Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 51

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 51
félagsmálanefnd, at- vinnumálanefnd er undir forystu Hafliða Hjart- arsonar og menntamála- nefnd stýrir Ólafur H. Siguijónsson. Þegarhefur verið haldinn fundur með formönnum nefnda til að samhæfa starfið framund- an sem best og glöggva bæði heildarmynd sem einstök verkefni. Kjara- málanefnd hefur haldið fund með fulltrúum fé- lagsmanna til að heyra hvemig fólk metur kjara- stöðuna og hvaða aðferðir og leiðir séu haldbestar í baráttunni. Mikils og góðs árangurs er vænst af starfi nefnd- anna, enda var einnig á aðalfundinum síðasta samþykkt tillaga um það að einmitt álit þessara starfsnefnda yrðu uppistaða á næsta aðalfundi. Það þarf því heldur betur að taka til hendi. Sú breyting gekk í gildi um liðin áramót að Félagsbústaðir hf. svo sem þessi stofnun ku heita tók við öllum félagslegum íbúðum Reykja- víkurborgar. Eftir sem áður og þrátt fyrir þetta rekstrarform sem hvarvetna ríður nú húsum í samfélagi okkar verður borg- in hinn ráðandi aðili um öll mál Félagsbústaða hf. Það hefur vissulega farið ónota- hrollur um leigjendur borgarinnar, þegar í kjölfarið á þessari breytingu hafa fréttir í fjölmiðlum boðað stór- hækkun leigugjalda, upp í svokallaða raunleigu, en jafnframt kæmu þó húsaleigubætur á móti. Margs konar hrollvekjur hafa á kreik komist og vissulega er mikillar aðgátar þörf þegar gerð er breyting af þessu tagi, svo afdrifaríka um afkomu fólks sem hún getur orðið. Margir leigjenda Félagsbústaða hf. eru öryrkjar og allir ættu að vita hversu erfitt þeim er að taka á sig hvað lítil viðbótarútgjöld sem eru. Forysta Öryrkjabandalagsins hefur þess vegna átt í viðræðum við borgaryfirvöld og varað alvarlega við hvers konar hækkun leigugjalda til þeirra öryrkja sem þarna eiga í hlut. Við munum fylgjast vel með þessu máli í hvívetna og höfum loforð borgarstjóra fyrir því að hafa fullt samráð um framvindu þessara mála og því til viðbótar loforð að þeir sem erfiðast eiga verði ekki fyrir búsifjum af þessum sökum. Það mál er enda í vinnslu hjá borginni og við væntum hins besta. Inn í þetta mál allt blandast skattaleg meðferð húsaleigubóta, en meginkrafa okkar hlýtur að vera sú að húsaleigubætur séu skattfrjálsar svo þær komi þeim að fullum notum sem sannarlega þurfa á að halda. Það þýðir lítið að benda á einhverja brúttó- tölu húsaleigubóta þegar nær 40% hennar hverfur í skattahítina. Einmitt þessi staðreynd, skatt- skylda húsaleigubóta gerir þetta mál allt miklu erfiðara og skekkir myndina enn meir. En meginmál það nú að fylgjast vel með þessum málum og vera á varðbergi, því miklu skiptir að það fólk sem lægstar hefur tekjurnar bíði ekki tjón af breytingunni. Það verður Öryrkjabandalagið sem best að tryggja- Sem betur fer er það víðar en á hinum beina félagslega vettvangi öryrkja sem málefni þeirra og lífskjör öll eru reifuð og rædd. Ekki síst á þetta við um launþegasamtökin. Hingað barst á dögunum blað Verkamannafélagsins Hlífar í Hafn- arfirði sem Hjálmur heitir. Þar er forsíðan helguð málefnum öryrkja og engin tæpitunga töluð. Fyrirsögnin er: Versnandi kjör öryrkja. Misrétti sem ríkisstjórnin verður að leiðrétta, segir þar líka. I greininni er svo vitnað í ýmis misréttismál sem bitna á öryrkj- um og svo vitnað sé orðrétt í forsíð- una: “Verkamannafélagið gerir þá kröfu að lífeyrir öryrkja sé ekki lægri en lágmarkslaun verkafólks en þau eru nú 70 þús.kr. á mánuði. Það vita allir að lífeyrir eða laun sem eru undir 70 þús. kr. á mánuði duga hvergi til eðlilegrar framfærslu einstaklings.” Og svo þetta: “Kjör öryrkja fara versnandi og verða því verri sem lof- orðalisti stjómvalda verð- ur lengri og hjartnæmari um úrbætur í málefnum þeirra.” Skýrt er um skila- boð öll og við höfum þakkað fyrir þessa lið- veislu Hlífar, en Hlíf hefur einarðlega haldið fram hlut öryrkja í kjarasamn- ingum. En fleiri eru þeir vissulega sem láta sig varða hag öryrkja í landi hér. Nýlega voru fulltrúar Öryrkja- bandalagsins kallaðir til fundar við fólk sem er ráðandi hjá Hjálpar- stofnun kirkjunnar og Rauða krossi íslands. Þar voru okkur kynntar tölur um þann hóp sem notið hefur fjár- hagsaðstoðar þessara samtaka frá októberbyrjun sl. árs og til 23. feb. þ.á. I ljós kom að af þeim 982 sem notið höfðu umræddrar aðstoðar voru 489 öryrkjar eða rúmlega helmingur hópsins. Til samanburðar voru alls 189 atvinnulausir og ellilífeyrisþegar voru 23 svo tekin séu dæmi af öðrum hópum. Þessar tölur koma þeim ekki á óvart sem þekkja til lífskjara öryrkja almennt og hinnar örðugu kjarastöðu þeirra alltof margra. Trúlega munu þær koma mörgum þeim sem málum ráða spánskt fyrir sjónir sem telja sig svo vel hafa gjört við þennan þjóð- félagshóp almennt, að enginn eigi að þurfa undan að kvarta, hvað þá að þörf sé á hreinni neyðaraðstoð. Við áttum þama ágætan fund og þessi áhrifa- miklu samtök bæði og þeirra fulltrúar lýstu einlægum vilja sínum til að leggja Öryrkjabandalaginu fullt lið- sinni í baráttu þess fyrir bættum kjör- um öryrkja. Það liðsinni er þakksam- lega þegið því svo dýrmæt sem að- stoðin er þeim sem þurfa á henni að halda, þá er meginmál auðvitað það að lyfta svo lífskjörum þessa hóps að slíkar beiðnir um neyðaraðstoð heyri eðlilega til undantekninga. Samstarfi þessara þriggja aðila mun fram haldið og vonandi megnar það sem mestu að skila. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 51

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.