Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.09.2000, Blaðsíða 28
VIÐHORF r Asgerður Ingimarsdóttir fv. framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins: AÐ STIKLA Á ÞÚFUM Og nú verðum við að spara öll sem einn! Þessi gáfulegu orð sagði einhver ijármála- sérfræðingur nú á dögunum. Það er nú ekki oft sem maður hlær að frétt- unum en ég verð að viðurkenna að 9 ég fór að skelli- Sk/MB því að mér finnist LVwf ekki dyggð að sPara og fara vel með aurana held- , ur af því að mað- Asgerður urinn alhæfði Ingimarsdóttir , „ a_____________ þetta. Og mer varð hugsað til þeirra sem hafa innan við sjötíu þúsund krónur á mánuði. Hvað eiga þeir að spara? Eiga þeir kannski að borða annan hvern dag og hætta að kaupa t.d. sápu og tannkrem? Þetta er svo fáránlegt að það tekur engu tali. Sumir eru bara alls ekki í takt við tímann. Það er alltaf verið að tala um þensluna, að gera ekki þetta eða hitt til þess að auka ekki á þensluna. Veit ég vel að ýmsir eyða alltof miklu og aðrir lifa langt um efni fram. En það er ekki hægt að alhæfa þegar talað er um sparnað hjá þjóðinni. Það er hópur fólks sem hefur rétt rúmlega til hnífs og skeiðar og sem hefur enga von um að það geti sjálft breytt neinu þar um. Það hefur engan verkfallsrétt fyrir nú utan það að verkföll hafa ekki alltaf skilað nein- um stórupphæðum til þeirra sem þann réttinn hafa. í síðustu kjara- samningum þar sem betur fer var samið án þess að til verkfalls kæmi á fólkið að fá níutíu þúsund krónur eftir þrjú ár! Finnst ykkur kæru lesendur þetta vera nokkuð til að hrópa húrra fyrir? Og á meðan læðist verðlagið upp - ein króna þar og önnur hér - hægt og hægt. En ég er ekki einu sinni að tala um níutíu þúsund króna fólkið - ég er að tala um sjötíu þús- und króna fólkið og innan við það. r Eg er að tala um öryrkja og elli- lífeyrisþega og þá sérstaklega öryrkjana. Þeir sitja alltaf eftir. Hér fyrir eina tíð fylgdi örorku- og ellilíf- eyririnn launavísitölunni þ.e.a.s. sem þá hét Dagsbrúnartaxti. Síðan var það afnumið og yfirvöldunum falið að sníða stakk eftir vexti handa þessu fólki sem hefur svo sáralítið bolmagn til að breyta nokkru um það sem þeim er skammtað. Og svo ætlar allt vit- laust að verða ef talað er um tvær stéttir í landinu og það verði að gæta þess að ekki myndist djúp gjá milli þessara stétta - milli ríkra og fátækra. Nú hugsa sjálfsagt einhverjir hvað er manneskjan að röfla. Það hafa allir nóg að bíta og brenna og það er ekki hægt að hafa þetta öðruvísi. En það er hægt. Það getur ekki verið að þjóð sem er talin meðal fíkari þjóða heims geti ekki skammtað þeim þegnum sinum sem ekki hafa möguleika á atvinnutekjum stærri sneið af kök- unni. Af hverju er alltaf verið að tala um að skila hallalausum fjárlögum og þegar tekst að eiga afgang hvers vegna er þá ekki hægt að hækka tekj- ur þessara hópa. Þessa hópa munar um allt. Eg er ekki að tala um að hækka allt um helming sem væri þó best og veitti ekki af. Nei, nei ég er bara að tala um að tosa tekjum þeirra a.m.k upp að þeim tekjum sem atvinnurekendum þóknaðist að semja um fyrir þá lægst launuðu. Að tengja aftur saman launvísitöluna og bóta- greiðslurnar. Það er mikið búið skrifa og ræða um blessaða kristnihátíðina og hvað hún hafi kostað þjóðina og nær hefði verið að þessir peningar færu í eitthvað annað. Það kann vel að vera, ég ætla ekki að leggja neinn dóm á það. En hitt veit ég að þó kristni- hátíðin hefði ekki verið haldin þá hefðu þeir peningar ekki farið í að rétta hlut þessa fólks. Ég er ekki svo skyni skroppin að láta mér detta í hug að svo hefði verið. Nei til þess þarf að breyta hugarfari þeirra sem um þessi mál ijalla. Ég veit að það er ekki af neinni mannvonsku að ekki er gert meira í þessum málum. Heldur hitt að þetta er ekki á óskalistanum hjá neinum. Það er svo margt annað sem þarf að gera. Það þarf að virkja, gera göng í gegnum fjöll, rækta skóg, allt sem nöfnum tjáir að nefna - sumt alveg bráðnauðsynlegt og annað ekki. Þegar maður hugsar um virkjanimar sem er nú alltaf verið að rífast yfir, a.m.k þeim sem á eftir að reisa, þá leiðir maður hugann að því að ekki kæmumst við nú eins um allar trissur og tranta ef ekki væru blessaðar virk- janimar inni á hálendinu. Þeim fylg- ja nefnilega alveg hlemmivegir sem hægt er að aka um og skoða það sem hinn venjulegi vegfarandi myndi annars aldrei hafa séð. Er ekki t.d. kominn þokkalegasti vegur inn í hina umtöluðu Eyjabakka, sem sjálfsagt fáir höfðu heyrt nefnda áður en allt rifrildið hófst en þá var líka eins og ætti að slíta hjartað úr sumum ef nefnt var að sökkva þeim. r Eg hef ekki komið þar en mér finnst svo sem ósköp fallegar þessar myndir sem við sjáum í sjón- varpinu. Alltaf sömu myndirnar! Hins vegar komst ég inn að Snæfelli í fyrra og öllu meiri auðn en ég sá á þeirri leið hef ég varla séð. Og þegar inn eftir var komið voru þar mosa- þembur og hundasúrur að ógleymd- um fífunum sem ég týndi til sönnunar því að ég hefði komið þarna Fellið sjálft er ábyggilega mjög tignarlegt 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.