Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 12
Árni Ragnar Georgsson við myndir sínar á afmælissýningu í Ráðhúsinu. UMSJÓN Eins og lesendur eiga vel að vita varð Umsjónarfélag einhverfra 20 ára á liðnu ári. Af því tilefni gaf félagið út glæsilegt afmælisrit sem Umsjón nefnist og inniheldur margan mætan fróðleik. Bergrún Helga Gunnarsdóttir er rit- stjóri Umsjónar. Um einhverfu segir m.a. í upphafi ritsins: Einhverfa getur verið lífstíð- arþroskahömlun sem lýsir sér m.a. á þann hátt að einstaklingar eiga oft í erfiðleikum með að skilja það sem þeir sjá, heyra og skynja í umhverfinu. Á gulu ljósi er svo forystugrein formanns, ÁstrósarSverrisdóttur. Þar minnir hún á baráttumálin í upphafi sem endurspeglist í lögum félagsins, við þau er enn verið að kljást. Ein- hverfa er afar sérstæð fötlun, segir Ástrós. Minnir á bækurnar tvær: Dyrnar opnast og Hér leynist drengur, sem hafa gjört sitt mikla gagn. Bar- áttan er endalaus: Framhaldsskóla- menntun er ekki til fyrir einhverfa. Biðlisti er fyrir skammtímavistun vegna skorts á fjárveitingu. Biðlisti er á meðferðarheimilum og það ríkir neyðarástand á þessum heimilum. Heildstæð þjónusta fyrir einhverfa sem byggð er upp á skipulagðan hátt er allra hagur, segir Ástrós. Ljóðið Frostdagar eftir Hallgerði Gísladóttur er birt hér í heild: Mættu tár mín heit bræða hemið ísgrátt svo gola reisi gárur á vök og gufa leiti himins í sól í blessaðri sólinni. Sólveig Guðlaugsdóttir geðhjúkr- unarfræðingur og stofnfélagi rekur í stórum dráttum sögu félagsins. Hún minnir á markverða áfanga sem hina stöðugu baráttu, sambýlin þrjú að Trönuhólum 1, Sæbraut 2 og Hóla- bergi 76, skammtímavistun og svo Iðjuberg, vinnustofu fyrir einhverfa. Tekur svo menntamál fyrir og nefnir Dalbrautarskólann og þrjár sérdeildir á höfuðborgarsvæðinu: I Digranes- skóla, Langholtsskóla og Hamra- skóla. Fræðslu- og kynningarstarf félags- ins hefur mikið verið og árangri skil- að, útgáfumál eru rakin, þetta er þriðja stóra blaðið sem út er gefið. Þörfin fyrir baráttu foreldra heldur áfram að vera fyrir hendi um ókomna tíð, segir Sólveig. Afar fróðlegt og lifandi er viðtal Önnu Kristine Magnúsdóttur við Elvu Björk - unga einhverfa konu, sem spjarar sig með miklum ágætum. Á Skálatúni var hún sem barn í 6 ár, var svo ættleidd af þeirri mætu konu, Katrínu Guðmundsdóttur. Elva Björk notar Teacch blaðið óspart svo allt er hjá henni í röð og reglu. Hún vinnur í kexverksmiðjunni Frón, hefur gjört svo í nær 13 ár, býr nú í eigin íbúð hér í Hátúninu. Fer á ættarslóðir Katrínar mömmu sinnar í þrjá mánuði á hverju ári, í fríi þá úr vinnunni. Merkilegt er að lesa það þegar hún sem barn hætti að tala, lokaði á allt og alla í þrjú ár sakir þess að um- hverfið var of erfitt. Páll Magnússon sálfræðingur við Barna- og ungl- ingageðdeild á þarna greinina: Ein- hverfufólkið. 1943 var einhverfu fyrst lýst á fræðilegan hátt. Þrátt fyrir að mikið hafi áunnist í þekkingu er enn margt tiltölulega ókannað. Páll talar um gagntækar þroskaraskanir varð- andi einhverfu. Hegðunareinkennum skiptir hann í þrjú svið: Einkenni í félagslegu samspili m.a. að tengsl við jafnaldra þróast ekki á venjulegan hátt og skortur á félagstilfinningalegri gagnkvæmni. Einkenni í máli og samskiptum s.s. seinkaður málþroski allt yfir í talleysi og stegld eða sérkennileg málnotkun. Sérkennileg áráttukennd hegðun s.s. óvenjuleg áhugamál og hugðar- efni og áráttukennd þörf fyrir að fylgja ákveðnum föstum venjum eða ritúöl- um. Páll fjallar einnig um ódæmi- gerða einhverfu og heilkenni Asp- erges sem hafa í för með sér væga skerðingu í hreyfifærni svo dæmi sé tekið. Heilkenni Retts er svo fátíð þroskaröskun eingöngu hjá stúlkum, getur orðið mjög alvarleg. Páll tjallar sömuleiðis um upplausnarþroska- röskun og “gráa svæðið”. Hann segir gífurlega grósku í rannsóknum á ein- hverfu. Gullkorn úr Digranesskóla eru þarna m.a. þetta: Tveir herramenn í deildinni fermdust sl. vor. Stuttu eftir ferminguna var stuðningsfulltrúi með þeim í strætóferð. Annar drengjanna 12

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.