Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Qupperneq 25

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Qupperneq 25
Ásgerður Ingimarsdóttir framkvæmdastjóri: / Avarp á samstöðuhátíð í Stykkishólmi Fyrir mörgum árum á mínum ungu dögum gekk ég ásamt öðru ungu fólki á Helgafell hérna rétt hjá Stykkishólmi. Okkur var uppálagt að ganga steinþegjandi, hlæja aldrei og líta aldrei um öxl. Ef okkur tækist þetta mættum við ganga inn í byrgi uppi á fjallinu, horfa til austurs og bera fram þrjár óskir. Þettagerð- um við hversu erfitt sem það nú reyndist, aðallega að vera steinþegj- andi. Ég man tvær af mínum óskum og þær rættust báðar, þeirri þriðju er ég búin að gleyma. ✓ Eg var að hugsa um að það er kannski svona sem við verðum að vinna í málefnum fatlaðra að ganga áfram. Horfa alltaf fram á við - ekki líta um öxl ekki hugsa um það sem miður hefur farið eða hvernig hlutirnir hefðu getað orðið heldur vinna ótrauð áfram að því að reyna að bæta hag fatlaðs fólks sem mest og best. Oskirnar okkar eru víst áreiðanlega fleiri en þrjár en hvers myndum við óska ef við ættum aðeins þrjár óskir? Ætli við myndum ekki fyrst óska þess að jafnrétti ríkti meðal allra þegna þjóðarinnar, að við værum ein þjóð í einu landi þar sem engin stéttaskipting ríkti - þar sem allir fengju sinn skerf af því gnægtaborði sem okkur er sagt að að hafi verið til hér á landi undan- farin misseri. Vegna þess að því mið- ur höfum við ekki orðið nægilega vör við þetta gnægtaborð í málefnum fatl- aðs fólks. Og ósk númer tvö yrði sú að af því að við fæðumst öll á sama veg þá fengjum við öll sömu tæki- færin í lífinu. Sú ósk er stór og kannski getur enginn uppfyllt hana. Það þarf svo ótal margt og mismun- andi fólk til að fylla upp heilan heim. En þá er þriðja óskin sú að vegna þess að allir hafa ekki sömu tækifærin í lífinu þá megi þeir sem virðast hafa fengið betri tækifærin draga lærdóm og visku af því að vera með þeim sem hafa borið skarðan hlut frá borði og læra af samskiptum við þá og öðlast þá manngöfgi sem svo marga skortir en sem sumir eru svo ríkir af. að er svo bjart yfir minningum mínum um þessa ferð, þegar við gengumáHelgafell. Við sigldum líka út í eyjarnar hérna á Breiðafirði og það var sólskin og heiður himinn. Ég vil óska þess að sú birta sem ég minnist frá þessum dögum skili sér inn í líf ykkar hér á Snæfellsnesinu bæði fatlaðra og ófatlaðra. Að þið horfið til austurs og dagsbirtan lýsi upp veg ykkar. Öryrkjabandalag Islands tók upp þann sið fyrir nokkrum árum að halda það sem við köllum “Samstöðuhátíð”. Við hittum fólk í ýmsum byggðar- lögum sem vinnur að málefnum fatl- aðs fólks og við gefum jólatré á stað- inn. Við kveikjum ljós á þessu tré til þess að sýna samstöðu, fagna áfanga- sigrum og til þess að sýna og sanna að þrátt fyrir allan niðurskurð og óár- an sem yfir okkur dynja látum við ekki deigan síga. Að kveikja ljós á jólatré er tákn- rænn og fallegur siður. Jólaljósin sem kveikt eru í svartasta skammdeginu eru eitthvað það fallegasta sem hugs- ast getur. Það birtir í eiginlegri og óeiginlegri merkingu í kringum okkur og það birtir í sálum okkar þegar við minnumst þess atburðar sem er for- saga þessarar ljósadýrðar. Sögunnar frá Betlehem - sögunnar um barnið sem fæddist á jólun- um. Barnið sem lagt var í jötuna í fjárhúsinu vegna þess að ekki var rúm fyrir það og foreldra þess í gistihúsinu. Barnið sem óx upp sem sá sem sagði: “Það sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður það skulið þér og þeim gjöra”. Þessi orð hafa alltaf sama gildi og eiga að vera lýsandi dæmi fyrir okkur ölí. Þeirra skulum við minnast í starfi okkar með fötluðu fólki og í öllu okkar daglega lífi. Og nú vil ég biðja tvö fimm ára börn þau Karenu Hjartardóttur og Helga Jóhann Ellertsson að kveikja á trénu sem ég afhendi hér með. Asgerður Ingimarsdóttir “Ástkæra ylhýra málið” Einhver spakvitringur var á dögunum að fjargviðrast yfir því að það væri okkur þungur baggi fjárhagslega að vera að burðast með þetta tungumál sem svo fáir töluðu og nær að leita annarra ódýrra leiða. Þetta heimskuhjal varð Sigurði Jónssyni tannlækni tilefni að þessari snjöllu stöku: Þó kvótann við eigum og álið er eins víst það dugi okkur skammt, því “ástkæra ylhýra málið” er orðið svo kostnaðarsamt. S.J. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 25

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.