Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 23
Af vettvangi starfsins.
Endurmenntunar-
stofnun H.í. og
stundar um þess-
ar mundir
djáknanámíguð-
fræðideildinni.
Aður en Guðrún
fór að sinna um-
önnunarstörfum
starfaði hún í
banka og á
endurskoðunarskrifstofu. Hún er gift
Páli Þorsteinssyni, héraðsdómara í
Guðrún K.
Þórsdóttir
Reykjavrk og á þrjú börn á aldrinum
13-25 ára. Eins og fram hefur komið
hér í blaðinu var Guðrún forstöðu-
maður Foldabæjar, sem er heimili
minnissjúkra einstaklinga og var áður
gjaldkeri í stjórn FAAS. Guðrún
hefur víðtæka reynslu af öldruðum og
minnissjúkum, bæði persónulega og
faglega og öldrunarmálin eru henni
hugleikin. Skrifstofa FAAS er heima
hjá Guðrúnu að Þverási 51 í Reykja-
vrk og eins og fram hefur komið hér
að framan eru verkefnin næg sem
vinna þarf að. Við hér á bæ bjóðum
Guðrúnu velkomna til starfa og vænt-
um alls hins besta af hennar störfum,
en Guðrún er nú komin í búsetunefnd
Öryrkjabandalags Islands.
Skrifstofan.
Eins og áður er fram komið þá er
skrifstofa FA AS nú að Þverási 51,110
Reykjavík. Félagið hafði skrifstofu-
aðstöðu í Hlíðabæ og ætíð haft athvarf
fyrir hina ýmsu fundi á vegum félags-
insþar. Mikiloggóðsamvinnahefur
ætíð verið með starfsfólki Hlíðabæjar
og stjórn FAAS og hefur starfsemin í
Hlíðabæ stutt dyggilega við bakið á
allri starfsemi félagsins.
Símanúmer félagsins nú eru: 587-
8388 og 898-5819. Bréfsíminn er
587-8333 og pósthólfið er 5389, 125
Reykjavík.
Hjá félaginu fást upplýsingar og
ráðgjöf er veitt og þar er hægt að
nálgast minningarkort FAAS.
Guðrúnu K. Þórsdóttur fram-
kvæmdastjóra er kærlega þökkuð
þessi glögga samantekt sem ritstjóri
hefur í hvívetna nýtt sér og ærið margt
orðrétt upp tekið, þó ekki sé innan
gæsalappa.
H.S.
Hlerað í hornum
Sá fimm ára var býsna gjam á að bölva
svo móður hans þótti til hreinna
vandræða horfa. Nú átti sonurinn að
fara í afmælisveislu og móðir hans
sagðist hafa talað við móður afmælis-
barnsins um að hún sendi hann rakleitt
heim ef hann byrjaði á bölvinu. Eftir
fimmtán mínútur kom drengur heim og
án allra orða sendi móðirin hann beint
inn í rúm, rann svo reiðin nokkuð og
spurði soninn hvort hann hefði nú
byrjað að bölva. “Eg bölvaði andsk....
ekki neitt, helv....veislan er ekki fyrr
en á morgun.”
Þetta gerðist í henni Ameríku. Þjófar
brutust inn í banka en fundu ekkert
verðmætt. Hins vegar voru margar
skúffur í skápum þar og í þeim mikið
af dollum sem þeir töldu vera með
vanillubúðingi. Þjófarnir voru svangir
og átu mikið úr dollunum og þótti vel
bragðast. Næsta dag birti síðdegis-
blað bæjarins frétt af innbrotinu sem
hafði þessa fyrirsögn: Brotist inn í
stærsta sæðisbanka landsins.
Það var áður fyrr á öldinni þegar ekki
var mikið um vekjaraklukkur. Tveir
ungir skólasveinar deildu sama her-
bergi en áttu erfitt með að vakna og
sváfu ansi oft yfir sig. Þeir ráðfærðu
sig um þetta vandamál við einn læri-
feðranna og hann kvað þetta vissulega
mikið vandamál, en allt í einu ljómaði
hann í framan og sagði: “Nú veit ég
ráð. Þið vekið bara hvom annan”.
***
Konan spurði mann sinn hvers vegna
hann hefði gengið svona vel frá bók-
inni: Hvemig á að verða hundrað ára?
að hún gæti bara alls ekki fundið hana.
“Heldurðu virkilega að ég láti hana
liggja á glámbekk þegar mamma þín
er væntanleg hingað í heimsókn”,
svaraði maðurinn.
Ungi maðurinn var að fylgja dans-
dömu sinni heim og gerði hosur sínar
grænar fyrir henni sem best hann gat.
Þegar að útidyrunum heima hjá döm-
unni kom spurði hún: “Kanntu að
læðast?”. Ungi maðurinn varð himin-
lifandi og sagðist heldur betur treysta
sér til þess. “Jæja, læðstu þá heim til
þín”, sagði unga stúlkan.
***
Það var anzi kalt á milli tengda-
mömmu og tengdasonarins. Þegar sú
gamla lá banaleguna á sjúkrahúsi þótti
tengdasyninum samt rétt að heim-
sækja hana. Þegar hann kemur á
sjúkrahúsið mætirhann prestinum sem
segir: “Ja, nú held ég að Drottinn sé
að taka gömlu konuna til sín”. Þá sagði
tengdasonurinn: “Jæja, sá á aldeilis
eftir að sjá eftir þvf’.
Eftir fyrsta skóladaginn kom sá litli til
ömmu sinnarog sagði: “Það er svartur
drengur í bekknum mínum”. Svo bætti
hann við: “En hann er með íslenzku
tali”.
Fín frú sagði svo frá: “Einu sinni
keypti ég mér kjölturakka, en ég varð
að losa mig við hann, því hann beit mig
alltaf, þegar ég reyndi að setjast í kjöltu
hans.”
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
23