Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Side 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Side 36
Á kvöldvöku. írarnir með sína dagskrá. IRAFARIÐ Dagana 25. október til 1. nóvember 1997 voru stadd- ir hér á landi 39 fatlaðir og ófatlaðir Irar á vegum samtakanna Fólk með fullu viti. Samtökin voru stofnuð af Margréti E. Stefánsdóttur í apríl 1992. Markmið þeirra er að gera ungt hreyfihamlað fólk virkara í félagslífi. Félagsskapurinn hefur farið ört vaxandi og nú taka 20.manns reglu- lega þátt í starfsemi hans. Hingað til hefur verið farið í sumarbústaðaferðir, leikhús, kaffihús, skemmtanamaraþon og margt fleira. Móttaka írska hópsins er hins vegar langstærsta verkefnið sem Fólk með fullu viti hefur tekið þátt í og hefði aldrei orðið að veru- leika ef ekki hefði komið til rausnar- legur styrkur frá verkefninu Ungt fólk í Evrópu. Það verkefni er á vegum Evrópusambandsins og er ætlað að gefa ungu fólki í Evrópu aukin tæki- færi til innbyrðis tengsla. Eins og áður sagði komu Iramir til landsins síðdegis laugardaginn 25. október. Þau höfðu þá verið á ferða- lagi frá því klukkan fjögur um morg- uninn, því þau þurftu að fljúga frá Dublin til London og þaðan til Kefla- víkur. Löng bið á Heathrow- flugvell- inum í London og þessir hefðbundnu erfiðleikar við það að fá flugfélög til að taka tillit til hjólastólafarþega höfðu tekið sinn toll, þrátt fyrir að þau væru himinlifandi að vera loksins komin til íslands. Við notuðum tæki- færið í rútunni á leið til Reykjavíkur og héldum smá fyrirlestur um Islands- sögu, menningu, atvinnuhætti og fleira. Við minntumst aðeins á tengsl íslendinga og Ira á víkingatímanum, en lofuðum að gestir okkar myndu fá betri meðferð en forfeðurnir. ✓ IReykjavík var áð og Irunum boðið til kvöldverðar í Hinu Húsinu við Aðalstræti. Hitt Húsið átti eftir að gegna stóru hlutverki í ferðinni, enda engin furða því þar hafði skipulags- vinna ferðarinnar verið unnin. Eftir að írarnir höfðu fengið magafylli, var þeim kontið aftur upp í rútu og ekið upp í Mosfellsdal, þar sem þeir dvöldu í húsnæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal. Eftir að við höfðum kynnt okkur sjálf og einstaka dagskrárliði og rætt við hópinn stund- arkorn, þá gáfum við þeim tækifæri til þess að komast í hvíld, því fram- undan var viðburðarík vika. Sunnudagurinn byrjaði með mál- þingi um morguninn. Fyrsta mál á dagskrá voru hjálpartæki. Fyrirles- ararnir voru tveir; Lárus Gunn- steinsson skósmiður og Vilhjálmur Guðjónsson stoðtækjasmiður. Fjör- legir og greinargóðir fyrirlestrar þeirra féllu vel í kramið og Iramir voru mjög hrifnir af vinnulagi hjálpartækjasmiða hér á landi. írarnir buðu síðan upp á hádegismat. Eftir hádegismat var síðan farið með hópinn í gönguferð upp að Mosfellskirkju og talað um tvo merka menn sem þeim stað tengjast: Egil Skallagrímsson og Halldór Kiljan Laxness. Og það kom jafnvel okkur sjálfum á óvart, hversu sterk tenging er milli þessara tveggja þjóða í gegnum menn eins og Egil og Hall- dór. Að lokinni gönguferðinni tóku við tveir fyrirlestrar frá Marín Jónas- dóttur, sem annars vegar fjölluðu um menntamál fatlaðra og hins vegar um atvinnumál. Síðan tók Guðmundur Magnússon við og fjallaði um ferli- mál. Báðir þessir fyrirlesarar voru rnjög fræðandi og skemmtilegir og Marín sló hreinlega í gegn. Þegar þessu málþingi síðan lauk var matast og síðan slegið upp kvöldvöku þar sem báðir hópar lögðu til efni. Irarnir voru hreinir snillingar í því að setja saman svona kvöldvökur og stundum fannst okkur eins og þetta væri þaul- æfður hópur skemmtikrafta. Þetta áttu þeir eftir að sanna enn betur eftir því sem á leið ferðina. Á mánudagsmorgun var farið í Hitt Húsið og þar var tekið á móti okkur með kynningu á starfseminni, sem er margs konar. Við borðuðum síðan hádegismat á Kakóbarnum. Þá var aftur stokkið upp í rútu og Reykjavrk skoðuð með aðstoð leiðsögumanns. Ferðin tók aðeins lengri tíma en við 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.