Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 52

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 52
var stofnað 24. okt- óber 1938 af sjúkl- ingum á berkla- hælum landsins. Þetta var fólk, sem hafði ákveðið að bæta sjálft stöðu sína, en var ekki með kröfurgerð á „hið opinbera". Þörfin var brýn. Berklar voru mikil ógn á þessum atíma. Þeir sjúklingar, sem voru svo heppnir að útskrifast af hælunum, áttu í fá hús að venda. Fólk var hrætt við smit. Erfitt var að fá vinnu. Hinir nýútskrifuðu höfðu ekki þrek nema til léttrar vinnu stutta stund á dag. Þeir ákváðu því að stofna sín eigin samtök með það markmið að byggja vinnuheimili fyrir útskrifaða berkla- sjúklinga, stað, sem yrði bæði heimili þeirra og vinnu- staður. Draumurinn um vinnuheimili varð að veruleika árið 1945, Reykjalundur í Mosfellsbæ. Þegar SÍBS keypti landið stóðu þar hermannaskálar frá stríðsárunum. í þessum frumstæðu húsakynnum hófst starfssemin. Nú stendur á þessum stað fjölþætt endurhæfingar- sjúkrahús, hið stærsta á landinu. Berklalyfin komu og berklum var útrýmt á íslandi. Reykjalundur þróaðist frá vinnuheimili berklasjúklinga yfir í endurhæfingarstöð allra þeirra, sem á þurftu að halda. Árlega njóta um þrettán hundruð sjúklingar endurhæfingar á Reykjalundi, og dvölin þar kostar sam- félagið aðeins um þriðjung þess, sem er á sambærileg- um stofnunum. Inn í SÍBS gengu, Samtök gegn astma og afnæmi (Astmafélagið) og síðar Landssamtök hjartasjúklinga. Árið 1974 var nafni samtakanna breytt í Samband íslenskra berkla- og brjóstholssjúklinga, en skamm- stöfunin er sú sama, SÍBS. Auk Reykjalundar á SÍBS og rekur Múlalund, stærsta verndaða vinnustað landsins. Bæði Múlabæ, sem er dagvist fyrir aldraða og Hlíðabæ, dagvist fyrir sjúklinga sem þjást af heilabilun, rekur SÍBS í samvinnu við aðra. Fjárhagsleg undirstaða allra framkvæmda samtakanna er Vöruhappdrætti SÍBS, sem stofnað var 1949. Frá upphafi hefur það notið mikils stuðnings þjóðarinnar, sem hefur skilið mikilvægi þeirra stofnana, sem SÍBS hefur komið á fót og rekið um áratuga skeið. Happadrættið hefur líka reynst stuðningsmönnum sínum gjöfult og margir hlotið verðlaun í formi vinninga fyrir að hafa hjartað á réttum stað. Undir kjörorðinu „styðjum sjúka til sjálfsbjargar" hafa samtökin hjálpað tugþúsundum íslendinga til að öðlast betri heilsu og nýja trú á lífið. Skrifstofur SÍBS og aðal- umboð happdrættisins eru í Suðurgötu 10. Þar er Astma-félagið til húsa svo og skrifstofur Landssamtaka hjartasjúklinga og Neistans, sem er styrktarfélag hjart- veikra barna. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofutíma í síma 552 2150.

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.