Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 17
með fylgihlutum, persónulyftara svo- kallaða, öryggisþjónustu og bleiur. Og það var einmitt í jan. sl. sem gerðir voru samningar um spelkur, gervilimi og skó. Er þá komið að kynningu þ.e. öðru versi. Bœkliinarskór - nýjar reglur fyrsta lagi þá samdi Trygginga- stofnun ríkisins við fjögur fyrir- tæki um að smíða og selja bæklunar- skó og hver umsækjandi getur því valið á milli þessara fjögurra en þau eru: Orthos Orthopedi Tækni, Skó- stofan ehf., Stoð stoðtækjasmíði hf., og Stoðtækni Gísli Ferdinandsson ehf. Umsækjandinn fær sem sagt svar við umsókn sinni um þessa fjóra aðila sem hann ákveður svo sjálfur hver vinnur verkið fyrir hann. En svo koma reglurnar og í stað ákveðinnar hlutdeildar TR í prósent- umkemurnúföstfjárhæð. Viðfyrstu umsókn er unnt að fá samþykkt tvö pör, síðan eitt par á ári. Fyrir börn og unglinga tvö pör á ári. Unnt er að fá tvö pör á ári, ef um er að ræða veru- lega afmyndun fóta og mjög virkan einstakling. Styrkupphæðir eru þessar: Tilbúnir bækiunarskór: TR greiðir fastan styrk, hámark kr. 21 þús í hverju skópari fyrir sjúkratryggða ein- staklinga. Fyrir slysatryggða er styrk- urinn hámark kr. 23 þús. Sérsmíðaðir skór: TR greiðir fastan styrk, hámark kr. 55 þús í hverju skópari fyrir sjúkra- tryggð börn yngri en 12 ára. Fyrir slysatryggð börn yngri en 12 ára er hámarkið 60 þús. kr. TR greiðir fastan styrk, hámark kr. 85 þús í hverju skópari fyrir sjúkratryggða en 90 þús. kr. hámark f. slysatryggða. Þó er til sérregla sem svo hljóðar: Sá sem fær samþykktan styrk til kaupa á sérsmíð- uðum skóm getur þó nýtt slíkan styrk til kaupa á fleiri pörum af sérsmíð- uðum, hálftilbúnum skóm eigi hann þess kost, þó hámark þrjú pör á ári. ðeins til að greina muninn - sjúkratryggður eða slysa- tryggður þá gildir hærri upphæðin um þá sem þurfa slíka skó vegna afleið- inga slyss sem samþykkt hefur verið bótaskylt s.s. íþróttaslys, vinnuslys, slys við iðnnám, björgunarstörf eða heimilisstörf. Björk segir þessa leið með fastan styrk reyna meira á neytandann um val og ábyrgð en áður hefur tíðkast. Hún nefnir að þessi leið með skóna hafi m.a. verið valin vegna ábendinga frá Samkeppnisráði, skórnir þóttu sérlega vel til þess fallnir að fara þessa leið. Samþykki TR fyrir skóm fer nú beint til notanda, sem velur fyrirtæki til skókaupa, eitt þessara fjögurra fyrrtöldu og afhendir því samþykkið og gengur frá kaupum. Fyrirtækið rukkar svo TR um andvirði styrksins. Þýðir það á móti, að ef viðkomandi kaupir dýrari skó en styrktarupphæð nemur, þá þarf hann eða hún að greiða fyrirtækinu mismuninn. Skilyrði fyrir greiðslu er að móttakandinn hafi kvitt- að fyrir skónum og samþykkt heildar- kostnað. Ef viðkomandi býr úti á landi dugir póstkvittun. TR greiðir vel að merkja fyrir póstkostnað ofan á styrktar- upphæð svo allir sitji við sama borð þannig hvar sem þeir búa. Skósmíða- stofu ber að varðveita vinnslugögn tengd skósmíði viðkomandi t.d. mót, leista og snið. Gögnin eru eign skó- notandans og ef hann eða hún vill