Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Qupperneq 33

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Qupperneq 33
um meginreglurnar og menntun og atvinnumál undir stjórn Þóreyjar Olafsdóttur fulltrúa í framkvæmda- stjóm Öryrkjabandalags, um megin- reglurnar og aðgengi undir stjórn Berglindar Stefánsdóttur formanns Félags heyrnarlausra, um meginregl- urnar og lífskjörin undir stjórn Guð- ríðar Ólafsdóttur formanns Sjálfs- bjargar lsf og um meginreglumar og samvinnu frjálsra félagasamtaka undir stjórn Agústs Þórs Arnasonar framkvæmdastjóra Mannréttinda- skrifstofu Islands. Miðvikudaginn 10. desemberflutti Bengt erindi á málstofu um mannrétt- indi. Þá fjallaði Bengt Lindqvist um meginreglurnar og jöfnun tækifæra fyrir fólk með fötlun. FUNDIR MEÐ RÁÐAMÖNNUM Bengt Lingqvist átti fund með forseta Islands Ólafi Ragnari Gríms- syni og félagsmálaráðherra Páli Pét- urssyni. Þá heimsótti hann Alþingi í boði Ólafs G. Einarssonar forseta Alþingis og átti þar fund með fulltrú- um þingflokka og fulltrúum félags- málanefndar og utanríkismálanefndar Alþingis. Páll Pétursson félagsmála- ráðherra bauð aðstandendum heim- sóknarinnar til kvöldverðar mánudag- inn 8. desember. Þá tók Guðrún Ágústsdóttir forseti borgarstjórnar á móti ráðstefnugestum í Höfða þriðjudaginn 9. desember. HVATNING Víst má telja að koma Bengts hingað til lands hafi verið stjómvöld- um og hagsmunasamtökum fatlaðra góð hvatning til að taka höndum sam- an til þess að ná markmiðum megin- reglna Sameinuðu þjóðanna um jafn- rétti og jöfn tækifæri fatlaðs fólks á Islandi á við aðra þjóðfélagsþegna. Mikilvægt er að nota svona heimsókn- ir og kynningu sem þær fá til að benda á baráttumál okkar hér á Islandi. Ekki er nægilegt að tala almennt um hlut- ina. Árangur næst fyrst og fremst með því að taka fyrir einstök atriði, í þessu tilfelli einstaka liði í meginreglum Sameinuðu þjóðanna, heimfæra þær upp á íslenskar aðstæður og sjá svo til þess að fatlað fólk á íslandi finni það á kjörum sínum og aðstöðu að meginreglurnar skili tilætluðum árangri. Helgi Hróðmarsson Myndaleit Ritstjóra gekk illa að fá myndir frá konum. Að myndum oft er erfið leit og illt að fá þær. Um frúrnar betra fátt þó veit en fá að sjá þær. Hugarflug Fallega skal flugið taka fyrst og síðast nú. Heyri ég í heilum braka hérna sumir eyrum blaka. Mjög svo holl er hugsun sú. Ur minningaþáttum Bergs Bjarnasonar Formáli: Bergur Bjarnason er dulnefni sem minn ágæti vinur kaus að velja sínum minningaþáttum sem hann hugsaði einkum fyrir þá sem yngri eru, en öllum eru þeir hollir til aflestrar. Þessi vinur minn er nú horfinn héðan af heimi. Vinnumaður nokkur, sem Davíð hét, var eitt sinn sendur frá Syðra-Fjalli í Aðaldal upp í Mývatns- sveit. Hann hafði með sér fjárhund sem oft hafði sýnt mikla tryggð og vitsmuni. Fór nú Davíð sem leið ligg- ur fram Reykjadal. I rökkurbyrjun kemur hann að Hallbjarnarstöðum, sem standa að austanverðu í dalnurn. Ekki fékkst Davíð til að gista þar, heldur leggur á heiðina milli Reykja- dals og Mývatnssveitar, en yfir hana er langur vegur og ekkert við að styðj- ast. En á heiðinni er bær sem Máskot heitir og ætlaði Davíð að ná þangað um kvöldið. Er nú ekki að orðlengja það, að þegar Davíð kemur upp á heiðina skellur á blindbylur og því harla vonlaust að hann finni bæinn. Skammt fyrir utan Máskot er gróf mikil eða dæld og vonast Davíð til að honum muni e.t.v. takast að ná henni og síðan bænum þaðan. Heldur hann því ótrauður áfram í ofviðrinu og eftir langa leit nær hann grófinni. Telur hann sig nú hafa réttar áttir og stefnir þangað sem hann telur bæinn vera. Gengur Davíð síðan áfram alllanga stund og verður ekki var við bæinn. Hyggst hann nú vera kominn framhjá honum eftir vegalengdinni að dæma. En hann vissi ekkert í hvaða átt hann átti að halda og tók því það ráð að segja við Snata: “Farðu nú Snati minn heim til bæjarins”. Þetta sagði hann tvisvar sinnum við hundinn og klapp- aði honum. Snýr þá Snati frá Davíð og fer í þveröfuga átt við þá sem þeir höfðu farið. Gengur nú svo um tíma að Snati heldur áfram sömu stefnu og Davíð rétt á eftir honum. Og fyrr en varði kemur Snati að túngarði og síð- an fjárhúsi og sá þá Davíð ljós í glugga í Máskoti. Gengur hann nú heim til bæjarins og baðst gistingar sem sögð var velkomin. Daginn eftir var komið sæmilegt ferðaveður svo að Davíð gat haldið áfram ferð sinni. Það fullyrti Davíð, að hann teldi nær engar líkur til að hann hefði lifað af þessa óveðursnótt, ef vitri og tryggi hundurinn hans hefði ekki verið með honum og vísað honum réttan veg. Bergur Bjarnason. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 33

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.