Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 6
Að þjálfa huga og hönd - og hjálpa ungri sál að skynja líkama sinn. landi. Þar hitti ég fyrst Svavar Pálsson með ungan son sinn, sem veikst hafði af lömunarveiki. Aður hafði Sveinbjörn Finnsson lent í sömu lífsreynslu með unganson. BæðiSvavarog Sveinbjörn voru meðal stofnenda Styrktarfélags- ins. Báðir leituðu þeir til danska félagsins “Foren- ingen mod Börnelamm- else” sem vísaði þeim á Dr. Clemmesen sem var einn þekktasti læknir á þessu sviði. Reynsla þeirra var svo góð, að sjúklingum frá Islandi fjölgaði. Danir hvöttu eindregið til stofnunar félags hér á landi til stuðnings lömunar- veikisjúkum. í upphafi ætlaði félagið aðeins að veita sjúklingum fjárhags- aðstoð til utanfarar, en á þessum árum var hvorki til þjálfað hjúkrunarfólk né sjúkraþjálfarar hérlendis. Flaustið 1955 braust svo út mesti lömunarveikifar- aldur sem komið hefur upp á Islandi. Þá var ljóst að fullkomin endurhæfingar- stöð varð að rísa hér. Flestir sjúklinganna voru lagðir inn á Heilsuverndarstöðina og þangað er Jónína kölluð til starfa. “Ég var aðeins 24ra ára, nýkomin úr námi og skorti starfsreynslu. Innan um allan þennan sjúklinga- fjölda gafst enginn tími til að hugsa - aðeins vinna og vinna - skortur á þjálfuðu Rætt við Jónínu Guðmundsdóttur forstöðukonu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra starfsliði var svo mikill. Mest voru þetta börn, en fullorðið fólk líka. Svip- aður faraldur var þá nýlega yfirstaðinn á Grænlandi og þaðan kom danskt hjúkrun- arfólk til að aðstoða okkur. Já, maður fékk mikla starfs- þjálfun á skömmum tíma.” Frumherjastarfið á Sjafnargötu “Sjúkraþjálfun var lítil utan sjúkrahúsa, þar til Styrktarfélagið keypti Sjafnargötu 14 og opnaði þar endurhæfingarstöð í byrjun árs ’56. Ég var eini íslenski sjúkraþjálfarinn og gat ekki skorast undan for- ystu. Þarna stóðu þeir uppi með sjúkraþjálfara sem hafði ekkert stéttarfélag á bakviðsig! Enginopinber launakjör!” Jónína skelli- hlær. “Félag íslenskra nuddkvenna var til, en ég vildi ekki ganga í það félag. Búið var að ráða Hauk Kristjánsson sem yfirlækni, en hann veiktist sjálfur af lömunarveiki og gat ekki hafið störf fyrr en ári síðar, svo að danskur læknir var ráðinn fyrst. í fyrstu snerist starfið aðallega um fórnarlömb lömunarveikinnar, sem oft var nefnd barnalömunar- veikin, þar sem börn urðu mest fyrir barðinu á henni. Avallt síðan hefur mikil áhersla verið lögð á þjón- ustu við börn sem fatlast hafa af ýmsum ástæðum,” segir Jónína. “Haustið ’56 var byrjað að bólusetja gegn lömunar- veiki og síðan hafa mjög fá tilfelli komið upp hér. Enn er ekki vitað með vissu, hvernig lömunarveikin smitast. Ekki vitað hvernig veikin gat skyndilega komið upp á afskekktustu stöðum. Ekki vitað af hverju einn fjölskyldu- meðlintur fékk veikina, ekki annar.” Jónína nefnir dæmi um tvenna barnunga tví- bura, sem fengu nákvæm- lega sömu umönnun, sváfu næstum í sama rúmi, en í báðum tilfellum veiktist aðeins annar tvíburinn. “Nú er skylda að bólu- setja börn, ekki fullorðið fólk, þó vitað sé að ónæmið endist aðeins í nokkur ár. Víða í þróunarlöndum er lömunarveiki enn landlæg eins og t.d. í Kenýa. Þang- að fórunt við hjónin nýlega og þurftum að láta við- bótarbólusetja okkur gegn henni. Ég sem hafði unnið við þetta í öll þessi ár og álitið mig örugga, komst að raun um að ég var alls ekki nógu vel varin. Mér finnst við alls ekki nægilega vak- andi fyrir þessu, þótt erfitt sé að hugsa sér að lömunar- veikifaraldur komi aftur upp eins og fyrir 43 árum.” Hvernig var að taka á móti og þjálfa svona mörg hreyfiskert börn, Jónína? “Þá varð maður að reyna að vega og meta tilfellin, hverjir væru möguleikar hvers og eins með mark- vissri þjálfun. Sjafnargatan var ekki að öllu leyti hentug fyrir starf- semina, tvær hæðir og kjallari. Við þurftum að bera sjúklinga upp og niður stigana, líka niður í kjallara, þar sem komið var upp lít- illi æfingalaug. Alltaf stóð til að setja lyftu utan á hús- ið, en úr því varð aldrei, þótt stöðin væri starfrækt þarna í tólf ár,” segir Jónína, “ótrúlegt hagræði, þegar við fluttum á Háaleit- isbrautina á eina hæð.” Sjónarmið sjúklings og sjálfboðavinna “Mér fannst Sjafnar- gatan ofsalega fín með litlu sundlauginni í kjallaranum. Og þar var Jónína,” segir Kristín Jónsdóttir þroska- þjálfi, ein þeirra sem man Jónínu frá upphafi hennar starfsferils. Kristín fékk lömunarveiki árið 1951, þá aðeins sjö mánaða gömul 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.