Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 46
FYRIR ÁRATUG AÐEINS Þáverandi formaður, tilvonandi framkvæmdastjóri. Júlímánuður er hér á bæ heldur kyrrlátur miðað við aðra anna- tíma og þá getur verið gott að “riija upp og reyna að muna’’ eitthvað frá liðinni tíð þó ekki væri til annars en þess að átta sig enn bet- ur á því hversu baráttan fyrir bættum hag fatlaðra er lík á hverjum tíma, baráttu- efnin áþekk og á líka lund við þeim snúist. Ritstjóri fór að fletta blaðaefni um fotlunarmál- efni frá því fyrir 10 árum - nánar tiltekið í júlí og ágúst 1990 og þar kenndi virki- lega margra góðra grasa. Ekki ætla ég að fara að birta neitt af því ágæta og Ijölbreytta efni sem þar er að finna en minnist á meg- inmál þessa tíma og þau tíðindi er hæst báru ásamt því að tæpa á öðru því, sem þarna var að gerast. Sagt er frá 25. þingi Sjálfsbjargar og þar lögð áhersla á annars vegar hús- næðismál og hins vegar endurskoðun laganna um málefni fatlaðra. Sólheim- ar áttu 60 ára afmæli. Þar segir Reynir Pétur m.a. frá því að hann sjái fyrir sér Iúpínubreiður í fánalitun- um á Sólheimum og þess getið að um þúsund manns hafi sótt Sólheima heim í tilefni afmælisins. Sæbrautarmálið fræga er í brennidepli, en vægast sagt skapaðist mikil ólga í kringum meðferðarheimili einhverfra að Sæbraut á Seltjarnarnesi sakir þess að einhverjir nágrannar heim- ilisins undu ekki tilvist þess. Greint er m.a. frá hótun bæjarstjórnar að fella rekstrarleyfi heimil- isins úr gildi, en Jóhanna Sigurðardóttir þáv. félags- málaráðherra segir á móti að ekkert starfsleyfi þurfi fyrir slíku heimili. Greina- skrif allheit eru um málið. Heimsleikar fatlaðra í Hol- landi taka mikið rými og greint er vel frá framúr- skarandi árangri íslensku keppendanna. Þá eru vel kynnt útilífs- námskeiðin fyrir íötluð og ófbtluð börn, starfsemi sem sannarlega hefur blómgast í gegnum tíðina. Árni Gunnarsson þáv. alþingismaður mærir mjög sumarhátíð Kópavogshælis sem með afbrigðum hefði tekist og samfagnar Sól- heimum um leið með sex- tíu árin. Öryrkjabandalag íslands hefur sent ríkis- stjórninni bréf um nauðsyn þess að Framkvæmdasjóð- ur fatlaðra fái lögboðið, fullnægjandi framlag og þáv. formaður Arnþór Helgason minnir á að allt frá 1984 hafi framlagið verið skert á einn eða annan hátt. Sagt er frá væntanlegu sam- býli að Gauksmýri rétt hjá Hvammstanga, en það sam- býli var rekið í nokkur ár. Þá segir ritstjóri frá merkilegu framtaki í Breiðdal þar sem grunnskólanemendur tóku fötlun og ýmsar hliðar henn- ar fyrir og könnuðu viðhorf bæði fatlaðra sem ófatlaðra. Sæbrautarmálið er áfram í brennidepli í ágúst og þar falla ýmis stór orð og ótrú- leg vanþekking og for- dómar skína víða í gegn. í grein vekur undirritaður at- hygli á því að greiðslur Tryggingastofnunar rík- isins séu laun þeirra sem við taka og þeir þannig réttilega launþegar. Greint er frá uppurnum greiðslum vegna stuðn- ingsfjölskyldna fatlaðra barna en Jóhanna bregst við með því að greiða áfram og þá af öðrum liðum ráðuneytisins. Dóra S. Bjarnason skrif- ar langa grein er hún nefnir: Þjónusta við fólk sem er fatlað ætti að vera nær ósýnileg og tekur að hluta til nokkurt mið af deilunum um Sæbrautina. Pressan talar við þrjá ein- staklinga sem í fyrirsögn segir að hafi yfirunnið fötlun sína. Þetta er Bragi Ásgeirsson sem enn er á lífi og þeir Sverrir Karls- son og Stefán Jónsson sem báðir eru látnir. Skemmti- leg er lífsspeki þeirra, hvers um sig. Svo standa þau í bréfa- skriftum í Morgunblaðinu Sigurlín M. Sigurðardóttir þáv. félagsmálafulltrúi Fé- lags heyrnarlausra og Svavar Gestsson þáv. menntamálaráðherra, til- efnið væntanleg samskipta- miðstöð sem Svavar kom raunar á fót í framhaldinu. Og mörg eru afrekin unnin, því þarna er greint frá því að Arnar vinur minn Klemenzson hafi farið í hjólastól yfir Fjarðarheiði eystra í þoku og rigningar- úða en Fjarðarheiði er fj all- vegur sem fer í yfir 600 metra hæð. Og í lok þess- arar fátæklegu upprifjunar er greint frá í júlí ályktun Sjálfsbjargarþings um at- vinnumál þar sem segir: Það er ódýrara fyrir samfé- lagið að efla atvinnu- möguleika fatlaðra en að láta starfskrafta þeirra liggja ónotaða. Atvinnu- laus verður enginn sjálfum sér nógur, hafi hann á annað borð getu og vilja til starfa - segir þar einnig. Uppriljun þessi á mildri morgunstund minnir okkur á hve keimlík málin eru frá einum tíma til annars og verðum við þó að vona að alltaf þokist málin í rétta átt. H.S. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.