skipta um skósmíðastofu fær viðkom- andi gögnin sér að kostnaðarlausu. Björk vildi ítreka við fólk að sækja fyrst urn til Tryggingastofnunar ríkisins áður en farið er í fyrirtækin, því nú er það viðkomandi sem fær svarbréfið. Hún vildi einnig koma því á fram- færi að ráðgjafarhópur er starfandi um hjálpartækjamál, bakhópur fyrir Hjálpartækjamiðstöð þar sem m.a. er fulltrúi neytenda sem nú og um nokk- urt skeið hefur verið Ólöf Ríkarðs- dóttir, sem gagnkunnug er þessum málum. Þessi ráðgjafarhópur er til ráðuneytis vegna útboða og samn- inga. Hann er mikilvægur og hann var hlynntur þessum nýju reglum. Fokaorð Bjarkar eru um ýmis áhersluatriði, er hún vill komaá fram- færi við fólk sem þarf á hjálpartækjum að halda af hvaða tagi sem er. Hún biður fólk hiklaust að hafa samband ef því þykir einhverju ábótavant. Björk biður fólk einnig eindregið að fylgjast vel með hjálpartækjum sín- um, fara vel með þau svo sem föng eru á og hafa samband í tæka tíð vegna viðgerða sem fyrirsjáanlegar eru og skila þeim til Hjálpartækjamiðstöðv- ar að notkun lokinni vegna endurnýt- ingar á þeim. Það er auðvitað full ástæða til að fólk sé ábyrgt gagnvart þessum dýru en jafnframt dýrmætu hjálpartækjum. Nokkurn veginn orð- rétt sagði Björk svo í lokin: “Við erum til taks, við eigum gott samstarf við neytendur og viljum hafa það sem allra best, á því græða allir. Hjálpar- tækjamiðstöðin er ekki gömul stofn- un, tæpra tólf ára, þróunin er ör en hefur gengið vel, við erum enn á þró- unarstigi. Við samtök fatlaðra vilj- um við hafa samstarf sem allra best og vonum að sú sé raunin, ráðgjafar- nefndin er einmitt gott dæmi þar um”, segir Björk. að skal vottað hér að hún Björk er alltaf reiðubúin til samráðs og til að veita fyllri upplýsingar um hvaðeina. Gott dæmi um það eru þær viðræður sem við Asgerður og Sigur- rós áttum eftir áramótin nú, þegai' nýju reglurnar um skóna - fastur styrkur í stað prósentu - voru settar. Við vonum að þær muni leiða til góðs, en ef misbrestur verður þar á hefur því verið lýst yfir að sjálfsagt sé að fara ofan í þau mál að nýju. Ritstjóri þakkar Björk fyrir hennar ágætu upplýsingar og hlýjar mót- tökur. Hlýjar móttökur og greinargóðar upplýsingar skipta vipskiptavinina mjög miklu þegar þeir leita aðstoðar varðandi hin margvíslegu hjálpartæki. Viðmótið skiptir miklu þar eins og alls staðar og trú okkar sú að það sé aðall þessarar þörfu stofnunar. Eins og áður segir er Hjálpar- tækjamiðstöðin til húsa að Smiðju- vegi 28. Síminn er 557-4250. Stofnun sem starfsfólki öllu er alls góðs árnað í ágætum störfum. H.S. Hlerað í hornum Maður einn gisti á hóteli, þar sem þil voru þunn milli herbergja. I næsta herbergi var par eitt og meðal þess sem maðurinn heyrði æ ofan í æ var: “Hver á þennan litla sæta bossa?” Honum leiddist þetta, barði bylmings- högg í þilið og kallaði: “Getið þið ekki komið ykkur saman um hver á þetta rassgat, svo ég geti fengið svefn- frið.” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDAFAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.