eru það gigtsjúkdómar og svo hjarta- og æðasjúkdómar sem flesta hrjá, en aðrir sjúkdómar svo sem lungnasjúk- dómar fylgja þarna fast eftir. Talan 1319 sýnir okkur vel hina gríðarlegu þýðingu Reykjalundar í endurhæfingu hér á landi, en biðtími til að komast þangað mun umtalsverður, svo mikil er ásóknin. Sá, sem hefur notið þess mikla endurhæfingarstarfs sem þarna FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.