Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 34
Hafliði Vilhelmsson rithöfundur: Y firborðsmennska s Ibernsku las ég um tvo ofurhuga sem flugu í kringum hnöttinn árið 1927 en fyrir sextíu árum taldist það til afreka enda heimurinn miklu stærri í þá daga og spennandi að kynnast fjarlægum þjóðum með framandi siði, enda menn ekki búnir að sjá alla skapaða hluti í sjónvarpi eins og nú til dags. Þessir fljúgandi ofurhugar tóku land í Nýju-Gíneu og nutu þar gest- risni hausaveiðara. I landi hausaveið- aranna var það iðja íbúanna að gera nágranna sína höfðinu styttri. Þessar hausaveiðar voru eink- um stundaðar í skjóli myrkurs og því var beinlínis lífshættulegt að taka á sig náðir á kvöldin því menn gátu alltaf átt von á því að vakna höfðinu styttri. Því reið á að halda vöku sinni og þeir lifðu lengst sem minnstan svefninn þurftu. Langlífastir allra í þessu þorpi hausaveiðara voru meðlimir fjölskyld- unnar af ætt Pungsórías, en sú fjöl- skylda var illa haldin af kláða sem rekja mátti til arfgengs húðsjúkdóms sem hrjáði fjölskylduna. Sagt var að fjöl- skylda þessi svæfi aldrei fyrir kláða. Því þóttust menn nokkuð öruggir um sig ef þeir sváfu í sama húsi og Pungsórías-fjölskyldan, enginn kom að þeim sofandi á nóttunni og því óhægt um vik að skilja höfuð þeirra frá búknum. Pungsórías-fjölskyldan var því í mestu metum hjá þessari þjóð hausaveiðara og menn sóttust eftir að giftast inn í þessa fjölskyldu, enda hin besta líftrygging að mægjast henni. Sem barn þráði ég að flytjast til Nýju-Gíneu og setjast að hjá þessum þjóðflokki, því þar þóttist ég eiga mér trygga framtíð og geta komist til æðstu meðorða. A Islandi gæti ég ekki búið, það er alltof kalt, sagði mér læknirinn sem fyrst greindi að ég væri með psóríasis. En mér auðnaðist aldrei að komast til Nýju-Gíneu, á Islandi hef ég hokrað mest alla mína ævi og lifað við minn psóríasis sem hefur reynst mér tryggur förunautur. Það er því útséð um að ég komist nokkurn tíma til metorða því Island er því miður engin Nýja-Gínea og því telst það enginn ávinningur að þjást af klæj- andi exemi eða psóríasis. Enda búum við hér á landi ekki í sælu þjóðfélagi hausaveiðara þótt ýmsir séu farnir að halda það, samanber seinustu strákapör Pósts og síma. * Island er, kannski sem betur fer, ósköp tíðindalaust land, mann- lífið slétt og fellt og á það sammerkt með hinum vestræna efnishyggju- heimi að tigna og dá hið ytra borð en hugsa lítt um það sem undir býr. Við lifum í hröðum heimi nútímans sem metur yfirborð og ásýnd hlut- anna framar öllu öðru. Við lifum semsé í heimi yfirborðsmennsk- unnar, heimi sem er upptekinn af úthverfunni en lætur sig innrætið engu skipta: heimur sem kýs fremur það sem sýnist en kærir sig ekkert um það sem er. Við lifum í hilling- um hins flöktandi sjónvarps- og tölvuskjás og unum okkur glöð við sýndarveruleikann. I nútímanum skiptir ytra byrði hlutanna öllu máli og í kringum þessa yfirborðs- mennsku snarsnýst heill iðnaður auglýsinga og tímarita sem nærir og nærist á yfirborðsmennskunni. Allt snýst um það að skapa sér ímynd, gera sér upp draum sem gefur skammgóðan vermi en reynist haldlaus þegar á herðir. Imyndafræðin gengur út á það að fegra og slétta yfirborðið, gera það sem áferðarfallegast og silkimjúkt. Yfirborðsmennska nútímans setur mark sitt á mennina, öllum er um- hugað um að líta sem best út: menn eru uppteknir af sínu ytra lagi, tálga sig á líkamsræktarstöðvum og leggja á sig alls lags píslir í þeim göfuga tilgangi að verða sléttari og felldari en náunginn og falla af fremsta megni inn í þá ímynd og forskrift sem auglýsinga- heimurinn setur þeim. Ekki nema von að í þessum heimi yfirborðsmennskunnar þar sem hrukkueyðingarkrem og smyrsl til að slétta appelsínuhúð ríða auglýsinga- tímum, sé psóríasistinn illa haldinn af minnimáttarkennd sem jaðrar við sjálfsfyrirlitningu, því hvað er verra en að misbjóða hinum silkislétta litlausa heimi yfirborðsmennskunnar með því að skarta rauðum, oft upphleyptum hrúðurblettum, sem ekki einu sinni magnaðasta sterahrukkueyðingarkrem vinnur bót á? Enda eru víst fáir upp- teknari af útliti sínu en psóríasistinn því hann þráir heitast af öllu að fá að verða sléttur og felldur eins og hinir. Enda slítur enginn fleiri speglum en psóríasistinn. Hvar sem hann er og Haukur Guðlaugsson töfrar fram tóna sem ná undir yfirborðið. Frá afmælisfundi SPOEX. 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.