Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 21
Atvinna með stuðningi
Skýrsla
Frá Heyrnar-
hjálp
r
IFréttabréfi Heyrnarhjálpar er
m.a. greint frá aðalfundi fé-
lagsins. Þar var samþykkt álykt-
un þar sem skorað er á heil-
brigðis- og tryggingaráðherra að
beita sér fyrir því að þjónusta við
heymarskerta verði bætt, telur
fundurinn óviðunandi með öllu
að þriggja mánaða bið sé eftir
heyrnarmælingu og allt að níu
mánaða bið eftir heyrnartækjum.
Minnt er á nauðsyn rittúlkunar
sem einn þátt sjálfsagðar þjón-
ustu við heyrnarskerta. Stjórn
Heyrnarhjálpar skipa nú: Einar
Gunnarsson formaður og aðrir í
stjórn: Árni Sverrisson, Guðjón
Ingvi Stefánsson og Guðrún Sig-
urðardóttir. Til vara: Helga
Kristinsdóttir og Kristín R.
Magnúsdóttir. Af mörgu er að
taka af ágætu efni fréttabréfsins
en hér aðeins birt ályktun um
eyrnasuð sem samþykkt hafði
verið á sérstökum fundi þ.a.l.
Ályktunin er svohljóðandi:
Fundur um eyrnasuð,sem
haldinn var 2.maí sl. hjá Fé-
laginu Heyrnarhjálp, skorar á
ráðherra heilbrigðismála að
gangast fyrir því, að fólk með
eyrnasuð fái að reyna þau lyf,
sem reynd hafa verið annars
staðar við eyrnasuði og gefið
hafa nokkurn bata. Skerðing á
starfsorku manna og jafnvel ör-
orka er þjóðhagslega dýr og því
eðlileg og ófrávíkjanleg krafa
okkar að Tryggingastofnun rík-
isins taki þátt í þeim lyfja-
kostnaði, sem tengist því að
reyna ný lyf við þessum mjög
svo erfiða kvilla. Eins skorar
fundurinn á ráðherra að sjá til
þess að þarfir eyrnasuðsþolenda
fái meiri athygli, unnið verði að
stefnumörkun, lögð áhersla á
betri þjónustu og upplýsinga-
streymi þeim til handa.
Fréttabréfið er hið læsilegasta
og tekur á mörgu er snertir vanda
heyrnarskertra og mögulegar úr-
bætur í málefnum þeirra.
H.S.
Sá ágæti maður, Björn Sigur-
björnsson, framkvæmdastjóri
Svæðisskrifstofu málefna fatl-
aðra í Reykjavík sendi okkur hingað
á sumardögum glögga skýrslu um
Atvinnu með stuðningi í Reykjavík
1999-2000.
Höfundur skýrslunnar er Árni Már
Björnsson þroskaþjálfi, sem heldur
utan um þetta verkefni hjá Svæðis-
skrifstofunni.
Hér á eftir verður minnt á nokkur
atriði þessarar skýru skýrslu en að-
eins á stóru
stiklað.
kaflanum um
forsögu er
sagt að amS,
eins og hún
er nefnd í
skýrslunni,
þ.e. aðferðin
sé ættuð frá
Bandaríkj-
unum (Supported Employment).
Sambærileg vinnubrögð í atvinnu-
leit og eftirfýlgni ástunduð á vegum
Svæðisskrifstofu Reykjaness og
Akureyrarbæjar áður.
Svæðisskrifstofa Reykjavíkur er
með amS sem tilraunaverkefni til
tveggja ára og hefur alfarið staðið að
kostnaði þessa.
Rakið er þessu næst ferli amS þ.e.
umsókn, undirbúningur, atvinnuleit
og eftirfylgd.
Bent er á það að atvinnuleitin geti
tekið töluverðan tíma en leiðir að því
marki sem amS hefur nýtt sér eru:
blöð, internetið, vinnumiðlanir,
dreifibréf og hringingar, kynning og
persónuleg kynni.
Eftirfylgdin skilur svo amS frá
“hefðbundnum leiðum”. Hún nýtist
bæði vinnuveitanda og starfsmanni,
getur verið stöðug í upphafi en dví-
nar síðan eftir því hve fljótt einstakl-
ingnum tekst að tileinka sér starfið.
Þá er lýst undirbúningi að verk-
efninu m.a. námskeiðshaldi í vinnu-
brögðum en frá því framtaki góðu
greint í fréttabréfinu áður.
Þar næst er ferli verkefnisins lýst,
fimmtán einstaklingar hafa komið í
viðtöl þegar skýrslan er gefin, um
tuttugu bíða viðtala.
Ilok apríl 2000 eru 17 einstakling-
ar úti á almennum vinnumarkaði
undir leiðsögn og eftirfylgd, 5 eru í
100% vinnu, 10 í 50% vinnu, einn í
42% og einn í 25% vinnu.
AmS hefur samið við starfs-
þjálfunarstaði svo og almenna
vinnustaði til að sjá út færni og getu.
Síðan er kafli um tengingu launa og
bóta og má
þar sjá eins
og okkur er
fullljóst, hve
mikil bóta-
lækkunin er á
móti vinnu-
tekjum.
9 einstakl-
ingar af þess-
um 17 eru
með vinnusamning öryrkja við
Tryggingastofnun ríkisins með 50%
endurgreiðslu til þriggja og 75%
endurgreiðslu til sex.
Þá er greint frá þjónustusamingi
milli Svæðisskrifstofu Reykjavíkur
og Tryggingastofnunar ríkisins, sem
nær til sex einstaklinga sem TR til-
nefnir og amS tekur að sér að koma
til vinnu.
Lokakaflinn er svo um framtíðar-
horfur eftir að tilraunaverkefninu
lýkur í árslok nú. Árni Már segir
óvíst um framhald en segir að ár-
angur af starfinu auki líkurnar á að
framhald verði á. Árni Már víkur
þar einnig að frumvarpinu um
vinnumarkaðsaðgerðir í tengslum
við yfirfærsluna til sveitarfélaga þar
sem slík aðstoð við fatlaða mundi að
samþykktum þeim lögum verða á
vegum Vinnumálastofnunar og
svæðisvinnumiðlana.
Skýr og fróðleg skýrsla er þökkuð
og þeim er að vinna hjá amS óskað
til hamingju með ágætan árangur.
Framhald verður svo vonandi hér á
hver svo sem um stýristauma heldur.
H.S.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
21