Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 27

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 27
ræði á sviði endurmenntunar fyrir þá sem orðið hafa fyrir skertri vinnu- getu/fötlun, en sérstaklega þar minnt á góðan hlut Hringsjár- starfsþjálfunar fatlaðra. Síðan er vikið að starfsþjálfun almennt og vernduðum störfum og þá komið að hinum almenna vinnumarkaði einnig. í leiðum til úrbóta er m.a. bent á: “að rökréttara væri að tengja starfsþjálfun og endurmenntun þeirra sem hafa orðið fyrir orkutapi vegna sjúkdóma eða slysa beint við endurhæfingar- ferli heilbrigðiskerfisins þannig að til örorku komi ekki fyrr en annað er fullreynt”. í þriðja meginkafla um aðstæður er vikið að hinum ýmsu samtökum í samfélaginu og þar segir réttilega: “Þessir aðilar hafa í sívaxandi mæli tekið að sér hlutverk og þjónustu sem að öllu iöfnu væri verkefni opinberra aðila”. Skal upptalningu þessari og óljósri mynd af efnismikilli skýrslu lokið með orðréttum lokaorðum svohljóðandi: Til að ná þeirri fram- tíðarsýn sem hér hefur komið fram, leggur vinnuhópurinn til eftirfarandi: - að sett verði á laggirnar nefnd sem starfi þvert á ráðuneytin. Hún skil- greini verkaskiptingu ráðuneyta hvað endurhæfingu varðar og skoði lög og reglugerðir þar að lútandi. - að skipað verði endurhæfingarráð m.a. með fulltrúum fagfólks innan endurhæfingar. - að stofnað verði þverfaglegt fræða- félag fagfólks í endurhæfingu til að stuðla að sameiginlegri framtíðar- sýn og þróun endurhæfingar. - að skipaður verði vinnuhópur um starfsendurhæfingu og endur- menntun fyrir þá sem eiga á hættu að hverfa af vinnumarkaði sökum heilsubrests, fötlunar og félagslegra aðstæðna. - að íjárhagslegur grunnur verði tryggður við gerð þjónustu- samninga við endurhæfingarsvið og endurhæfingarstofnanir. - að markviss verkaskipting endur- hæfingarstofnana og endurhæfing- ardeilda verði að veruleika. - að endurhæfing verði sjálfstætt svið á stóru sjúkrahúsunum til að auð- velda að unnið verði í samræmi við hugmyndafræði endurhæfingar. - að rannsóknir verði efldar og ár- angursmælingar. Skýrsla þessi er mikil náma upp- lýsinga og tillögurnar virkilega þess verðar að þeim sé fyllsti gaumur gefinn. Sérstaklega hyggur ritstjóri að stofnun endurhæfingarráðs, s.s. hér var allt til ársins 1983, verði af hinu góða, en leggur einnig á það áherslu að þar eigi samtök fatlaðra eins og Öryrkjabandalagið virka aðild. H.S. Nýr framkvæmdastjóri stjórnar SÍBS Pétur Bjarnason var í sumar ráðinn framkvæmdastjóri stjórnar SÍBS og mun hafa aðsetur í Suðurgötu 10, en þar eru Happdrætti SÍBS og Landssamtök hjartasjúklinga einnig til húsa. Pétur er Vestfirðingur að uppruna, fæddur á Bíldudal og uppalinn þar og á Tálknafirði. Hann tók kennarapróf 1964, var skólastjóri á Bíldudal 1966-76, Varmárskóla í Mofellssveit 1976-83 en þá varð hann fræðslu- stjóri Vestfjarðaumdæmis með aðset- ur á Isafirði, þar sem hann hefur búið fram að þessu, nú síðustu ár forstöðumaður Skólaskrifstofu Vest- fjarða, en hún var lögð niður nú í sumar. Jafnhliða kennslu og störfum að skólamálum hefur Pétur gegnt sveit- arstjórnarstörfum, bæði á Bíldudal og í Mosfellssveit. Hann var vara- maður Framsóknarflokks á þingi 1987-1995 og er nú varaþingmaður Frjálslynda flokksins á Vestfjörðum. Pétur sat í Ferðamálaráði í Ijögur ár og gaf út ferðamálatímiritið Flóka Pétur Bjarnason um fimm ára skeið. Einnig hefur hann starfað að félagsmálum á ýms- um sviðum. Pétur segir kynni sín af málefnum fatlaðra einkum vera í gegnum störf sín að skólamálum ásamt því að hafa setið í svæðisstjórn málefna fatlaðra meðan þær störfuðu undir því nafni í um áratug. Kona Péturs er Greta Jónsdóttir, en hún er fædd og uppalin í Reykjavík. Þau eiga tvö uppkomin börn. Láru, sem er húsmóðir í Houston í Texas og Bjarna, sem er sjómaður í Bolungarvík. Aðspurður um nýtt starf segir Pétur það leggjast vel í sig, þann skamma tíma sem hann hafi starfað hafi verið nóg að gera og mótttökur hvarvetna góðar. Starfið framundan sem hann þurfi að annast með stjóm SÍBS sé hins vegar ekki einfalt og e.t.v. ekki auðvelt heldur. SÍBS hafi gengið í gegnum miklar breytingar á undanförnum árum. Það heitir nú Samband berkla- og brjóstholssjúkl- inga og skipulag sambandsins þarf að breytast í samræmi við nýtt hlutverk. Framundan er mikil vinna í samvinnu við aðildarfélög og sam- bönd sem miðast við þetta. Pétur telur einna þýðingarmest á komandi árum að koma á fót hópum eða deildum víðs vegar um landið þar sem allir félagar eigi jafnan aðgang. Vísir að þessu sé víða fyrir hendi þar sem HL hópar eða göngu- klúbbar eru starfandi. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.