Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.03.1998, Blaðsíða 26
VIÐHORF ✓ Olafur H. Sigurjónsson í framkvæmdastjórn Öryrkjabandalagsins: FÉLAGSLEGT TRY GGIN G AKERFI Grunnþættir félagslegs vel- ferðarkerfis, að koma í veg fyrir fátækt, að tryggja afkomu sjúkra og fatlaðra, umhyggja barna og gamalmenna, eiga rætur í samfélagi manna frá örófi alda. Lengst af í sögu mannsins var bar- áttan fyrir lífinu einfaldlega það hörð að geta sam- félaga til að sinna þessum grunn- þáttum var tak- mörkuð. Þegar geta samfélaga Sigurjónsson vex koma skipu- —legri úrræði fram. Trúarbrögð mannkyns fjalla öll á einn eða annan hátt um nauðsyn félags- legra úrræða. Félagslegt velferðar- kerfi er nú talið nauðsynlegur hluti allra samfélaga, ekki aðeins til að styðja þá sem þess þarfnast heldur jafnframt óaðskiljanlegur hluti heil- brigðs samfélags. Sé þessu ekki sinnt er samfélagið sjúkt og líður óhjákvæmilega undir lok. Leiða má rök að því að horfin ríki mannkynssögunnar hafi að lokum orðið það sjúk að þau hrundu saman og hurfu af sjónarsviðinu. fyrirbyggjandi. Viðhalda tekjum þeg- ar þær bregðast án vilja einstaklings- ins. Tryggja einstaklingum viðbótar- tekjur beri þeir þunga fjölskyldu- byrði. I öðru lagi að kerfinu sé komið á með lagasetningu sem tryggi ein- staklingum réttindi. I þriðja lagi sé lögfest að opinberum-, hálfopinber- um- og einkastofnunum sem tengjast kerfinu verði gert að stjórna því með ákveðnum tilteknum skuldbinding- um. Alþjóðaverkamannasambandið tekur fram að grundvallartilgangur sé að skapa einstaklingum og fjölskyld- um þann tilverugrunn, að eins og frekast er kostur raskist líf og lífsgæði ekki umtalsvert vegna félagslegra eða efnahagslegra þátta. Þetta þýðir jafn- framt það að ekki er einungis komið til móts við þarfir þegar þær koma fram heldur einnig að kerfið sé fyrir- byggjandi. Kerfið á einnig að stuðla að sem bestri aðlögun einstaklinga og fjölskyldna þegar skerðing verður á lífsgrundvelli þeirra. Það sé þessi trygging sem skipti öllu en ekki tæknileg útfærsla, hvernig þetta sé framkvæmt. Hvort félagslegt trygg- ingakerfi er söfnunarkerfi eða tekið með sköttum skipti ekki máli einungis að þessi trygging sé til staðar. Blanda ekki saman markmiði og aðferðum. Þróun félagslegra trygginga élagslegar tryggingar komu fyrst fram á síðustu tveim áratugum nítjándu aldar og oft er sagt að þær séu afleiðing iðnvæðingar. Rökin eru þau að við iðnvæðingu verði fjöldi fólks háður launavinnu. Flestar fjöl- skyldur hafi orðið að reiða sig á laun karla og þá sem einu fyrirvinnu fjölskyldunnar, getu karlsins til að fá vinnu og sinna henni. Iðnvæðingin hafði í för með sér að fjöldi fólks flutti um set, þéttbýli myndaðist samhliða því sem stuðningur stórfjölskyldunnar hvarf vegna þess að hún tvístraðist. Skólaskyldan lengdi síðan þann tíma sem börn voru á framfæri foreldra sinna. Síðar varð að tryggja lífskjör eldra fólks vegna lög- þvingaðra starfsloka. Þessi mynd sem hér er dregin upp er síðan bor- in saman við fegrað ástand sem ríkir í land- búnaðarsamfélagi sveit- anna þar sem foreldrar vinna báðir og börnin eru þátttakendur í vinnu frá unga aldri, eldra fólk vinnur eins lengi og því erunnt. A grunni þessar- ar einföldunar segja sumir kenningasmiðir að félagslegt trygginga- kerfi þróist vegna þarfar iðnsamfélagsins og því sé síður þörf fyrir slík Skilgreining Alþjóðaverkamanna- sambandið (ILO) notar þrjú viðmið til að skilgreina félagslegt tryggingakerfi. I fyrsta lagi að tilgangurinn sé að tryggja læknisfræði- þjónustu til að lækna veikindi og að hún sé Séð yfir salinn við útskrift í Starfsþjálfun fatlaðra. 26

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.