Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Page 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Page 15
Helios II - þátttaka Islands Fyrir skömmu er komið út hið myndarlegasta rit sem félagsmálaráðuneytið gefur út og heitir því langa nafni: Þátttaka Islands í samstarfi Evrópuríkja um málefni fatlaðra, HELIOS II. Það er Margrét Margeirsdóttir, deildarstjóri í fé- lagsmálaráðuneyt- inu sem hefur haft umsjón alla með útgáfunni og rit- stýrir því. Hún ritar einnig glögg- an inngang að bók þessari, þar sem hún greinir frá víðfeðmu umfangi verkefnisins og þátttöku íslands þar, en í ráðgjafar- nefnd um verkefnið átti Margrét sæti ásamt Vilborgu Hauksdóttur fyrir íslands hönd. íslandi var boðið að tilnefna 26 fulltrúa í upplýsingastarfið og sú varð raunin. Það eru einmitt þessir aðilar sem tilnefndir voru sem rita kafla í bók- inni, sem geymir mikinn fróðleik skýrt fram settan. Hér verður aðeins tæpt á greinarhöfundum og efni greina þeirra, enda alllöng lesning ein sér: Helgi Hróðmarsson skrifar um hlutverk Samráðsnefndar samtaka fatlaðra; Handynet. Tölvuvætt upp- lýsinga- og skráningarkerfi hjálpar- tækja nefnist grein Bjarkar Pálsdóttur og Ingu Jónsdóttur; Olafur Jensson og Anna Karólína Vilhjálmsdóttir rita um íþróttamál fatlaðra; Starfshópur um ferðamál fatlaðra er nafn á grein Ingólfs H. Ingólfssonar; Sigurður Björnsson skrifar um aðgengileg samgöngutæki og Ólöf Ríkarðsdóttir á þarna greinina: Verðlaunasam- keppni ESB og EFTA ríkjanna. Annar kafli bókarinnar er um skóla- og menntamál. Kolbrún Gunnarsdóttir ritar um menntamál fatlaðra; Fyrstu viðbrögð og þjónusta við fötluð börn og foreldra þeirra nefnist grein Ingibjargar Eyfells; Eyrún ísfold Gísladóttir á greinina: Blöndun fatlaðra og ófatlaðra, þver- fagleg vinnubrögð; Blöndun í fram- haldsnámi og starfsnámi heitir grein Eyglóar Eyjólfsdóttur; María E. Kjeld skrifar: Félagsleg aðlögun og undirbúningur að sjálfstæðu lífi; Uppbygging og hlutverk ráðgjafar fyrir fatlaða nemendur á háskólastigi nefnist grein Rögnu Ólafsdóttur og Karl Jeppesen á greinina: Ný kennslutækni í kennaramenntun og fjarkennslu. Þá er það þriðji kaflinn um atvinnumál og starfshæfingu. Guðrún Hannesdóttir nefnir sína grein: Atvinnumál; Kristján Valdi- marsson skrifar greinina: Aðlögun hefðbundinna verndaðra vinnustaða að opnum markaði og þjálfun fatlaðra á vernduðum vinnustöðum; Marín Björk Jónasdóttir ritar greinina: Starfsþjálfun fatlaðra með tilliti til einstaklingsmunar; A leið út á vinnumarkaðinn nefnist grein Fjölnis Asbjörnssonar; Atvinnuþátttaka ein- hverfra á opnum vinnumarkaði heitir svo grein Ólafs Hjartar Sigurjóns- sonar; Ami Már Björnsson og María Hreiðarsdóttir eiga þessu næst grein- ina: Undirbúningur fatlaðra fyrir starf á almennum vinnumarkaði þ.m.t. hæfni til að sinna tilteknum verkþátt- um; Aðferðir til starfsþjálfunar, allt frá vernduðun vinnustöðum til þátt- töku á almennum vinnumarkaði heitir svo grein Jóhannesar Vilhjálmssonar; Elísabet Guttormsdóttir lýkur svo þessum kafla með geininni: Tengsl atvinnurekenda og opinberra þjón- ustustofnana til að bæta samvinnu. Fjórði kafli bókarinnar er um starfræna endurhæfingu. Þar skrifar Erla Ólafsdóttir greinina: Starfræn endurhæfing, þjónusta við ung fötluð börn; Starfræn endur- hæfing, aukin lífsgæði og sjálfstæði þroskaheftra einstaklinga er svo nafn á grein Heiðrúnar Dóru Eyvindar- dóttur; Ragnar R. Magnússon á grein- ina: Starfræn endurhæfing blindra og sjónskertra og síðast er svo Sigurrós Sigurðardóttir með greinina: Starfræn endurhæfing, efling sjálfstæðis geð- sjúkra. Síðasti kaflinn fjallar svo um félagslega þátttöku. Félagsleg þátttaka og sjálfstætt líf ryðja tæknilegum og sálfélagslegum hindmnum úr vegi heitir grein Birgis Þórs Guðmundssonar; Asta Friðjóns- dóttir á greinina: Félagsleg þátttaka og aðlögun, stuðningur við fjölskyld- ur fatlaðra barna; Félagsleg þátttaka og sjálfstætt líf er grein eftir Önnu Grethe Hansen; Jóhannes Þór Guð- bjartsson er með greinina: Félagsleg þátttaka og aðlögun; Ferðalög - tóm- stundir - menningarstarfsemi nefnir Fjölnir Stefánsson grein sína og loka- greinina í bókinni á Ema Einarsdóttir: Öldrun og fatlaðir. Þessar fyrirsagnir og greinar- höfundar segja alla vega til um hversu víða hefur verið farið í verkefnisvinn- unni og vissulega margt athyglisvert sem þarna kemur fram. Bókina má fá hjá félagsmálaráðu- neytinu, ef fróðleiksþyrsta fýsir meira að vita, sem ég efa ekki að sé. Þetta er aðeins ófullkomin kynning um leið og Margréti Margeirsdóttur og félagsmálaráðuneytinu sem slíku er óskað til hamingju með ágæta útgáfu. Hér hefur einkar vel verið að verki staðið og greinarhöfundar eiga þakklæti skilið fyrir að setja mál sitt fram með skýrum hætti og í knöppu formi. H.S. Hlerað í hornum Jesús Kristur kom til jarðarinnar og fór inn á krá eina. Hann hitti þar blindan mann, lagði hendur yfir hann og hann fékk óðar sjónina og gekk himinlifandi út. Þá sá hann næst heyrnarlausan mann og læknaði hann. Þegar hann gekk svo áfram í áttina að manni einum sem drakk stíft, en ekkert sýnilegt var að þá hrópaði sá er drykkjuna þreytti: “Nei, nei, ekki koma við mig. Eg er nefnilega á örorkubótum.” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 15

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.