Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 4
svæði þar sem mörkin eru óskýr á milli málaflokka heilbrigðis- og félagsmála. Hvenær er t.d. maður sem er geðfatl- aður, fatlaður eða sjúkur þegar kemur að skilningi laga á réttindum hans? Hvers vegna hættir einstaklingur að vera fatlaður samkvæmt skilningi laga þegar hann verður 67 ára? A þessu þarf augljóslega að taka. Þeir einstaklingar sem eru á þessu gráa svæði verða oft fórnarlömb baráttu þjónustuaðila um að vísa ábyrgðinni á aðra til að halda sjóífjárhagsrammasínum. Gottdæmi um þetta er þegar Barna- og unglinga- geðdeild Landspítalans skilgreindi sig frá þjónustunni við einhverf börn, áður en tryggt var að eitthvað annað sam- bærilegt kæmi í staðinn. Steinhissa skólakerfi Það er með öllu óviðunandi hve það kemur menntamálaráðuneyti og skóla- yfirvöldum alltaf í opna skjöldu þegar fatlaðir einstaklingar komast á skóla- skyldualdurogknýjaþardyra. Ogenn- þá undarlegra er, hve það vefst fyrir því menntaða yfirvaldi að bregðast við þegar þessir sömu einstaklingar hyggja á nám í framhaldsskóla. Eftir mikla eftirgangsmuni foreldra leysast málin oftast seint og um síðir - þó ekki alltaf. Sumarúrræði fyrir fatlað skólafólk einkennast af skyndiplástralausnum, sem koma ekki í veg fyrir að margir foreldrar þurfa að hætta að vinna yfir sumartímann. A öllu þessu og mörgu fleiru þarf að taka við yfirfærsluna, og sumu ætti að vera hægt að snúa strax til betri vegar þegar Alþingi breytir lögunum næst, eins og fyrr var getið. Réttindagæslan Ljóst er að samfara yfirfærslunni þarf að stórefla réttindagæsluna, til að gæta nýrra grárra svæða og fylgja eftir nýjum og gömlum réttindamálum. Ég tel að réttindagæslan þurfi að eiga sér stað á tvennu “plani”. Annars vegar á sviði stjórnsýslunnar; hafa eftirlit með að þjónustuúrræði séu í samræmi við gildandi lög, fylgja eftir að þjónustan sé samfelld frá einu aldursskeiði til annars, beita sér fyrir nýjum úrræðum og stefnumótun - og sjá almennt til þess að embættismenn, undir hvaða stjórn- sýslustigi sem þeir kunna að heyra, séu á tánum í vinnunni sinni. Síðan er það réttindagæsla sem lýtur að hinu daglega lífi. Þangað gæti fólk með fötlun eða aðstandendur þeirra snúið sér ef þeim finnst á rétt sinn hallað af þeim aðila sem veitir til- tekna þjónustu. Þetta yrði hliðstætt núverandi hlutverki trúnaðarmanns fatlaðra, en næði til allra þjónustu- þátta við fólk með fötlun. Lokaorð Það er tímabært að fara að huga að því hvernig réttindagæslunni verður best fyrir komið: Sérstakt embætti Umboðsmanns fatlaðra, hlutverk hagsmunasamtaka, skil- virkt samspil við embætti á borð við Umboðsmann Alþingis og Um- boðsmann barna. Á réttindagæslan að heyra undir Alþingi, forsætisráðuneyti eða félagsmálaráðuneyti? Þetta og ótalmargt fleira er meðal þess sem ber á góma þegar þessi mál em rædd í hópi þeirra sem bera fyrir brjósti réttindi fólks með fötlun. Ég tel málið á því stigi að tímabært sé að hagsmuna- samtök fatlaðra fari að ræða þetta mál með markvissum hætti, komist að sameiginlegri niðurstöðu og fylgi henni eftir í þeirri miklu vinnu sem framundan er í tengslum við yfirfærsl- una. Halldór Gunnarsson Verðug athygli á vasapeningum vakin Arla þessa árs spurðist Ásta R. Jóhannesdóttir alþm. fyrir um það hjá heilbrigðis-og tryggingaráðherra hversu margir hefðu á undanförnum árum nýtt sér rétt sinn til vasapeninga svokallaðra þegar fólk sem inni á stofnunum eða heimilum vistast dveldist heima um helgar, á hátíðum, í sumarleyfum eða af öðrum ástæðum. I ljós kom að allnokkrir nýta þennan rétt og það fer talsvert vaxandi, en jafnframt var í efa dregið að næg kynning færi fram á þessum möguleika. Full ástæða er til að minna hér á, því um það er talsvert mikið að fólk fari þannig til síns heima, einkum þó um helgar, og einmitt til að mæta ákveðnum aukakostnaði við slíka heimadvöl var þessum greiðslum komið á. Undirritaður kom nokkuð nálægt þessu máli á sínum tíma f.h. Öryrkjabandalagsins, en forgöngu hér um hafði að öðru leyti kona ein, móðir geðfatlaðs drengs, sem sjálf var öryrki, en hafði lagt á sig ómælda fyrirhöfn og fjármuni til að hafa drenginn sinn þó það heima sem unnt var. Það var vel og drengilega við brugðist í ráðuneytinu þá hjá þeim Guðmundi Bjamasyni þáv. ráðherra tryggingamála og aðstoð- armanni hans, Finni Ingólfsyni og þessari skipan komið á sem verulega munar um. Um þetta em skýr ákvæði sem fólk er hvatt til að kynna sér sem best sem er í þessum sporum, tekur sína til sín um helgar, hátíðar eða í sumarleyfum og elur önn fyrir þeim þannig. Þess er rétturinn og hann er sjálfsagt að nýta, því hann kemur nokkuð vel til móts við þann aukakostnað sem óneitanlega fylgir slíku. Hér var þessi skipan kynnt á sínum tíma og full ástæða til endur- kynningar nú að gefnu þessu góða tilefni. Minnir enn og aftur á hve ötul framganga í réttlætismálum getur borið gifturíkan árangur sem margir mega njóta. Ég vildi gjarnan sjá fleiri svo röska og réttsýna liðsmenn eins og umrædd móðir reyndist í þessu tilviki, en ástæða einnig til að minna á hversu góð viðbrögð ráðamanna geta miklu skipt s.s. þeir Guðmundur og Finnur voru lýsandi dæmi um á þeirri tíð. H.S. 4

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.