Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Síða 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Síða 44
Listasmiðjan sótt heim Formálsorð: Ritstjóri hefur sannarlega orðið þess áskynja að eitthvað skemmti- legt er að gerast á þessum vetri handan við ganginn hér í Hátúninu og nokkrir Sjöfn Guðmundsdóttir Fjóla Eðvarðsdóttir íbúar hér hafa lofsungið það sem þarna fer fram. Þeir hafa eðlilega spurtritstjóraþess hvort hann ætlaði ekki að greina frá þessari góðu starfsemi hér í blaðinu okkar allra og með þá uppörvun hélt hann á fund þeirra ágætu eðalkvenna sem þarna ráða ríkjum. Lista- smiðjan heitir þetta, hvorki meira né minna og mál til komið að kynna hér nokkuð nánar. Hverjar eru þetta nú? Að gömlum og góðum íslenskum sið er fyrst forvitnast um þessar konur sem þarna erja á akri: Sjöfn Guðmundsdóttir er mynd- listarkennnari og listmeðferðarfræð- ingur. Hún hefur kennt myndlist við Myndlistarskóla Akureyrar, Öskju- hlíðarskóla, Fósturskóla Islands og Hjallaskóla. Hún hefur líka haldið myndlistarnámskeið á vegum ITR í Hinu húsinu. Fjóla Eðvarðsdóttir er þroskaþjálfi og listmeðferðarfræð- ingur. Hún hefur m.a. unnið á Grein- ingar- og ráðgjafarstöð ríkisins, sam- býli fyrir blinda og sjónskerta og við listmeðferð á Bretlandi í fjögur ár. Báðar lærðu þær listmeðferð (Art therapy) í Hertfordshire - háskóla í Bretlandi. En hvað er svo s listmeðferð? Istuttu máli notast listmeðferð við myndlist og aðra myndræna miðla í lækninga- og meðferðarskyni. Kjarni listmeðferðar felst í lækn- ingalegu gildi þess að skapa eitthvað, að varpa skýrara ljósi á mismunandi óljósar tilfinningar. Hæfileikinn að tjá sig er eðlislægt einkenni á okkur mönnunum, það er sammerkt okkur öllum og nauðsyn- legt, að sýna hvað í okkur býr. Verði mannsröddin fyrir skaða eða þegar hún nær ekki að þroskast eðlilega eða einhverra hluta vegna nær ekki að nýt- ast sem samskiptatæki, getur tjáning í gegnum listir reynst mjög árangurs- rík. Myndir geta skýrt það sem við viljum segja, ekki síst það sem erfitt er að koma orðum að. Að tákngera tilfinningar og reynslu í myndum getur reynst mun öflugri tjáning og samskiptaleið en lýsing með orðum, og um leið gert sömu tilfinningar og reynslu mun aðgengilegri. Þegar listin er notuð til tjáskipta og síðan rædd við listmeðferðarfræðinginn, er hægt að öðlast bæði vitsmunalega og tilfinningalega innsýn með því að tengja merkingu myndarinnar við sitt eigið líf. Ef rýnt er í myndina er mögulegt að margt komi fram um mann sjálfan sem maður vissi ekki um áður. Hvað um leiðir að þessu marki? að er hið margvíslega og teygj- anlega eðli þessa starfs sem gerir það að verkum að fræðingurinn getur valið úr mismunandi leiðurn sem henta hverjum einstaklingi fyrir sig. Hér eru nokkur dærni: 1. Listmeðferð fyrir einstaklinga: Þessi aðferð hentar helst mjög virkum einstaklingum og felur í sér mjög náið samband og algert traust milli fræðings og skjólstæðings. 2. Lokað hópstarf: Sami hópur hitt- ist reglulega í skipulögðu starfi og lögð er áhersla á samskipti milli einstaklinganna sem og sterka samstöðu hópsins. 3. Verkefnahópar: Hópur sem finnur sér ákveðið þema sem unnið er að í sameiningu með það fyrir augum, hugsanlega, að halda sýningu á árangrinum í lok starfsins. 4. Aðgangur að vinnustofu: Fyrir þá skjólstæðinga sem kjósa að vinna að sinni list út af fyrir sig í óformlegu og afslöppuðu um- hverfi. Aðaláherslan lögð á að ein- staklingurinn finni árangurinn hjá sjálfum sér. Hvað er svo Listasmiðjan? istasmiðjan hóf starfsemi sína sl. haust. Meginmarkmiðið með stofnun hennar var að koma til móts við þörfina í skapandi myndlistarstarfi meðal fatlaðra. Reynslan hefur sýnt okkur að skapandi vinna er afar mikilvæg fyrir þennan þjóðfélagshóp og þá bæði til að gefa einstaklingnum tækifæri til að styrkja jákvæða í Listasmiðju er leikni góð. 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.