Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 41
að meiri kunnáttu og
færni. Lýðskólinn
byggist hins vegar á
svipuðum hugsjónum
og lýðskólar á hinum
Norðurlöndunum og
skiptist starfsemin í
tínrabil þar senr unnið
er með ákveðin við-
fangsefni hverju
sinni. Skólinn veitir
engin réttindi en er
hugsaður sem áfangi
á lífsleiðinni.
Hauststarfið hófst
með fundi með
Kristjáni Magnússyni
sálfræðingi frá
Akureyri. Yfirskrift-
in var: Misþroski,
hvað er til ráða? Fyrirlesturinn var
mjög vel sóttur og á hann komu
margir “nýir” fundargestir. Kristján
fór yfir þau ráð sem hann kunni best,
auk þess sem hann dreifði miklu af
gögnum með uppiýsingaefni, m.a. rit
sem hann hefur sjálfur tekið saman
og er til í fræðsluþjónustunni.
✓
Ibyrjun desember tók loks, eftir
mikinn undirbúning, Upplýsinga-
og fræðsluþjónusta um misþroska til
starfa að Bolholti 6, þriðju hæð.
Innréttuð hefur verið góð skrifstofa
ásamt stórri geymslu og þar er flest
það við höndina sem nota þarf. Keypt
var gott safn fræðibóka í Danmörku í
samráði við Málfríði Lorange sál-
fræðing og meira fræðiefni barst frá
Bandaríkjunum. Einnig notaði stjórn-
in tækifærið og tók til í öllum gögnum
félagsins sem safnast höfðu upp á
þessum nær tíu ámm, og nú eigum við
góðan og aðgengilegan gagnabanka
bóka, tímarita og greina. Einnig eru
til nokkur myndbönd með efni tengt
misþroska. Fræðsluþjónustan er opin
alla virka daga kl. 14 til lóogersím-
inn þar 581 1110.
Reykjavíkurborg styrkti þjónust-
una með stofnframlagi og Rauði
krossinn ákvað að leggja fram rausn-
arlega fjárhæð til styrktar starf-
seminni. Helgi G. Jónsson málara-
meistari gaf okkur málningu og vinnu
sína og Caritas á íslandi helgaði
aðventusöfnun sína 1995 starfsemi
okkar og BUGL. Lára I. Ólafsdóttir,
ekkja Sveins Más Gunnarssonar
barnalæknis, lét okkur í té til
varðveislu sófa hans og sófaborð en
Sveinn Már heitinn vann ásamt
félaginu að stofnun fræðsluþjónustu
þegarhann veiktistárið 1994. Kunn-
um við öllum velunnurum okkar bestu
þakkir fyrir rausnarleg framlög sín
sem gera það að verkum að við getum
haldið úti öflugu fræðslustarfi.
Hér er við hæfi að nefna Minn-
ingarsjóð Sveins Más Gunn-
arssonar. Þótt sjóðurinn heyri ekki
undir félagið sem slíkur tók það þátt í
að byggja hann upp og kynna. Gjafir
hafa borist erlendis frá og drjúgt hefur
safnast hér á landi við sölu minning-
arkorta. Fræðsluþjónustan getur síðan
sótt um styrki til ákveðinna hluta eða
verkefna þegar þar að kemur.
íþróttafélag fatlaðra stendur fyrir
vel sóttum íþróttatímum fyrir mis-
þroska börn tvisvar í viku. Sundnám-
skeið eru haldin á vorin bæði í
Reykjavík og Hafnarfirði og nú er
verið að hrinda af stað stuðningshópi
fyrir unglinga og ungt fullorðið fólk
með misþroskavandamál.
FFMB er aðili að Öryrkjabanda-
lagi íslands og fulltrúi okkar í stjórn
þess er Heidi Kristiansen. ÖBI hefur
styrkt starfsemi félagsins, m.a. til
útgáfu, námskeiðahalds og þátttöku í
norrænu samstarfsnefndinni sem nú
stefnir að þingi á Islandi í október
1999. Fulltrúar íslands í þeirri nefnd
eru Matthías og Málfríður.
Á þessu fimmta norræna þingi um
DAMP/misþroska verður reynt að
gefa heildarmynd af stöðunni í dag og
að fá helstu sér-
fræðinga nálægra
landa í þessum efnum
íheimsókn. Aðgang-
ur er takmarkaður við
þann fjölda sem
kemst í fundarsal
Hótel Loftleiða, þ.e.
um 250 manns, og
verður áhugavert að
sjá hvernig gengur að
fyllahann. Fjárhags-
grundvöllur er í
athugun en það er
ljóst að ráðstefnu-
gjald (ásamt fæði)
verður umtalsvert. Á
ráðstefnunni í
Árósum 1996 vaiþað
DKK 2.150 eða vel
yfir 22.000 íslenskum og við verðum
jafnvel að hafa það eitthvað hærra.
Ráðstefnan verður frá föstu-
dagsmorgni til laugardags-
kvölds. Dagskráin er í mótun og ætti
að liggja fyrir í öllum aðaldráttum á
fundi nefndarinnar hér á Islandi í
haust. Það er afar áhugavert að kynn-
ast þessu erlenda fagfólki sem hefur
svo mikinn áhuga á málefninu að það
er til í að fórna vinnudegi og eyða
helginni kauplaust í svona ráðstefnu.
Enginn fyrirlesari fær greitt fyrir sitt
framlag nema þeir allra þekktustu,
jafnvel ekki nema einn til tveir á allri
ráðstefnunni. Innanlandsdeild Urvals/
Utsýnar undir stjórn Helgu Láru
Guðmundsdóttur annast “praktískar”
hliðar undirbúningsins.
Á árinu 1997 voru haldnir tveir
undirbúningsfundir norrænu sam-
starfsnefndarinnar fyrir ráðstefnuna,
í Ósló og Stokkhólmi. Á þessu ári er
fyrirhugaður fundur í Finnlandi í maí
auk áðurnefnds fundar hér á landi í
haust.
Þessu yfirliti er ætlað að gefa mynd
af þeirri starfsemi sem fram fer í
Foreldrafélagi misþroska barna. Við
teljum sjálf að hún hafi skilað aukinni
þekkingu um vandann sem er tví-
mælalaust stærsta einstaka heilbrigð-
isvandamál barna nú á tímum.
F.h. stjórnar félagsins
Matthías Kristiansen
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
41