Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 3
• • r Garðar Sverrisson formaður OBI. YFIRF ERSLAN Á EKKI HLJÓMGRUNN INNAN ÖBÍ Frá því stjórnvöld tóku þá ákvörðun að fresta fyrirhug- uðum flutningi málefna fatl- aðra frá ríki til sveitarfélaga hafa tvær grímur verið að renna á ýmsa þá sem áður voru málinu hlynntir og jafnvel rnjög eindregið fylgjandi flutningnum. Raunar má segja að það hafi einmitt verið þessar vax- andi efasemdaraddir sem urðu til þess að stjórnvöld ákváðu að slá á frest þessu viðamikla og mjög svo viðkvæma máli - máli sem, þótt kostnaðarminna sé, er fjarri því að vera eins einfalt og flutningur grunnskólans, þótt sumum kunni að finnast þar nóg um og ekki séð fyrir endann á þeim margvíslega vanda sem þar er við að glíma. Hvað málaflokk okkar snertir er mikilvægt að skýrt komi fram að Öryrkjabandalag íslands átti ekki þátt í þeirri ákvörðun að slá yfir- færslunni á frest. Þvert á móti hafði bandalagið verið málinu fremur hlynnt, ekki hvað síst vegna þess eindregna áhuga sem sveitarstjórn- armenn virtust hafa á málinu, sömu menn og nú eru hver af öðrum (að hluta vegna reynslunnar af grunn- skólanum) að vakna til vitundar urn að þótt atvinnu megi hafa af þjónustu við fatlaða þá útheimtir það umfangsmikla þekkingu og gríðarlega ábyrgð að taka við þess- urn málaflokki. Þá efast þeir um að það verði í öllurn tilvikum uppgrip að fá “þetta fólk,” eins og ráðamenn hafa tilhneigingu til að kalla okkur, og jafnvel þótt svo kunni að verða hugnast ýmsum þcirra ekki byggða- stefna sem byggir á því að senda fatlaða til staða sem ættingja þeirra og vini fýsir ekki að búa á. Innan Öryrkjabandalagsins hafa alltaf verið nokkuð skiptar skoðanir um það meginmál hvort rétt sé yfirhöfúð að flytja málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. I GARÐAR SVERRISSON dag er hins vegar svo kontið að all- flestir þeirra sem áður voru flutn- ingnum fylgjandi telja hann annað hvort ótímabæran eða hreint óráð, vara jafnvel hvað eindregnast við honum og bera í því efni fram margvíslegar röksemdir sem hvorki er auðvelt að hrekja né leiða hjá sér. Áður en vikið verður að þeim áhyggjuefnunt sem orðið hafa til þess að Öryrkjabandalag Islands treystir sér ekki til að styðja yfir- færsluna, er e.t.v. gagnlegt að leiða hugann lítillega að tildrögum sjálfr- ar hugmyndarinnar. En auk svokallaðrar samþættingar (“inte- gration”), sem lengi hefur verið eitt helsta baráttumál fatlaðra um allan heim, á hún rót sína í þeirri hug- myndafræði valddreifingar sem á árunum uppúr 1970 fór eins og eldur í sinu um milljónaþjóðfélög Vesturlanda og þótti slík töfralausn á flestum mannlegum vanda að full- trúar ólíkustu stjórnmálaafla keppt- ust við að eigna sér þessa allsherjar- lausn, þótt e.t.v. megi segja að sósíaldemókratar hafi gengið hvað lengst í að gera hana að trúarsetn- ingu. Með yfirfærslu verkefna til smærri stjórnsýslueininga var draumurinn að færa ákvarðanirnar nær fólkinu sjálfu, svo það hefði nieira um líf sitt að segja. Kjörorðin voru: “Valdið til fólksins!” Þessu fylgdi sú röksemd að með aukinni kostnaðarvitund myndi fólkið sjálft veita það aðhald sem nauðsynlegt væri til að lágmarka allan kostnað. En hverjir voru “fólkið sjálft” og hverjir áttu fyrst og fremst að njóta þess að kostnaði yrði haldið í lág- marki? Þeir sem ákafast hafa gengið fram í þeim boðskap að færa beri flestalla málaflokka til smærri stjórnsýslueininga hafa haft til- hneigingu til að vanmeta þær margvislegu hættur, þversagnir og vandamál sem innbyggð eru sjálfu lýðræðinu, svo öruggt og gott sem okkur kann að finnast það. Augljósust er einfaldlega sú hætta að meirihlutinn misbeiti valdinu í sína þágu og taki ekki nægt tillit til minnihlutans, jafnvel þótt hann samanstandi af nærri helmingi kjósenda, að ekki sé talað um þegar ákvörðun varðar heill og hamingju jafnörlítils minnihluta og þeirra sem fatlaðir eru. Og vitaskuld verður þessi hætta stórum meiri þegar í hlut á minnihlutahópur sem vegna vanþekkingar og hleypidóma nýtur ekki þeirrar virðingar sem honunt ber. Þetta hljóta allir að sjá og skilja. Önnur meinsemd, þessari tengd, lýtur að því hve návígið getur oft orðið kalt og grimmt í hinunt fámennari samfélögum, þar sem fólk er jafnvel enn í dag kennt við fötlun sína, hve umtal og framkoma í garð fatlaðra einkennist um of af lítilli aðgát, svo vægt sé til orða tekið. Staðreynd er að á þeim stöðum þar sem dugnaður og starfs- orka eru talin æðst og mest allra mannlegra dyggða líður okkar fólk oft hreinar sálarkvalir, jafnvel gagn- vart sínum eigin ættingjum og venslafólki. Kenningar okkar um hið guðdómlega “nærsamfélag” og FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.