Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 30
Erfðafjársjóðs en fær aðeins 185 af 420 millj. kr., hitt rennur beint í ríkis- sjóð eða 235 millj.kr. Hann ræddi þá tengingu launa og bóta sem fyrir- huguð væri og hvergi nærri væri nógu örugg. Þar segir að bætur hækki skv. fjárlögum hverju sinni en “þó skulu þær taka mið af launaþróun” í stað þess að fylgja launaþróun eða þá launavísitölu sem öruggast væri. Þá væri það m.a. tryggt að launaskrið og einstakar umframhækkanir launataxta kæmu inn í myndina. Verðlagstrygg- ingin væri ekki mikils virði nú um stundir þegar launavísitala mældist og mundi mæla mun meira en verðlags- vísitalan. Sagði frá fundi þeirra Ásgerðar hjá heilbrigðis- og trygginganefnd Alþingis þar sem þau reifuðu þessar skoðanir algerlega í takt við álit for- manns Landssambands eldri borgara og forseta ASI svo og forystu B.S.R.B. Þá lýsti Helgi miklum áhyggjum út af því að lögbundin framkvæmd á hækkun frítekjumarks skyldi með öllu felld niður og málið skilið eftir í lausu lofti, hvað fram- kvæmd snerti. Framkvæmd frítekju- marks byggzt á breytingum bóta og annarra tekna milli ára, endurskoðað og breytt 1 .september ár hvert og allir allsáttir um alla framkvæmd. Nú mætti allt eins haga framkvæmd að vild þar sem hin lagalega viðmiðun yrði felld brott. Þau Ásgerður höfðu komið að eindregnum mótmælum við niðurfellingu þessarar lagagreinar og undir það tekið af áðurnefndum við- mælendum heilbrigðis- og trygginga- nefndar Alþingis. ✓ Asgerður Ingimarsdóttir fór þar næst yfir þau andsvör sem bandalagið hafði frá sér sent við umsagnarbeiðnum um lagafrumvörp og reglugerðir. Þar voru á ferð frum- varp til laga um ákveðin tengsl launa og bóta, þingmannafrumvarp ; frum- varp um tekju- og eignarskatt, frum- varp um umönnunargreiðslur og reglugerð um bygginga- og skipu- lagslög. Las hún andsvörin sem ýrnist voru til að lýsa yfir stuðningi, gera tillögur og athugasemdir eða mótmæla. Varðandi reglugerð um bygginga- og skipulagslög var spurt um hvenær handbókin: Aðgengi fyrir alla - kæmi út. Ólöf svaraði og kvað hana koma út á næsta ári. Helgi Seljan greindi frá kynningu á meginreglum S.Þ. en frá þeirri kynningu á Alþingi er greint annars staðar í blaðinu. Þá kynnti Ásgerður Ingimarsdóttir skipan í starfsnefndir bandalagsins til næstu tveggja ára. Nefndirnar eru sex talsins: Skipu- lagsnefnd undir forystu Björns Her- mannssonar; kjaianefndundirforystu Garðars Sverrissonar; atvinnumála- nefnd undir forystu Hafliða Hjartar- sonar; menntamálanefnd undir for- ystu Ólafs H. Sigurjónssonar; félags- málanefnd undir forystu Guðríðar Ólafsdóttur og búsetunefnd undir forystu Helga Hjörvar. Allar eru nefndirnar 5 manna. Undir liðnum: Önnur mál sagði Garðar Sverrisson frá heimsókn Bengts Lindquist hingað en hann var hérdagana8.-ll. desembersl. Bengt er umboðsmaður fatlaðra hjá Samein- uðu þjóðunum og var hér í boði Blindrafélagsins, Þroskahjálpar, Mannréttindaskrifstofu íslands og Öryrkjabandalagsins. Bengthitti m.a. að máli forseta íslands, ráðherra og forsætisnefnd Alþingis. Haldin var fjölsótt ráðstefna á Hótel Sögu um stöðu málefna fatlaðra hér á landi í Hlerað í hornum Hann: “Hvað myndirðu nú segja ef ég kyssti þig?” Hún: “Mikiðvar”. Kona ein fyrir norðan, heldur vit- grönn, var að segja frá því að nú væri hún trúlofuð. Aðspurð um hvað sá lukkulegi héti svaraði hún svo. “Ég er nú ekki alveg viss hvað hann heitir, en hann er kallaður Lilli og er haltur og keyrir grænan vörubíl.” Kona ein vestra var spurð um hvað amma hennar hefði heitið. Þá kallaði hún til eiginmannsins: “Æi, Nonni, hvað hét hún amma mín nú aftur?” Frú ein á virðulegum aldri settist í veizlu einni við hlið afar virðulegs prófessors á líkum aldri og hún sjálf sem þekktur var fyrir að vera í meira lagi utan við sig. Hún spurði pró- fessorinn að því hvort hann þekkti sig virkilega ekki en hann harðneitaði. alþjóðlegu samhengi. Þar var Bengt Lindquist aðalfyrirlesari en nokkrir valinkunnir einstaklingar fluttu þarna einnig erindi, skipt var í umræðuhópa sem svo skiluðu áliti í lokin. Garðar sagði að Bengt hefði lagt megináherzlu á fulla þátttöku fatlaðra hvarvetna í samfélaginu með áherzlu á sjálfsögð mannréttindi fyrir alla. Garðar sagði að í heimsókn til forseta Islands hefði sú hugmynd komið upp að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu með þátttöku stjórnvalda hér um mann- réttindi og fatlað fólk. Helgi Hjörvar sagði frá viðræðum Bengts við utanríkisráðuneytið m.a. um stuðning við embætti umboðs- manns fatlaðra hjá S.Þ. og því vel tekið þar á bæ. Helgi spurði einnig um hversu liði framkvæmdum við væntanlega nýbyggingu við Sléttuveg og svaraði Anna Ingvarsdóttir því til að undir- búningsvinna og hönnun yrði í fullum gangi í vetur. Formaður óskaði svo öllum gleði- legra jóla, árs og friðar og sleit fundi rúmlega hálf sjö. Á eftir var gengið að girnilegu jólahlaðborði og því gerð afar góð skil. H.S. “Það er ómögulegt að þú munir ekki eftir mér. Þú sem baðst mig einu sinni um að giftast þér.” Prófessorinn spurði þá: “Og gerðir þú það?” *** Eiginmaðurinn var að kíkja á heim- ilisbókhald konu sinnar. Þar rakst hann á töluna 1745 kr. og fyrir framan skráð: G.m.v.h. Hann spurði konuna hvað þetta þýddi nú. “Já, þetta. Það þýðir bara: Guð má vita hvað.” *** Barnið spurði mömmu sína að því hvort öll ævintýri byrjuðu á orðunum: Einu sinni var. “Nei, sum byrja svona: Ég er anzi hræddur um að ég verði að vinna frameftir á skrifstofunni í kvöld.” Kona ein eystra átti unga dóttur á hernámsárunum sem lenti í því að eignast barn með Breta. Áhyggjufull sagði amman við vinkonu sína: “Ég er bara svo hrædd um að ég skilji ekki blessað barnið þegar það fer nú að tala enskuna sína.” 30

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.