Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 2

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 2
fréttabréf ÖRYRKJABANDALAGS ÍSLANDS 1. TÖLUBLAÐ 11. ÁRGANGUR 1998 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Helgi Seljan Umbrot og útlit: K. Fjóla Guðmundsdóttir. Prentun: Steindórsprent Gutenberg Forsíðumynd: Þór Jónsson Aðrar ljósmyndir: Hafliði Hjartarson o.fl. Frá ritstj óra Ellefta útgáfuár Fréttabréfs Öryrkjabandalagsins er hafið. Enn eitt eintakið berst ykkur nú, það fertugasta og fyrsta í röðinni. Horft til baka um þessi rúmlega 10 ár er þökkin efst í huga ritstjóra fyrir allt það efni er hann hefur fengið í blaðið frá svo ótalmörgum, ágætum höfundum. Jafnljóst er svo hitt að helsti galli þess er þó sá, hve ritstjóri heldur oft á penna af margvíslegu tilefni, sem eflaust léti mörgum nákomnari betur að greina frá eða reifa rösklega. Það eitt er hins vegar dýrmætt að mega á einum stað finna svo mætan fróðleik um atburði sem ávinninga, um hina ævarandi baráttu svo og fræð- andi greinar um hin margvíslegu málefni. Það sem mistekist hefur og hlýtur að skrifast á reikning ritstjóra er að gera blaðið að virkum lif- andi vettvangi hins almenna félaga í okkar mörgu ágætu félögum. Menn hafa ekki, með örfáum undantekningum, fundið ritgleði sinni farveg á síðum þessa blaðs, sem á þó að vera þeirra málgagn umfram annað. En það kostar sitt að gefa út og senda sextán þúsundum blaðið án endurgjalds. Áætlaður kostnaður þessa árs að öllu óbreyttu er 6,5 millj. kr., sem þýðir 1/8 allra útgjalda bandalagsins. Við þessar aðstæður er eðlilegt að spymt sé við fótum og spurt um mikilvægi og þýðingu þessarar fjárhæðar í þetta eina verkefni. Til greina kemur að skoða þrjú blöð á ári í stað fjögurra, harðar verði gengið fram í að einungis skuldlausir félagar fái blaðið, fækkað verði blaðsíðutali hvers eintaks o.s.frv. Ljóst er að á tímamótum er staðið og skylt að skoða alla kosti þegar um slíkar fjárhæðir er að tefla. Til þess er ritstjóri reiðubúinn, en áfram vill hann þó mega trúa því að blaðið sé bandalaginu brýn nauðsyn og af því góða að gefa það út. Helgi Seljan Helgi Seljan EFNISYFIRLIT Frá ritstjóra...........................2 Yfirfærslan, gráa hættan og réttindin...3 Verðug athygli á vasapeningum vakin.....4 Andlit Styrktarfélagsins................5 Útskrift hjá Starfsþjálfun fatlaðra....10 Ferlimál á alþjóðadegi fatlaðra........11 Umsjón.................................12 Helios II - þátttaka íslands...........15 Hjálpartækjamiðstöðin heimsótt.........16 SÍBS sótt heim.........................18 Tvær ágætar athafnir...................21 Frá FAAS...............................22 Hlerað............23 24 30 33 35 37 43 47 Kveikjum ljós..........................24 Ávarp á samstöðuhátíð í Stykkishólmi.... 25 Ástkæra ylhýra málið...................25 Félagslegt tryggingakerfi..............26 Samráðsfundur..........................28 Af stjórnarvettvangi..................29 Búktalari Halaleikhópsins.............31 Heimsókn umboðsmanns..................32 Úr minningaþáttum Bergs...............33 Yfirborðsmennska......................34 írafárið..............................36 Samstöðuhátíð.........................38 Geðheilsa bamsins þíns................39 Um starfsemi Foreldrafélags...........40 Skyggnst um gættir í Gerðubergi.......42 Velvirðingar beðizt...................43 Listasmiðjan sótt heim................44 Styrk þú mig..........................45 Hjúskaparmál öryrkja..................45 Gamlar gátur..........................46 Meginregur SÞ á Alþingi...............46 Bundið mál og laust...................47 Klúbburinn Geysir.....................48 Snillingurinn.........................48 Fjögur ljóð...........................49 í brennidepli.........................50 2

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.