Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 40
Matthías Kristiansen, stjórnarformaður Foreldrafélags misþroska barna: Um starfsemi Foreldrafélags misþroska barna Matthías Kristianscn Foreldrafélag misþroska barna var stofnað í apríl 1988 og verður því tíu ára nú í vor. Stofnfélagar voru rúmlega 80, af þeim eru 36 enn á skrá en félagar eru nú orðnir 420. í þessari grein mun ég annars vegarrekjabrotúr sögu félagsins og hins vegar segja frá starfi þess síð- asta árið. Eins og fram kemur í lögum félagsins er aðal- tilgangur þess að 1”“™'“ fræða foreldra, kennara og annað fagfólk um mis- þroska, athyglisbrest, ofvirkni og aðr- ar skyldar raskanir. Þessu takmarki hefur félagið reynt að ná með fyrir- lestrahaldi fagfólks á hinum ýmsu sviðum, námskeiðahaldi og öflugri útgáfustarfsemi. Fyrirlestrar eru komnir hátt á fjórða tuginn frá upp- hafi, fréttabréfin orðin heldur fleiri og í nýjustu útgáfum ritsins Starf og stefna 3 er að finna margþættan fróðleik um flestar hliðar vandans á 130 blað- síðum. Þetta efni er sent öllum nýjum félögum svo þeir geti sem best kynnt sér það sem fram hefur komið og hvernig hægt er að bregðast við. Fréttabréf félags- ins er þó ekki bara sent til foreldra, það er sent öllum grunn- skólum landsins, á annað hundrað leik- skólum og stórum hópi fagfólks af öllu tagi, ef fram á það er farið. Hér ber að nefna að nú í mars kemur út bókin Þroski og hegð- unarvandi barna eftir Málfríði Lor- ange sálfræðing og undirritaðan. Von- andi verður þessi bók lóð á vogar- skálarnar við að fræða almenning og skóla- og heilbrigðisstéttir um þær fjölmörgu raskanir á þroskasviðinu sem tengjast athyglisbresti, ofvirkni, þráhyggju-áráttu, Tourette lieilkenn- um, DAMP, misþroska og öðru. Loks ber að geta þess að kvik- myndagerðin Rauði dregillinn er að gera sjónvarpsmynd um DAMP/mis- þroska sem vonandi fæst sýnd á góð- um tíma á annarri hvorri sjónvarps- stöðinni. Stefán Hreiðarsson barnalæknir og forstöðumaður Greiningar- og ráð- gjafarstöðvarríkisins ræddi í mars um misþroskavandamál og ýmislegtþeim tengt. Fyrirlesturinn var einkum ætl- aður þeim foreldrum sem nýlega höfðu fengið greiningu, í samræmi við óskir margra foreldra um að ætla fyrirlestrana ákveðnum foreldra- hópum. Stefán ræddi misþroska frá mörgum hliðum og varð tíðrætt um Frá kjaramálaráðstefnu ÖBÍ. Fulltrúar félagsins fremst á mynd. SELD, eða félagslega og tilfinninga- lega námsörðugleika. Dagana lO.til ll.maí 1997 var haldið annað sameiginlegt námskeið Foreldrafélagsins og Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) að Dalbraut. Á þessum nám- skeiðum fræða félagar í svokölluðu ofvirkni-teymi BUGL foreldrana í alls níu fyrirlestrum. Inn á milli gefst svo fólki færi á að ræða bæði það sem fram kemur og sameiginleg málefni í hópum. Þessi námskeið eru eingöngu ætluð foreldrum en teymið stendur einnig fyrir námskeiðum fyrir kennara og annað fagfólk. Þátttaka á námskeiðinu í vor sem leið varð af einhverjum ástæðum ekki nógu góð og varð töluvert tap af því, kannski vegna þess að námskeiðið var ekki nógu vel auglýst. Sama námskeið varhaldið nú í janúar 1998, það var auglýst í blöðum og útvarpi og nær 70 manns sóttu það. Þann 14. maí ræddu Oddur Albertsson skólastjóri lýðskól- ans og Fjölnir Ásbjörnsson sérkennari við Iðnskólann í Reykjavík mögu- leika á framhalds- námi fyrir unglinga með námsörðug- leika. Voru foreldrar hvattir til að taka með sér unglingana og mættu nokkrir. Þess- ir skólar þóttu gjör- ólíkir að uppbygg- ingu og lífssýn en eru báðir mjög athyglis- verðir, hvor á sinn hátt. IR er með mjög öfluga fornámsdeild og hefur lagt áherslu á að hjálpa á ýmsan hátt unglingum með námsörðugleika í átt 40

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.