Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 38

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 38
SAMSTÖÐUHÁTÍÐ Haldið á vit Hólmara Undanfarin ár hefur Öryrkja- bandalag Islands haldið samstöðuhátíð á aðventu til að minna á málefni fatlaðra og veita viðurkenningu þar sem vel hefur ver- ið að verki staðið, örva og hvetja til átaka góðra. Gefið hefur verið jólatré í byggðarlag eða bæj- arhluta með tilheyr- andi athöfn í tengsl- um við afhendingu trésins. Fyrsta samstöðu- hátíðin var við Lang- holtskirkju í Reykjavík, þá var haldið til Egilsstaða, næst í Mosfellsbæinn að Hlein við Reykjalund, svo var til Sauðárkróks haldið, þar næst til Akureyrar, í fyrra farið á Selfoss og nú haldið í Stykkishólm. Þessar samstöðuhátíðir hafa verið einstak- lega vel heppnaðar og vakið verulega athygli á baráttumálum fatlaðs fólks og þeim skyldum er samfélagið á sannarlega við þessa þegna sína. Hinn 12. des. sl. var í Hólminn haldið með þeim örugga og ágæta bifreiðarstjóra, Steindóri Björnssyni, sem ekki er aldeilis ókunnugur ferðamálum fatlaðra. Við ferðalangar viss- um að fyrir öllu mundi vel séð vestur þar, en um undirbún- ing þessarar hátíðar höfðu þeir séð Helgi Hróðmarsson hér syðra og Magnús Þorgrímsson fram- kvæmdastjóri Svæð- isskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlandi og fyrrurn stjórnar- maður hjá Öryrkja- bandalagi íslands með auðvitað ómet- anlegri aðstoð heima- manna í Hólminum. Af reynslu fyrri hátíða vissum við enda einnig að þar sem Helgi okkar Hróðmarsson er í forsvari er fyrir öllu séð. Veðrið var einstaklega gott alla leiðina, en jörð snævi þakin og t.d. allmikill snjór vestra á þeim fræga Snæfellsnesfjallgarði, hins vegar hreint hlemmifæri yfir Kerlingarskarð og Breiðafjörðurinn brosti við okkur í ljósaskiptunum þegar vestur kom. Jólatréð var á svokölluðum Frúar- hól, ekki fjarri höfninni í Hólminum, en þar munu bæjartré Hólmara hafa staðið fyrrum. Er þetta fallegur staður og ber tréð vel. Við litum fyrst inn til þeirra Magnúsar Þor- grímssonar og Hönnu Jónsdóttur í aðstöðuna þeirra í Hólminum, þröng- býlt er þar en þar er hýst leikfangasafn, allnokkuð að vöxt- um. En ekki úr vegi að kynna ferðalanga til sögu en þeir voru: framkvæmdastjómar- mennirnir Haukur, Hafliði og Ólafur H., Asgerður fram- kvæmdastjóri og svo við nafnarnir Hróðmarsson og Seljan. Haldið var svo að Frúarhóli og þar safnaðist saman góður hópur sem trúlega hefur talið nokkuð á annað hundrað. Þar var sannkölluð hátíðarstemning. Skýr og skörulegur kynnir var Helgi Hróðmarsson sem bauð fólk velkomið, en í upphafi lék lúðrasveit Tónlistarskólans af list góðri, en tónlistaráhugi sem iðkun þeirra Hólmara löngu landskunn. Ávarpið af bandalagsins hálfu flutti Ásgerður Ingimarsdóttir, en það snart greinilega hug og hjörtu viðstaddra, og er hér í blaðinu birt. I lokin bað hún tvö fimm ára fötluð böm að tendra ljós á trénu, en það voru þau Kar- en Hjartardóttir og Helgi Jóhann Ellerts- son. Ljósin voru tendruð við fögnuð viðstaddra, Ijómuðu glatt og lýstu upp Frúarhólinn og næsta nágrenni hans. Eftir ljúft tónlistaratriði lúðrasveitarinnar við söng félaga úr kirkju- kórnum flutti sóknar- presturinn séra Gunn- 38

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.