Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 27
 vrrt Æk \'' t 3 Aíh, ■ a i a IMBb _ K “ / mmmWl \ t ’-C ' I \ 19» s [/ Framkvæmdastjórn og framkvæmdastjóri ÖBÍ. tryggingakerfi í dreifbýli þróunar- landa heimsins. I Grágás eru merkilegar heimildir um framfærsluskyldu ættarinnar í íslenska samfélaginu. Með tilkomu hreppaskipulags verður þetta skylda hreppsfélagsins. Stuðningur ættar- innar byggður á venjum og trúar- brögðum er vissulega þáttur sem við- heldur bændasamfélaginu. En ekki er nærri því alltaf um það að ræða að dreifbýlissamfélög eigi landið sem þau búa á, fjöldi fólks vinnur launavinnu á stómm óðulum eða í námum. Bændur eru undirorpnir uppskerubresti og styttri meðalævi sem einkennir þróunarríki. Sveiflu- kenndar tekjur slíkra samfélaga valda iðulega miklum hörmungum og stuðningur við sjúka og aldraða er þess vegna ekki ofarlega á blaði. ó tilkoma iðnvæðingar kalli á þörf fyrir félagslegar tryggingar vegna þess að stórfjölskyldan gerir það ekki lengur er það ekki eina ástæðan fyrir þróun þessa fyrir- komulags. Tvö af þrem fyrstu ríkjum sem komu á ellitryggingakerfi Dan- mörk 1891 og Nýja Sjáland 1898 (þriðja ríkið var Þýskaland 1889 en þar var verkalýðshreyfingin sterk) voru í meginatriðum akuryrkjuríki. Markmið Dana var að draga úr fátækt í sveitum en beindist ekki sérstaklega að þéttbýli. Hér má nefna að í Kanada var skyldusjúkratryggingu fyrst kom- ið á í Saskatchewan 1962 sem var landbúnaðarhérað. Þessi dæmi sýna að orsakaþættir félagslegra trygginga eru margir. Ennfremur er þróun slíks kerfis háð efnahagsstigi þeirra hópa sem kerfið á að ná til og stjórnun- argetu samfélagsins til að reka slíkt kerfi. Auðvitað er það þannig að því betur stæð sem ríki verða því viljugra er samfélagið til að beina neyslu að tryggingum bæði með lögbundnum sparnaði og skattlagningu. Félagsleg tryggingakerfi er nú að finna í 58% rrkja heims eða í 140 ríkj- um af um 240. Flest þeirra eru með tryggingavernd sem tengist vinnu- slysum og öldruðum. Rúmur þriðj- ungur ríkja heims hefur sjúkratrygg- ingakerfi, tæplega þriðjungur hefur fjölskyldustyrktarkerfi. Atvinnu- leysistryggingar finnast í 17% ríkja heims eða 40 ríkjum. Gagnrýni ví er haldið fram að lítill hag- vöxtur iðnvæddra ríkja síðan 1973 sé að hluta til vegna mikilla útgjalda til tryggingakerfis. Rökin eru þrenns konar. I fyrsta lagi er sagt að háar atvinnuleysisbætur dragi úr vilja til að stunda launavinnu. I öðru lagi valdi neikvæð afstaða til greiðslu skatta, vaxandi undanskoti frá skatt- lagningu, skattgreiðslur stuðli að því að launakröfur aukist og vaxandi halla á ríkisrekstri. I þriðja lagi er sagt að vegna þess að réttur til trygginga- verndar sé til staðar dragi úr sparnaði fólks og það minnki fjárfestingar og hamli þannig hagvexti. Þessar ástæður eru sagðar hafa ekki aðeins stuðlað að eða séu jafnvel ástæða lítils hag- vaxtar heldur einnig því að atvinnu- leysi hafi vaxið mjög. Þegar ofangreind rök eru skoðuð benda rannsóknir ekki til þess að fólk taki bætur fram yfir launaða vinnu en vissulega vilja menn bætur fremur en illa launuð störf. Jafnframt liggur fyrir að andstaða við skatttöku af launatekj- um er jafnt fyrir hendi hvort sem um er að ræða opinber tryggingabótakerfi eða ekki. Þar sem opinber trygginga- kerfi eru lítt eða ekki til staðar eru launakröfur síst minni en í þeim ríkj- um sem hafa byggt upp víðfeðma opinbera tryggingavernd. Astæða þessa getur fullt eins verið sú að tryggingavernd sem keypt er af einka- fyrirtækjum tekur til sín stærri hluta af tekjum fólks heldur en þar sem þessari vernd er að mestu haldið uppi með skattlagningu. Þau rök að trygg- ingavemd dragi úr sparnaði eru ekki sannfærandi, í mörgum ríkjum þar sem dregið er af launum til trygginga- verndar síðar á ævinni, hefur átt sér stað mikill vöxtur margskonar spam- aðarleiða. Fjárfestingar takmarkast einungis af ábatasömum fjárfestinga- kostum en ekki vegna þess að ekki sé um spamað að ræða. Einnig er auðvelt fyrir ríkisvaldið að útvega fjármagn sem nýta má til fjárfestinga. s Aað afnema tryggingabætur og innleiða neikvæðan tekjuskatt? Þetta þýðir að persónuafsláttur yrði greiddur út ef hann er ekki notaður. Fylgjendur þessarar hugmyndar segja sem svo að þegar þjóðfélög verði rík- ari geti vaxandi hluti þjóðarinnar stuðst við tryggingavernd sem fólk kaupir hjá einkaaðilum og þá sé hægt að veita lágtekjuhópum, barnafjöl- skyldum, fötluðum og eignalausum öldruðum ríkulegri stuðning og þungi tryggingakerfis í útgjöldum ríkisins mundi minnka. Nú er það svo að tryggingabóta- kerfið hér á landi er að stærstum hluta nú þegar tekjutengt, svo mjög að það sem nefnt er jaðaráhrif (skerðing kiónu fyrir krónu, fyrir hverja krónu sem menn afla sér lækka trygginga- bætur sem því nemur) hefur truflandi áhrif, og sparnaður sem ætlaður er með þessu fyrirkomulagi er enginn. Það er einnig þýðingarmikið að það er engan veginn ljóst að þeir sem standa efnahagslega betur séu viljugir til að samþykkja nokkuð annað en þeir sjálfir njóti tryggingaverndar (í víðum skilningi, slysa- og sjúkra o.fl.) enda hafi þeir greitt fyrir með sköttum FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.