Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 11
Ferlimál á alþjóðadegi fatlaðra
að fólk sem fylgist með
málefnum fatlaðra, að ekki sé
nú talað um ferlimál, hefur
ugglaust veitt því eftirtekt að á
alþjóðadegi fatlaðra - 3. des. hefur
Sjálfsbjörg- landssamband fatlaðra
nýtt hið gullna tækifæri vel á undan-
fömum árum. Vakin hefur verið verð-
ug athygli á ferlimálum og af því
tilefni tölti ritstjóri til Guðmundar
frænda síns Magnússonar yfir í Dag-
vist Sjálfsbjargar og tók hann tali um
framtak þetta.
Guðmundur er nefnilega formaður
ferlinefndar Sjálfsbjargar, segist hafa
tekið við af Guðríði Ólafsdóttur, þegar
hún varð formaður Sjálfsbjargar.
Raunar hét nefndin áður: Starfsnefnd
Sjálfsbjargar um ferlimál, en heitir nú:
Ferlinefnd Sjálfsbjargar. Guðmundur
segir nefndina vera níu manna, alls
staðar að af landinu. Svo skemmti-
lega vildi til að einmitt þennan dag
sem ritstjóri ræddi við Guðmund - árla
morguns auðvitað - þá var framundan
fundur í nefndinni og síminn þá
gjarnan nýttur til að samband sé við
nefndarmenn í Neskaupstað og á
Akureyri. Að sögn Guðmundar þá var
það árið 1995 sem þessi dagur var
fyrst nýttur til þessa þarfa málefnis en
þá var það líka gjört af miklum
myndarskap.
Samkoma mikil var í Háskólabíó
haldin og töluvert mikið um
dýrðir. Efnt hafði verið til leikrita-
samkeppni um málefnið, til 1.
verðlauna valinn einþáttungur eftir
þrjá sjúkraþjálfara, hann sýndur og
þótti sómi að. Nú svo voru
veittar viðurkenningar fyrir
gott aðgengi. Mat þar á
höfðu þeir Carl Brand og
Guðmundur haft með hönd-
um, en fyrirkomulagið það
að Sjálfsbjörg - ferlinefnd -
auglýsir eftir þeim sem vilja
láta meta aðgengi hjá sér,
það er svo gjört í nóvember
í síðasta lagi til að kanna
hvort viðkomandi sé verður
viðurkenningar, þetta hefur
verið gjört svo öll árin og
gefist vel.
Nú 1996 var svo haldið í Kringl-
una, m.a. vegna þess að hluta af
Kringlunni var veitt viðurkenning
fyrir gott aðgengi.
Þar var hin ágætasta dagskrá þar
sem mætir listamenn stigu á stokk og
það náðist að vekja athygli hjá gestum
Kringlunnar, (sem ekki eru nú sérstak-
lega fáir á þessum tíma), á málefninu
og eins sinntu fjölmiðlar þessu ágæt-
lega.
Og þá erum við komin yfir á árið
1997 og ég bið Guðmund að lýsa síð-
asta átakinu 3. des. sl., en ritstjóri var
þar einnig á vettvangi og þótti mæta-
vel til takast.
Guðmundur minnti í þessu sam-
bandi á það að Sjálfsbjörg veitir
ekki bara viðurkenningar fyrir gott
aðgengi, það er einnig af alvöru
áminnt þar sem aðgengis er ekki gætt
sem skyldi eða þá að það er alls ófull-
nægjandi. Þess vegna er Þrándur í
Götu einnig til og sú áminning þeim
gefin sem þykja lakastir allra. Þannig
var það með umhverfisráðuneytið
1994, en það hafði þá flutt í Vonar-
strætið og aðgengi einfaldlega ekkert
og því sjálfgefið að þetta ráðuneyti
sem á að sjá til þess að umhverfi allt
sé aðgengilegt fengi Þránd í Götu sér
til alvarlegrar áminningar.
Nokkur bragarbót hefur þarna
orðið með stigalyftu, þó ekki sé hún
nú nógu góð og beinlínis getur hún
verið varasöm, því hún er alltof mjó
að mati Guðmundar. En bót í máli
þó. Að lokinni úttekt á bragarbótinni
þótti einhver viðurkenning verðug og
því var það að 3. desember sl. var fyrst
haldið í umhverfisráðuneytið þar sem
Guðríður Ólafsdóttir flutti ávarp og
festi svo rós í hnappagat Guðmundar
Bjarnasonar umhverfisráðherra sem
viðurkenningu þó fyrir gjörð þessa,
sem tákn þess um leið að Þrándur í
Götu hefði skilað sínu. Þaðan var svo
haldið í Listasafn Islands, fólk kveikti
á kyndlum sínum og var blysum
brugðið á loft.
Listasafn Islands var valið sem
einn þeirra staða sem viðurkenningu
hlutu að þessu sinni. Allnokkurhópur
var þarna samankominn og m.a. var
félagsmálaráðherra Páll Pétursson
þarna á vettvangi.
Guðríður Ólafsdóttir ávarpaði
fólk og bauð það velkomið og
greindi um leið frá baráttu Sjálfs-
bjargar í ferlimálum. Tvær ungar kon-
ur Sophie og Marion léku hljómþýð
lög á hörpu af list og snilli.
Guðmundur Magnússon - formað-
ur ferlinefndar Sjálfsbjargar afhenti
svo þrem aðilum viðurkenningu fyrir
gott aðgengi: Ólafi Kvaran f.h. Lista-
safns íslands, Tryggva Ámasyni f.h.
Listhússins í Laugardal og Sveinbirni
Sigurðssyni f.h. Sjúkraþjálfarans ehf.
Þá söng Ingveldur Yr Jónsdóttir við
undirleik Önnu Guðnýjar Guðmunds-
dóttur, tær og falleg rödd ómaði um
sali og af varð yndi gott fyrir eyru
manns og sál.
Guðríður flutti svo lokaorð og bað
menn þiggja smáveitingar, sem gestir
gjörðu sér svo gott af.
Þrátt fyrir lög og reglugerðir sem
eiga aðgengi sem allra best
að tryggja þá er víða enn
Þrándur í Götu og þörfin
brýn að minna á nauðsyn
aðgengis fyrir alla. Jafn-
framt er verðugt verkefni að
veita þeim viðurkenningu
sem vel gjöra.
Ferlinefnd Sjálfsbjargar
er þarna að gjöra góða hluti
og það er einkar vel við hæfi
að nýta alþjóðadag fatlaðra
til að minna á ferlimálin.
Guðmundi er þakkað
gott spjall. H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
11