Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 16
HEIMSOKN íÁSGARÐ Það var á einum þessara ofur- hlýju síðsumardaga sem við Garðar Sverrisson og Guð- ríður Olafsdóttir lögðum leið okkar upp í Lækjarbotna til að hitta hand- verksfólk í As- garði, en Ás- garður er í all- djúpri kvos nokkuð frá Suð- urlands- Þar kviknaði áhugi Þórs Inga og síðan fór hann til náms og starfa erlendis, var mest í Svíþjóð en kynnti sér einnig starfið í Sviss, Þýskalandi og Noregi. í örstuttu máli lýsir Þór Ingi þessu og segir að- aláherslu á það að virkja sköpunar- kraftinn, tala til hins heilbrigða sjálfs sem vissulega er að finna í hverri manneskju. Ein leiðin til að ná Þór Ingi v e g i . O k k u r þótti við vera kom- in nokkuð hátt yfir sjávarmál en vorum upplýst um að Ásgarður væri ekki nema í 130 metra hæð yfirsjó. Við hliðina á Ásgarði er svo skólahús þar sem rekinn er bæði skóli og leik- skóli samkvæmt Waldorfs- kenningunni og þar munu í vetur hafa verið 40 í skóla og 14 í leikskóla. Við erum upplýst um það að 5 hafi útskrifast sl. vor úr 10. bekk og 2 þeirra halda áfram í Waldorfsskóla erlendis í haust. Það er viss samgangur á milli skóla og handverkstæðis, m.a. koma skólanemar í smíðar út í handverkshús. En það er svo handverk- stæðið sjálft, Ásgarður sem við ætlum að heimsækja og ffæðast um fyrst og fremst. Hann Óskar færir okkur kaffi en hann er með umsjón í eldhúsinu og við látum fara vel um okkur ásamt Þór Inga Daníelssyni framkvæmdastjóra sem eys af sínum fróðleiksbnmni. Þór Ingi segir okkur að þessu fyrirkomulagi skv. Steiner kenn- ingunni og framkvæmd hennar hafi hann kynnst við vinnu sína á Sól- heimum, hugmyndafræðin sem Sesselja Sigmundsdóttir, stofnandi Sólheima byggði allt á á sinni tíð. Leikföng frá Ásgarði. Ævintýralínan í Ásgarði. þessu marki er í gegnum listræna vinnu, þar sem allir starfsmenn eru virkir í öllu ferlinu, allt frá því að saga tréð alla leið yfir í það að koma framleiðslunni á markað og selja hana. Ásgarður er annars sjálfseignar- stofnun með sjálfstæðri stjórn. Þarna eru nú 17 í vinnu, sóttir á morgnana og skilað heim, ýmist í há- deginu eða á kvöldin en vinnulok eru kl.4 nema á föstudögum, þá á há- degi, flestir eru allan daginn. Allt eru þetta þroskahamlaðir einstakl- ingar, ekki hreyfihamlaðir neitt sem heitir. Starfsmenn til umsjónar eru þrír. Aðeins ein stúlka er í hópnum svo karlkynið er allsráðandi á staðnum. r , IAsgarð koma menn í gegnum svæðisskrifstofúrnar á Reykjanesi og í Reykjavík og svo frá Vinnu- miðlun höfúðborgarsvæðisins. Inn í þetta má skjóta hér að þarna hittum við tvo einstaklinga sem höfðu verið allt frá upp- hafsárinu 1993, þeir Óskar og Siggi, en það ár voru 3 í byrj- un teknir inn. Þór Ingi segir meginatriði það að hjálpa þeim sem vilja fara út á hinn almenna vinnumarkað en um leið að leyfa þeim að vera áfram sem það kjósa. Megin- þemað að þjálfa menn til vinnu og þegar við komum voru allir í ærnum önnum. Hins vegar er einnig lögð mikil áhersla á félagslega þátt- inn, fá menn til að vinna úr sinni fötlun, koma á jafnvægi í lífi þeirra. Fundir eru alla fostudaga um fotlun og viðbrögð við henni, ævinlega tekið á öllum vanda- málum í vinnunni strax og þau koma upp og Þór Ingi nefnir það að oft jaðri við fordóma hjá þeim betur settu í garð þeirra lakari. Aðalatriðið væri að sýna öllum sömu um- hyggjuna og alúðina. Framleiðslu- varan er fyrst og fremst leikföng, ís- lensk leikföng úr tré, svipuð og áður þekktust á íslenskum heimilum, heimagerð að sjálfsögðu þá. Sér- íslensk leikföng eftir ákveðnum línum s.s. bændalínu, sjómennsku- línu og ævintýralínu sem best hefúr gengið að selja (bílar, tré, hús t.d.). Þór Ingi segir krakka taka þessum leikföngum vel, þau eru allnokkuð pöntuð af leikskólum og hafa reynst þar vel og svo eru starfsmenn með torgsölu fyrir jól, sem hefur gengið 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.